Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.12.1953, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 10.12.1953, Blaðsíða 8
8) NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 10. desember 1953 EJNAR PETERSEN frá KLEIF: r Islendingur eða þríðia flokks kani Fyrir skömmu var bálkamikil grein í Tímanum um bæjar- brag á Keílavíkurflugve'.li. Nú er hann mér ekki með öllu ókunnur, og eftir þá reynslu sem ég hef íengið tel ég fyllstu ástæðu fyrir hvem sem ber hag íslands og íslenzku þjóðar- innar, í nútið og framtíð, fyrir brjósti að gera sér skýra grein fyrir hvað þar er að gerast, og hver útkoman muni verða með s’.íku áframha'.di. Sérhver Is- lendingur á hlut í þessu landi og um leið ábyrgð á hver íramtíð þess verður, því það er verð sjálístæðisins að geta eng- urn öðrum um kennt ef illa tekst til. Æðstu mennirnir í 'lýðveldi eru hinir óbreyttu kjósendur. Þeir hafa sér til léttis með dag- leg störf lands og ríkis ráðið t'l .sín sem hjú forseta, ráð- herra og hverskonar opinbéra þjónustumenn. En til þess að búið geti blómgast þarf bónd- inn að vita hvað hann vill, hvað sé hægt að framkvæma og hvernig skipan hans er framkvæmd, og það gildir engu síður fyrir þjóðarbúið en bændabýli* Nú er það svo að ég hef kosningarétt í þéssu landi og um ’eið er lögð á mig sú kvöð, sem mér er ljúf, að ég megi leggja hönd að verki við rækt- un lands og lýðs. Til þess þarf ég haldgóða þekkingu á því sem gerist á Isiandi. Það sem hefur eða mun hafa mest áhrif á land og þjóð er hernám Bandaríkjanna á íslandi. Ein- mitt um það mál er erfitt' að aíLa sér áreiðanlegra upplýs- inga, en mjög miklum lygaá- róðri er beitt t.'I þess að brjála dómgreind fólksins. Yfirleitt hefur mér. ekki fundizt skemmtilegt né lítið á- hyjfgjuefni að vera - áttavilltur í þoku og náttmyrkri. og þegar mig hefur farið að gruna að svo væri komið heí ég alltaf haft þá reglu að hægja ferðina og i-annsakað allt sem mætti verða til þess að benda mér á rétta leið. Svip.uðum aðferðum hef ég beitt á öðrum sviðum mannlegs samfélags. Við liíum í hernumdu.landi, og samþykkt nokkurra alþing- ismanna ó því myndi ekkert lagagildi hafa fyrir dómstólum, ef reynt yrði, svo fremi að dómararnir reyndust menn til þess að standa við embættis- eið sinn, En hemámið er orð- inn hlutur, varið af þeim, sem hafa af því auð og völd, með nákvæmlega sömu röksemdum og hernám Þjóðverja á Dan- mörk og Noregi, — og sama •manntegund gengur í þjónustu Bandarikjamanna hér og gekk i þjónustu Þjóðverja á Norð- urlöndum. Eg skal ekki neita því að ég finn til aðdáunar- blandinnar undrunar yfir þeirri dirfsku sem lýsir sér í því að nota hér sömu rök og sam- starfsmenn Þjóðverja í her- numdu löndunum notuðu á sín- um tíma, og sem eftir stríðs- lok kostaði marga þeirra lífið og hina fangelsisvist eða út- skúfun úr mannfélaginu ævi- langt, því fáir menn hafa þar verið hataðir jafn innilega af fólkinu og einmitt mennirnir, er fyrir peninga og völd gviku félaga sína þegar þeir óttu í harðri og tvísýnni baráttu. Það er ekki við að búast að þetta hatur eigi jafnrik itök hjá í.s- lendingum og mörgum öðrum þjóðum, því lengst a'f haía þeir lifað út af fyrir sig, úti í reg- inhafi og haft litið að segja af þeirri beinu kúgun sem alþýðan eriendis var beitt gegndarlaust. Að vísu voru ör- lög íslendinga þegar illa áraði svipuð og hjá klakahrossinu seinni hluta vetrar hjá sinnu- lausum bónda, en landið var aldrei hernumið. Þó hafði hið þýzk-dansk-norska kaupmanna- vald töglin og hagldimar í nokkur hundmð ár. íslend- ingar sem sáu lítilsiglda menn flaðra upp um hið erienda vald og apa hátterni þess, lýstu lít- ilsvirðingu sinni og viðbjóði á hátterni slíkra manna með orð- unum: „auðlærð er ill danska“, — manna sem samkvæmt upp- runa sinum áttu að teljast Is- lendingar. Sú reynsla sem fluttist hingað til lands um hvernig menn ættu að haga sér ef ætt þeirra ætti að verða langiíf í landinu, og sem ís- lenzk náttúra meitlaði og mót- aði, — sú menning sem Is- lendingar sköpuðu og þurftu með itil þess að haida andlegri og l'kamlegri heilsu fram á þenna dag, hún mun vera það tæki sem mun, duga íslenzka kvnstofninum þegar hann snýr sér að því að nema land sitt í annað sinn og mynda þjóð- félag sem sérhver sonur þess og dóttir mun elska og verja. Sú barátta verðúr hörð og sæmandi hverjum fullhuga, þar sem verkefni verða fyrir allt þrek og gáfur sem þjóðin á til, því á þessum árum verður bar- izt til úrslita um hvaða tilvera bíður íslenzku þjóðarinnar. Hingað til hefur einangrunin iangt úti í hafi og dagleg önn og barátta í dreifðum bæjum meðfram ströndinni og fram til jökla varðveitt íslenzkt þjóð- emi, en nú er ísland í þjóð- braut þverri. í flestum sveitum landsins biður gamalt fólk með beyg í hug við að enginn muni taka v:ð eftir þess daga. Við vitum að fyrir valdamenn þjóð- arinnar skiptir það litlu máli þótt vígstöðvar þær sem áður björguðu þjóðinni gegnum hvers konar óáran, muni tap- ast innan fárra ára, ef íslend- ingar vakna ekki til íuilrar meðvitundar um hættuna sem nú steðjar að. Nú er mér ekki að fullu kunn- ugt hvert er innsta eðli ís- lenzkrar þjóðarvitundar, en til min kalla óteljandi verkefni í landi sem er í senn sérstætt og gjöfult á náttúrugæðin. Hvert tóítarbrot á eyðijörðum fram til dala biður mig að taka upp baróttu þó sem horfna kyn- slpðin háði til leiksloka, og mér finnst ég minni maður ef ég hlýði ekki kallinu og reyni að láta eitthvað gott af mér leiða. Sem stendur er varðveizla is- lenzkra viðhorfa og menningar mest aðkallandi baráttumál, því bæði land, þjóð og menn- ing verðskuldar betri örlög en þau, að á það verði litið sem fánýta druslu. Og mér finnst það heimskulegt og lítilmann- legt af íslendingum að kasta öllu þessu á glæ og sækjast eftir að verða annars eða þriðja flokks Amerikanar. Fáeinir munu kannski geta komið fótum milli stafs og hurðar inn i ameríska yfir- stétt rneð þvf að selja ísland undir yfirráð Ameríkana. Að vísu hafa þingmenn og ráðherr- ar engan rétt til að selja ís- land; þeir eru ekki eigendur þess, heldur aðeins hjú þfóð- arinnar, sem eiga að vinna á- kveðið verk fyx’ir ákveðið kaup — og mannvirðingu í uppbót, ef þeir reynast vel í sinni stöðu. Ef hjú hafa reynt eða reyna að komast í álnir með því að selja eignir húsbænd- anna hefur þeim hingað til verið kennt að það er ekki ör- uggasta leiðin til auðs og virðingar. Hvaða örlög biðu heiðar- legra . íslendinga undir yfii'ráð- um Bandaríkjamanna geta ís_ lendingar kynnt sér með því að rannsaka kjör þeirra þjóða og þjóðabrota í Norðui- og Suðurameríku sem lent hafa undir raunveruleg yfirráð þeiri'a. Síðast liðin ár hafa líka kennt Islendingum, sem óstjórn heíur þvingað suður á Keflavíkurflugvöll, hvaða hlut- skipti er ætlað íslendingum á landi þcii'ra. Bandaríkjamenn háðu stríð gegn Þjóðverjum og kváðust gera það vegna Þess að Þjóðverjar virtu ekki al- þjóðleg lög, og Kóreustyrjöld- ina hafa Bandarikjamenn rétt- lætt með því að hún væri refsiaðgei'ð til þess að kenna Norðanmönnum í Kóreu að það borgi sig ekki að neyta afls- munar í viðskiptum manna og þjóða. Síðan Bandaríkjamenn keyptu af Bretum herfang- þeirra, ísland, og flestir alþing- ismenn samþykktu snemma á júlímorgni.1941 að látast biðja Bandaríkjamenn um hei'vemd, — meðan bandarisk herskip brunuðu inn fyrir Reykjanes með landgöngulið — höfum við haft mörg tækifæri til að kynn- ast al'.rækilega innra manni þeirra og hin gömlu sannindi íslendinga að misjafn sauður sé í mörgu fé hafa ekki síður átt við Amei'íkanana en sauð- ina. Klestir rnunu hafa verið beztp grey inni við beinið — sem maður getur varla annað en aumkvað, því fyrir velf'est- um þeirra mun það jafngilda því að vera hér á landi og fyrir nútíma Islending að vera settur niður á norðurströndum Grænlands, enda er lika klifað á þvi í bandarískum blöðum, að aðeins hraustasta fólk geti varðveitt andlega og likamlega heilsu s.'na um nokkurra vikna skeið hér á Reykjanesskagan- um! íslendingar hafa byggt þetta land í meir en þúsund ár, og nú er svo komið .að meira en helmingur þjóðarinn- ar mun búa á suðvesturhluta landsins, vegna þess að þeir Ylöjundur þessarar greinar er íídanskiir maður, sem dvalizt hefur hér á landi um 14 ára skeið. Áður en liann fluttist hingað vann hann að landbúnaðarstörfum á Jótlandi, en hér hefur hann lagt á margt gjörva hönd, m.a. unnið á Keflavíkurflugvelli, en jafnframt aö því að koma sér upp búi. Er hann nú kominn vel á veg meö að hefja búskap að nýju á eyöibýlinu á Kleif á Árskógsströnd í Eyja- fjarðarsýslu. Kessi grein er ekki sízt athygl- *- isverð fyrir. það aö hún lýsir vel íslenzkri ættjarðarást og þjóðarstolti, og mættu margír ís- lendingar taka sér þennan erlenda mann' til fyrirmyndar á þessum síðustu tímum. álíta að hér sé bezt undir bú, en landið, útnesjarosi og sum- arblíða, geri öllum jafnt undir höfði. Það er því mikill munur á þeim sjónarmiðum: að landið sé útlagaey, þar sem enginn muni lifa af fi'jálsum vilja og hinu: að landið bjóði hverjum atorkumanni viðfangsefni, hverjum gáfumanni rannsókn- areíni, baráttumanninum rok og brim, óþurrkasumur og vetrarhörkur að Þreyta fang- brögð við, og heiðríka fegurð milli stríða sumars og vetrar svo óendanlega, að manni finnst það skipta litlu málii hver örlög manns veröa, e£ hann aðeins megi ganga fram í fylkingarbrjósti ■ til að verja þann arf sem hinar horfnu r m kynslóðir hafa latið honum x té, og til sóknar fyrir framtíð lands og þjóðar. Hinsvegar er þjóðarblanda sem að mestu á uppruna í landi er að miklu leyti liggur í hitabeltisloftslagi. Hér bjó þjóð af keltneskum og norrænum uppruna. Landið byggðist í sóknarlotu víkinga- aldarinnar. Fremstu vígstöðv- ai'nar i Mai'k'.andi og Græn- landi gátu ekki haldizt í byggð með norrænum búskaparhátt- um og menningu, svo að þeir tóku upp háttu Eskimóa. Hér stóð í járnum. íslendingar urðu að láta undan siga þegar illa áraði, en sóttu fi'am þegar tækifæri bauðst. Margan brast hug og dug til sóknar og vai-n- ar, og til að minnka smán sína gripu beir til þess ráðs að telja sér og öðrum trú um að landið væri óbyggjandi og það værl heimska ein að trúa og starfa fyrir það að land og þjóð ættu sér framtíð, og höfðu frammi mjög margbreytilega andstöðu gegn þeim sem báru traust til lands og þjóðar og vild-u land byggja. Þessum mönnum fellur það jafnvel í geð að vera hús- karlar hernámsliðs og það er írjálsbomum mönnum mikil kvöl .að vei'a undirgefnir lítil- mennum. Hinir fyrrnefndu hafa gengið valdamönnum i Bandaríkjunum á hönd og verja hernámið og framkvæmd þess og taka í hvivetna málstað hernámsliðsins ef í odda skei-st milli íslendinga og Amei'ikana, og því miður oft með íurðu góðum árangri, því íslending- um mun allflestum vera ókunn- ugt hvernig nútíma áróður og undirróður er soðinn saman úr lygi og sannleika í áróðurs- skrifstofum stórveldanna og hvemig' honum er beitt. Þess vegna hafa íslendingar ekki veitt því næga eftirtekt hyern- ig ísland er orðið amerískt leppríki og 'herstöð, og sem er á marga lund að verða auð- virðileg eftii'líking á því ame- ríska, sem hverjum heiðarleg- um Ameríkana þykir litið til koma í heimalandi sínu. En Is- land og íslenzka þjóðin verð- skuidar betri öi'lög, og þess vegna Þarf hver íslendingur sem nokkuð er í spunnið, að gera Það upp við sjálfan sig hvort "hann vill vera íslending- ur eða annars eða þriðja flokks Ameríkani. Viljir þú vera hið síðarnefnda þá áttu iað lýsa því yfir svo skorinort að enginn geti villzt á lit þínum, því þá muntu að lokum uppskera me'ri virðingu, bæði hjá heri'a- þjóðinni og íslendingum, held- ur en sá sem alltaf er með ís- Framhald á 11. síðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.