Nýi tíminn - 10.12.1953, Síða 7
Minnkandi sannfœr-
ingarkraftur.
Þegar útvarp&hlustendur sátu
við viðtækið á fimmtudags-
kvöldið 19. nóv. s.l. og hlustuðu
á málflutning fulltrúa þing-
flokkanna um Það, hvort ísland
skyldj framvegis vera banda-
rísk herstöð eða ekki, mun
mörgum hafa fundizt fátt um
röksemdir sjórnarflokkanna.
Öll voru Þau gamalkunn, en
frábrugðin þó að því leyti, að
sá vottur af sannfaeringarkrafti,
sem stundum hefur fyigt þess-
um málflutningi þeirra var nú
gersamlega horfinn.
Höfundur þessara hugleið-
inga varð þó einna mest hissa
við að hlusta á ræðu for-
^nanns Framsóknarflokksins
Hermanns Jónassonar. Ef til
vill kom það af því, að um all-
langt skeið hætti honum til að
líta á Hermann Jónasson sem
þann mann úr islenzkri borg-
arastétt, er líklegastur væri til
að sýna þann manndóm á ör-
lagastundu í líf'i þjóðar sinnar,
að rífa sig lausan úr fjötrum
■borgaralegra stéttarhagsmuna,
og meta þjóðarnauðsyn meira.
Enn fremur hefur hann litið á
Hermann Jónasson sem einn
glöggskyggnasta leiðtoga borg-
araflokkanna á hin pólitísku
viðhorf bæði innanlands og utan
og því líklegri flestum hinna til
að skilja gang þróunarinnar og
þar með hina eðlilegu stöðu
lands vors og þjóðar í heims-
átökum bæði heitum og köld-
um.
Þessi þrautreyndi stjórnmála-
maður, sem lengur hefur ver-
ið forsætisráðherra á íslandi en
nokkur maður annar, og enn-
fremur lengi utanríkisráðherra,
ræddi nokkuð gang styrjaldar-
innar og hersetu Islands alla
tíð siðan Bretar hemámu land-
ið í maí 1940. Enn fremur kom
hann inn á óskir Þjóðverja um
að fá tfér flugvaUaaðstöðu fyr-
ir styrjöldina, og var helzt á
honum að skilja að í raun og
veru hefði það verið hann, —
Hermann Jónasson, • — sem
hefði breytt gangi slyrjaldar-
innar með því að neita þeirri
málaleitan. Þá ræddi hann einn-
ig mjög viðbrögð þeirra rikis-
stjóma íslenzkra, er á hverjum
tíma hafa átt í mestu samn-
ingamakki við herraþjóðir vor-
ar, en sjálfur hefu'r hann átt
sæti i þeim öllum. Auk alls
þessa varð honum tíðrætt mjög
um hina miklu rússnesku árás-
arhættu, er hann sem aðrir
leiðtogar þessara flokka vilja
telja einu ástæðuna fyrir her-
námi íslahds, því er vér nú
búum við.
Út frá hugleiðingum sínum
um þessi mál dró svo ræðu-
maður eftirfarandi ályktanir:
'fc Niöurstööur Hermanns
Jónassonar.
1. Hlutleysisstefnan er alltaf
hættuleg smáþjóðum, það
sýnir reynslan af ofbeldi
nazistanna í síðustu styrjöld.
2. Við erum á báti með ná-
grannaþjóðum okkar í styrj-
öld gegn höfuðóvini mann-
kynsins, einræði og ofbeldi.
3. Vesturveldip sýndu friðar-
vilja sinn í verki með því
að ' eyðileggja vopnin og
senda hermennina heim að
styrjöldinni lokinni.
4. Kommúnistar fóru öfugt að.
í styrjöldinni og eftir hana
Fimmtudagur 10. desember 1953 — Nfl TÍMINN -- (?
Þráinn skrifar
útvarpsumræðurnar
lögðu Rússar undir sig hluta
'af Finnlandi, allt Estland,
Lettiand, Lithauen, PóU-and,
Búigaríu, Albaníu, Tékkósló-
vakíu og Júgóslavíu um
skeið.
5. Breytingin síðan 1939—’41
er sú, að þá voru nazistar
hemaðarlega sterkastir á
meginlandinu, en nú eru það
kommúnistar sem gætu leik-
ið sér að Evrópu, eins og
köttur að mús ef hún stæði
e'n. Engin þjóð nema Banda-
rikin getur afstýrt þeirri
hættu.
6. Við höfum engan rétt til að
gera þá kröfu að sleppa við
óþægindi hernáma'ins, þar
sem nágrannar okkar búa sig
undir að fórna blóði til að
verja frelsið og friðinn.
7. Ef Evrópuher • verður að
veruieika eigum við sjálfir
að taka í okkar. ihendur
varðgæzlu Kef’.avíkursvæðis-
ins og annarra svæða, er er-
lendur her nú gætir.
+ Margfölduö tortíming-
arhætta hiö eina sem
liermennskubrölt Her-
manns hefur fœrt
okkur.
1 þessum sjö ályktunum er
dregið saman aðalefni ræðunn-
ar, og getur hver, sem efast um
að rétt sé frá skýrt, sannfærzt
um hið rétta með þvi að lesa
hana í Tímanum frá 22. nóv.
s.l.
Nú var það ekki aðaltilgang-
ur höfundar þessara hugleið-
inga að hrekja þessar fullyrð-
ingar. Það hafa bær ágætu
systur, reynslan og sagan, þeg-
ar gert löngu fyrirfram. Hér
skal aðeins bent á augljósustu
dæmin um þær raka- og hugs-
anavillur, sem ræðumaður er
flæktur í. En í stuttu máli eru
þau þessi:
Þegar Hermann Jónasson ætl-
ar að telja íslendingum tríi um
það, að hlutleysi sé hættulegt
smáþjóðum, því að í styrjöld sé
það ekki virt af stríðsaðilum,
þá gengur hann fram hjá þeirri
staðreynd, að það ægilegasta
sem hent getur smáþjóð í slík-
um átökum, er það, að hafa
tekið afstöðu með þeim aðil-
anum, sem bíður ósigur. Með
slikri afstöðu er þjóðin skyldug
til að bera ábyrgð á öllu því
tjóni, er sigurvegarinn hefur
orðið að þola, og úr tveim síð-
ustu heimsstyrjöldum þekkjum
við dæmin um þær drápsklyfj-
<ar stríðsskaðabóta, er sigraðar
þjóðir hafa mátt greiða auk
þess að þola eigið tjón bóta-
laust. Er Hermann Jónasson
viss um það, að sá aðih, sem
við höfum gengið í hernaðar-
bandalag við núna, þ. e. Banda-
ríki N.-Ameríku, verði sigur-
vegari í næstu styrjöld, hverjir
sem þá kunna að eigast við?
Nei, svo sem þrásinnis hefur
verið bent á, er margfölduð
tortimingarhætta það eina,
sem hermennskubrölt Hermanns
Jónassonar og félaga hans hefur
fært okkur fram yfir það, sem
hlutleysið hefði gert.
„Lýöræðisríkin“ höfuð-
vígi nýlendukúgunar-
innar.
Þegar Hermann Jónsson full-
yrðir að við séum á báti með
nágrannaþjóðum okkar í styrj
öld gegn höfuðóvini mannkyns-
ins, einræði og ofbeldi, þá lítur
helzt út fyrir að hann hafi
hyorki litið í mannkynssögu
sjálfur né búizt við að lesendur
hans hafi gert það heldur.
Auðvitað telur hann að stór-
veldi Atlanzhafsbandalagsins
séu hinir einu og sönnu verðir
lýðræðis og mannréttinda í
heiminum. Hins vegar veit hver
16 ára unglingur sem aðeins
hefur lokið unglingaprófi,1 2 3 4 að
einmitt þessi ríki, Bretland
Bandarík:n og Frakkland eru
höfuðvígi nýlendukúgunarinnar
í heiminum. Hvar í veröldinni
finnst sá litaður þjóðflokkur,
sem ekki hefur verið arðrænd-
ur, pindur og að meira eða
minna leyti eyðilagður af
hrammi gráðugra auðkónga og
auðhringa þessara ..lýðræðis-
rikja“? Einmitt núna, þegar öll
þjóðin heyrir .daglega fréttir
af hryðjuverkum, sem íbúar ný-
lendnanna s.s. Kenya, Indókína,
Guiana o. fl. eru beittir ,af því
e:nu, að þeir vilja eiga lönd
sín í friði og ráða málum sínum
sjálfir, eru að berjast sömu
baráttu og okkar þióð háði
öldum saman, þarf mikil brjóst-
heilindi til að standa við hljóð-
nemann og brýna það íyrir
henni, að hún eigi að beita
sínum iitlu áhrifum þessum
kúguðu þjóðum til ófamaðar
með því að skipa sér í flokk
með kúgurum þeirra.
if Kjarnorkusprengjunni
gieýmt.
Þegar Hermann Jónasson
fullyrðir að vesturveldin hafi
sýnt friðarvilja sinn í verki með
því að eyðileggja vopnin og
senda hermennina heim að
styrjöldinni lokinni, þá lætur
hann sem ekki sé til ægjlegasta
vopn, sem nokkru sinni hefur
beit-t verið á jörðu hér, en það
er kjarnorkusprengjan. Hverjir
voru þeir, er henni beittu til
hroðaíegustu múgmorða, sem
mannkynssagan þekkir, ein-
mitt þegar endalok styrjaldar-
innar voru alveg framundan
svo notkun hennar var gersam-
lega óþörf? Og þá var hún not-
uð aðeins til árása á varnar-
lausar borgir sem enga hernað-
arþýðingu höfðu, svo sem til að
undirstrika mátt tækninnar
múgmorðum varnarlauss fólks.
Hverjir hafa sífellt veifað þessu
vopni yfir heiminum s.l. 8—9
ár til að minná á mátt sinn?
Eí Hermann Jónasson veit ekki
enn, þá er mál komið fyrir
hann að vita, að það er kjarn-
orkusprengjan, sem er megin-
ástæða kalda striðsins; sem
hann og hans félagar hafa not-
að til að skapa núverandi hem-
aðarástand á íslandi.
Hversvegna ekki Kína?
Þegar Hermann Jónasson stað-
hæfir að Sovétrikin hafi í styrj-
öldinni og eftir hana lagt und-
ir sig öll þau lönd í Austur-
og Suðaustur-Evrópu, serrr tóku
upp sósíalistiskt þjóðskipulag i
lok hennar, þá velt hann vel
að hann er að faísá * söguleg
rök. Honum er fullkunnugt um
að í þessum löndum ríkti m:ð-
ald'a lénsskipulag, sem haldið
var gangandi af fasistiskum
ofbeldisstjórnum. Allar voru
þær studdar frá höfuðstöðvum
heimsfasismáns í Berlín og
„Fátælvt fólk, sem ekkl fær
að yinna, ekki getur satt
svanga rnunna barna sinna
tryllist «!í gerir uppreisn.
Ef sérhagsmunaidíka held-
ur að lnin eigi að missa
sælkerastöðuna, eigi að
drepa liendi í kalt vatn,
er hún líka reiðubúin til
að beita ofbeldi, ef hún sér
færi á því og þorir. Og
þar sem braskarastéttin er
þrekiaus og kjarklaus, get-
ur liún að jafnaði vel liugs-
að sér að ofurselja landið,
að fá erlenda aðstoð til að
halda sérhágsmunum sínum.
og gerir það ef sérhags-'
munir liennar eru í hættu.
Á þetta stig er íslenzkt
þjóðfélag nú að komast.“
Hermann Jónasson í Tím-
anum, 3. maí 1949.
Róm. Alþýða þessara landa -war
miskunnarlaust arðrænd bæðí
aí innlendum yíirstéttum, stói-
landeigendum, aðli og her ojg
ennfremur af auðhringum Ves'j-
urveldanna, sem tekizt hafái
að klófesta verðmætustu au(j-
lindir þessara landa. Eru olíu-
i
lindir Rúmeníu eitt gleggsta
dábmi þess arðráns. Andstæð-
ingar sósíalismans um he:m
allan höfðu alið með sér pá
fánýtu von að Sovétríkin væru
svo ve'k innbyrðis, að þau
mundu hrynj.a innan frá þegár
er þau lentu í styrjöld, hins
vegar treystu þeir á hina fasist-
isku og hálffasistisku lánda-
keðju frá íshafi til Svartahafs-
sem öruggan múrvegg gegn á-
hrifum sósíalismans. En hrap-
arlega brást þeim sú von, aö
Sovétríkin hryndu innan frá-
Hún reyndist aðeins vera eig-
in sjálfsblekking þess, er hætt-
ur er að hugsa í öðru en of-
beldi. Aftur á móti varð þa<5
hinn fasistiski ofbeldisnjúr-
veggur, sem innan frá nrundi,
og 'alþýðan tók völdin sjálf-
Slíkt er eðli hinnar sögijlegia
þróunar. Við það hrun misstu
innlendar yfirstéttir sérhags-
munaaðstöðu sína og auðhring-
ir vesturvelda arðránsaðstöðu
þá, er þeir höfðu notið með
yfirráðum yfir olíulindum.,
námum og öðrum auðlindúm
þessara landa. Síðan hefur
kveð.'ð við ramakvein um .alláh.
hinn vestræna heim, yfir þvt
að þjóðir þessar hafa heimt
lönd sín úr höndum erlendra.
og innlendra arðræningja tjl
aínota fyrir sjálfan sig.
Hvers vegna hafði Hermams.
Jónasson ekki Kína með í þess-
ari upptalningu? Hann hlýtur
þó að vita, að i því mikla
landi hafa gerzt nákvæmlega
sömu atburðir á þbssum árum
og í suðaustur-Evrópu. En i
Kína. býr a. m. k. fimmti hluti
mannkynsims-, líklega tvöfáijfc
fleira fólk en í Sovétríkjunum
öllum. Sennilega hefur Her-
mann Jónasson óttazt að meirí-
hluta Framsóknarflokksins;
skorti kokvídd til að kingja
svo stórum b.'ta sem þeim að
Sovétríkin hefðu lagt undir sig
Kína.
Óttinn viö skilning og
pekkingu íslenzks al-
meniiings á pjóöhátt-
um og skipulagi
sósíalistiskra ríkja. ■
Þegar Hermann Jónasson tal-
ar um ;að eina hreytjpgin á
meginlandinu ,sé sú, að kouirn-
únistar séu nú orðnir hernaðar-
lega sterkastir í stað þess að *
nazistar voru það áður, þá er
Það ekki hernaðarlegur styrk-
leiki Sovétr kjanna, sem hann
óttast. Bæði hann og aðrir„
sem mest hafa talað um árás-
arhættuna úr austri, vita vel aft
ef sannar væru sögurnar una
árásarmátt og árásarvilja So-
vétríkjanna, væru þau búin áft
leggj.a undir sig Evrópu. Endá.
birtast nú s'fellt fleiri ummælii
háttsettra stjórnmálamanna éi
vestur’.öndum Þess efnis, aö
Sovéírik'n hyggi alls ekki ú
styrjöld og hafi aldrei. gert,
Auðvitað eru slik ummæli ekk.
birt í Tímanum eða Morgun-
blaðinu.
óttinn við Sovétríkin staíair
af öðru. Það er ótti við 'yfir-
burði sósíalsks þjóðskipulags 3
Framhald á 11. síðu.