Prentarinn


Prentarinn - 01.06.1956, Qupperneq 1

Prentarinn - 01.06.1956, Qupperneq 1
Prentarinn 34. árgangur, 3.—4. tölublað, júní■—júlí 1936. BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS Ritstjórn: Árni Guðlaugsson, Sigurður Eyjólfsson. Nýr kjarasomningur. Samningur H. í. P. við prentsmiðjueigendur, sem gerður var 31. maí 1955, færði prentarastéttinni mikils verðar kjarabætur í hækkuðu kaupi til við- bótar þeim kauphækkunum, sem stéttin hafði fengið frá 1. maí í lok verkfallsins mikla. Fallizt var á kaupkröfur félagsins óskertar fyrir flesta launa- flokkana. Samningur þessi var þó samþykktur með litlum meiri hluta á fjölmennum félagsfundi, og gat það naumast stafað af öðru en að félagsmönn- um þætti of lítið hafa þokazt í áttina um aukningu laugardagsfríanna, en það voru tveir hálfir laugar- dagar í maímánuði, sem þá bættust við. Sú varð og raunin á, er stjórn H. I. P. tók að ræða við trúnaðarmenn sína í prentsmiðjunum nú í vor um uppsögn samninga, að úr öllum prent- smiðjunum, sem fulltrúa áttu á þeim fundi, komu fram óskir um samningsuppsögn, til þess fyrst og fremst að freista að ná fram aukningu á laugar- dagsfríum. Er enginn vafi á, að bann prentsmiðju- eigenda við því, að menn fengju að vinna af sér hálfa laugardagana þann tíma árs, sem þeir voru unnir allir, hefir mjög ýtt undir þessar óskir. Stjórn og trúnaðarmönnum var vel ljóst, að ekki yrði áhlaupaverk að ná fram verulegri aukningu á laugardagsfríunum eins og nú er háttað um vinnu í prentsmiðjunum, og töldu heppilegast til árang- urs, að ekki væri samtímis farið fram á aðrar breytingar, en reynt að einbeita sér að því að þoka þessu mikla áhugamáli stéttarinnar áleiðis eftir föngum. Félagsfundur féllst og á þessa málsmeð- ferð, og var samningnum sagt upp og óskað þeirrar breytingar einnar, að vinnu skyldi hætt á hádegi alla þá laugardaga, sem áður voru unnir allir. Prentsmiðjueigendur svöruðu á þann veg, að þeir sæju sér ekki fært að verða við þessari kröfu, enda væri vinnutími prentara þegar svo skammur, að ekki væri á það bætandi, og svo mikið að gera í iðninni urn þessar mundir, að þegar af þeirri ástæðu væri ekki unnt að stytta vinnutímann meira en orðið væri. Hér bar því mikið á milli, en samningsaðilar urðu ásáttir um að velja hvor um sig tvo menn til þess að ganga úr skugga um, hvort unnt væri að finna samkomulagsgrundvöll án þess að sátta- semjari ríkisins þyrfti að koma til. Héldu þessir samningamenn marga fundi, og þótt lengi virtist ekkert þokast áleiðis, fór svo að lokum, að sam- komulag náðist um tillögur til breytinga, er hvorir tveggja treystust til að mæla með við félög sín. Stjórnir félaganna féllust á þetta samkomulag, og var það síðan samþykkt á fundum beggja félag- anna að kvöldi hins 31. maí. Á fundi H. Í.P. greiddu 118 sveinar því atkvæði, en 42 á móti. 9 stúlkur sögðu já, en 1 nei. Breytingarnar, sem gerðar voru á samningnum, voru þessar: 1. Laugardagsfrí. — Til viðbótar þeim laugardags- fríum, sem áður hafa verið, samdist nú um 6—7 hálfa laugardaga, þ. e. aprílmánuð allan og síðari helming septembermánaðar. Er nú frí hálfa laugardaga í apríl, maí og september og alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. 2. Grunn\aupshœWim. — Grunnkaup í öllum launaflokkum sveina og stúlkna hækkaði um sem næst 3%. Nemakaupið hækkaði svo að sjálf- sögðu í hlutfalli við kauphækkun sveina. PRENTARINN 9

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.