Nýi tíminn - 08.01.1953, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 08.01.1953, Blaðsíða 5
Fhnmtudagur 8. janúar 1953 — NÝI TlMINN — (5 ÁRAMÓTAGREIN EINARS OLGEIRSSONAR Framhald af 4. síðu. Sá heimur, sem enn telst auð- valdsins, er tvisvar sinnum tví- klofimn og það, sem þar í að Idkum teist auðvaldsins alveg, sjálfu sér sundurþykkt þó. Við skulum líta á þennan heim, sem nær yfir Ameríku, Afríku og Ástralíu og þá hluta Kvrópu og Asíu, sem enn eru taldir til auðvaldsskipulags. Nötrandi nýlenduvöld I fyrsta lagi er þessi auð- valdsheimur klofinn í tvennt: auðvaldslönd Evrópu og Ame- ríku annarsvegar og nýlendu- þjóðir Asíu, Afríku og Suður- Amerí'ku hinsvegar, undirokað- ar og arðrændar af auðhringum Atlantshafsbandalagsins, hvort sem þær eru stjórnarfarslega sjálfstæðar að nafninu (eins og Indland eða Vemezuela) eða opinberlega kúgaðar (eins og Kenya eða Malajalönd). Nýlenduþjóðir þær, er byggja Indónesíu, Burma, Filipseyjar, Ecuador, Abyssíniu, Haiti, Saudi-Arabíu, Thailand og önn- ur slík löeid, sem haldið er niðri, eru að íbúatölu þriðjnng- ur mannkymsins, en tekjur þeirra allra til samans eru að- eíns 5% af tekjum mannkyns- ins eða undir 800 ísl. krónum á mann á ári. Lönd þessara þjóða eru ein- hver.hin ríkustu í heimi, en íbú- ar þeirra hinir fátækustu allra manna. Malajaiönd hafa gnótt , gúmmís og tins, en enskir auð- hringir ræna því — og skilja í- ibúum land3ins, sem auðinn framleiddu aðeins eftir brennd . foýli þeirra, ef þeir dirfast að mögla, Og brezkt auðvald set- ur fé til höfuðs foringjum sjálf- stæðisbaráttunnar þar og hælir sér af hvérju morði, sem því tekst að drýgja. Venezuela er eitt ríkasta olíu- land heims, en íbúarnir lifa á vonarveli. Amerískir og enskir olíuhringir ausa gróða, sem skiftir hundruðum milljóna dollara upp úr auðlindum þess lands. Og dirfist íbúar landsins að mögla, skipuleggur olíua.uð- valdið ,,byltingu“ af hálfu hers- ins. I Kenj’a berjast nú bændur, sem enn fyrir skömmu lifðu á ættflcJkkastigi eigi ósvipað for- feðrum vorum, er þeir voru i Noregi, við aðvífandi brezka ræningja, sem rænt hafa jörð- um þeirra og rekið þá burt í jarðnæðislaus fjallahéruð. Að- ferð Breta er svívirðilegri miklu en þær aðferðir Haralds hárfagra við bændur Noregs, er Snorri lýsti forðum daga. Stephan G. Stephansson ein- kenndi ránskap Bretans gagn- vart búa-bændum með þeim sí- gildu orðum sem eiga við um níðingsverk iBreta í Kenya nú: „Þín trú er sú að sölsa upp grimd, þín siðmenning er sterlings- pund.“ Hvert sem litið er í nýlendu- heiminn blasir við oss sama sjónin: Brezku, frönsku, ame- rísku ræningjarnir að féfletta undirokaðar nýlenduþj'þðir og myrða þær með allri véltækni svokallaðrar „siðmenningar", ef þær voga sér að rísa upp, heimta auðlindir lands síns fyr- ir sig og að fá sjálfar að njóta gæða lands síns og ávaxta erf- iðis síns. Hvað hafa brezkir auðmenn og hermenn að gera í Malaja- ■löndum og Kenya? Hvað hafa þeir frönsku að gera í Indo- Káaa og Tunis? Hvað hafa þeir amerísku að gera í Venezuela og Kóreu? Ekkert nema að ræna þessi lönd, misþyrma í- búum þeirra og .hindra fram- farir þeirra og frelsi. Þessir auðmenn og hermenn „yfirþjóðarinnar" eru að gera það sama og danskir kaupmenn og hermenn eitt sinn drýgðu á íslandi — og amerískir her- menn og auðmenn týgja sig til að gera nú. Sú þjóð, sem drekkti Jóni biskup Gerrekssyni í Brúará, drap Lénharð fógeta á Hjalla í Ölfusi og vó Kristján skrifara og sveina hans á Kirkjubóli á Suðurnesjum, skilur og hyliir þær nýlenduþjóðir, sem allt frá Filipseyjum og Kóreú og til Kenya,. Tunis og Marokko rísa nú upp með vopn í hönd til vai’nar og sóknar fyrir sjálf- stæði sitt gegn utanaðkomandi arðræningjum og embættis- og hermönnum þeirra. Hver sá ís- lendingur, sem í dag níðir frelsisbaráttu þessara þjóða og ljær kúgurum þeirra lið í orði eða verki, er ættleri, sem fót- um treður minninguna um frelsisbaráttu sjálfra vor allt frá fyrstu samtökunum gegn Álfi í Króki og til sigurs Skúla og Björns 1908. Sá íslendingur, sem í dag, rekur rýtinginn í bak þeirra nýlenduþjóða, sem nú berjast fyrir frelsi sinu, hvort sem það er með áróðri eða í verki, drýgir samskonar glæp og danákir erindrekar forðum gagnvart Jóni Arasyni og son- um hans eða eins og dönskum dátum var ætlað að drýgja gagnvart Jóni forseta, Hannesi Stephensen og Jcai Guðmunds- syni á þjóðfundinum, ef frels- isbarátta Islendinga hefði tek- ið á sig harðvítugri mynd en mótmælin miklu. Vér íslendingar, sem vitum af eigin reynslu, að nýlendu- þjóð verður áldrei undirokuð til lengdar, eftir að hún er sjálf vöknuð til að vilja vera frjáls, vér vitum að það fólk með eymd I arf, sem nú berst með vopn í hönd austan frá Filipseyjum og Víetnam og vestur til Tunis og Marokko, fyrir frelsi sínu, það sigrar. Á næstu árum og áratugum líður nýlenduveldi Breta, Frak’ka og Bandaríkjanna yfir Asíu, Afríku og Suður-Ameríku undir lok. Og í augum allra ó- spilltra Islendinga eru þessar nýlenduþjóðir bandamenn vorir í frelsisbaráttunni gegn brezka auðvaldinu, sem rænir land- helgi vora, og bandariska her- valditiu, sem leggur nú undir sig land vort. Forgyllt mannfélagshöll auð- valdsins, reist á fátækt hreys- anna í Asíu og Afríku, nötrar nú undir átökum nýlenduþræl- anna, — „rifin, fúin og ram- skekkt“, — og vcr Islendingar fögnum því þegar hún fellur og mena, sem búa nú við sömu þrælkun og vér bjuggum við öld fram af öld, verða frjálsar og fá að njóta auðlinda lands síns og atorku sjálfra sín í friði fyrir örnum og ljónum auðsins. Árið 1952 sá rauðan frelsis- loga nýlendubyltingarinnar breiðast út frá Indo-Kína, Malajalöndum og Ira;i til Af- rikulanda og Suður- og Mið- Ameríku. Það auðvald,- sem arðræair nýlendur, ér brátt hvergi öhult lengur. áiSvald hyilt aí éita Sá helmingur auðvaldsheims- ins, sem ekki eru nýlendur eða undirokaðar þjóðir, sem sé stóriðjulöndin sjálf: Bandarik- in og Vestur-Evrópa, er inn- byrðig klofina í fámenna auðst. og fjölmeanan verkalýð. I auð- valdslöndum Evrópu er hreyf- ing verkalýðsins svo voldug að heita má að víða lafi auðvaldið aðeins við völd, svo það horfir fram á hverjar kosningar og hvert stórveúkfall með ugg og kvíða. I Ameríku skekur verka- lýður Bandaríkjanna öðru hvoru í voldugum verkföllum stoðir auðdrottnunarinnar eins , og blindur Sarnson í höll kúg- ara sinna, svo þeir gnötra við. En ameríska alþýðan mun fyrr en varir fá sjón sína aftur, - sjón Eenjamíns Franklins og Abrahams Liacolns, sjón Paul Robesong og Howards Fasts, — víðsýni þeirra, er brjóta ný- lendúkúgun og auðdrottnun á bak aftur, og þvo smánarblett Mc Carthys og Mc Carrans af landi Jeffersons og Roose- velts. Hverjum manni, sem ann hinni tápmiklu Bandaríkjaþjóð og minnist þess með þakklæti, sem hún gerði fyrir mannkynið á 18. og 19. öld, með byltingu sinni gegn. brezkri nýlendukúg- un og frelsisstríðinu gegn þrælaeigendum Suður-ríkjanna, hlýtur að renna til rif ja sú nið- urlæging, sem sú þjóð nú býr við, rétt eins og hver heilbrigð- ur maður harmaði örlög hinnar ágætu þýzJku þjóðar á niður- lægingartíma heanar undir Hitlersstjórninni, þótt hún bryti þá undir sig hvert þjóð- ★ ★ ★ Frá verkfall- inu mikla Dagsbrúnarmenn á félags- 17. des. Á þeim fundi hafnaði Dagsbrún smánar- boði ríkissfjórnarinnar. landið eftr annað eins og Bandaríkja-auðvaldið reynir nú. Það er hart að sjá grimmúð- uga auðstétt Ameríku setja smánarblett á skjöld Banda- ríkjaþjóðarinnar með fanga- morðunum og hryðjuverkunum í Kóreu, eins og Hitler setti áð- ur á Þýzkaland með Belsen og Buchenwald. Fjöldamorð og framleiðsla drápstækja er orðin aðalgróðalind siðspilltrar auð- stéttar Ameríku. „Ekkert villidýr jarðarinnar er villtara en auðmaðurina, sem óttast um fé sitt“, sagði Georg Brandes. Við sáum villimenasku hins ameríska auðvalds í allri sinni skelfngu í Kóreu á árinu 1952, þriðja styrjaldarári auð- velda heimsins gegn hinni fá- mennu frelsisunnandi hetju- þjóð Kóreu, án þess að geta yf- irbugað hana. Eln ameríska auðvaldið er ekki aðeins dýrslegt í ótta sín- um við óhjákvæmileg örlög, er bíða þess. Það gerir sig líka að athlægi um allan hinn menntaða heim, — þ.e, allstaðar utan Banda- ríkjanna. Það snuðrar um skoð- anir hvers einstaklings, sem ætlar að heimsækja ameríska borg, skjálfandi af ótta við að hvaða útlendur sjómaður eða erlend kona, sem rekist þar á land, kynni óvart að steypa Bandaríkjastjórn af stóli! Svo tæpt stæði hún! Hjá þjóð vorri, sem alin er upp í æðruleysi og örlagatrú Islendingasagnanna, skapar allt framferði Bandaríkjastjómar, allt frá njósunum til grimmd- arverkanna, fyrirlitningu og andstyggð. Hver heilbrigður Islendingur lítur með lítilsmrðingu niður á menningar- og list-snauða a.uð- mannastétt Morgans og Rocke- fellers, sem hefur drottnað eins og hýena og deyr eins og hund- ur. Við skiljum að vísu ótta ame- rísks auðyalds, Það er leitt fyr- ir svo gráðugt villidýr að sjá aðra eins bráð og það ætlaði sér í kínversku þjóðinni, sleppa úr klóm þess og rísa nú upp fjölmennasta þjóð veraldar, og umskapa land sitt óháð auð- valdsheiminum. Ameríska auð- valdið er nú að sjá að þá brast Asía öll úr greipum þess, er ikínverska þjóðin vann sér frelsi bg tendraði eld nýiendu- byltingarinnar að nýju í Asíu. En auðkóngar Ameríku gætu tekið örlögum sínum skynsam- legar. Þeir þyrftu ekki að senda heimska erindreka sína með ærslum og áróðri um all- ar jarðir til þess m.a. að reyna að gera fyrrum sakláusa sveita- mannaflo'kka á íslandi að al- gerum umskiftingum með því að hræða þá á þeirri bolsa- grýlu, sem er að trylla auðmenn Ameríku og fá hermálaráðherra þess til að henda sér út um glugga. Auðkóngar Ameríku hafa þó vissulega missi auðs cg valda að óttast af alþýðu Ameríku við valdatöku hennar, en bændur íslands, sem Fram- sóknarforkóifarnir réyna nú að ærá, hafa elc'kert að óttast af al'þýðúvöldum, :— nema cþrjót- andi markaði íyrir mjólk- sfr.a og kjöt og þarafleiðándi óstöðv- andi framfarir í jo.rðrækt einá og ísleazk gróðurmold þolir. Magnús Stephensen sagíi slíkum kóngum sem auðköhgar Ameríku nú eru, sannie'kann á sinni slæmu, en kröftugu ís- lenzku, rétt eftir að íronska a’þýðan hafði háishöggvið kónginn sinn og all:r aðrir kóngar nötruðu í hásætum sín- umt Framhald á 6. alðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.