Prentarinn - 01.06.1956, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.06.1956, Blaðsíða 6
Óskar vann um tíma í Prentsmiðju Hafnarfjarðar og um tveggja ára skeið á vélaverkstæði, við logsuðu- störf. Þá sneri hann sér aftur að sinni gömlu iðn og vann í Félagsprentsmiðjunni síðustu 8 mán- uðina, frá 8. september 1955 til dauðadags. Kristján Isa^sson. Vinnutími vélsetjara er of langur. Eftir tilkomu vélsetningar hér á landi var í kaup- og kjarasamningi ákveðinn nokkur launamismunur með vélsetjurum annars vegar og setjurum og prenturum hins vegar. Var það hugsað meðal ann- ars sem uppbót fyrir það, að vinna vélsetjara væri erfiðari og slitfrekari en annarra, sem að prent- iðnaði störfuðu. Samkvæmt síðustu samningum milli viðkomandi aðila er þessi launamunur nú 33 krónur á grunnkaupi. An þess að gera nákvæma útreikninga um það, hvað hann ætti að vera nú, er óhætt að fullyrða, að það sé að minnsta kosti þreföld sú upphæð, ef rétt hlutföll ættu að haldast. En undanfarin ár hefir verið unnið markvisst að því að afnema þetta launabrl, og hefir nokkur hluti prentarastéttarinnar átt drjúgan þátt í því. Afleið- ingin er öllum kunn. Launabilið hefir smáminnkað frá ári til árs, og í reyndinni er það sums staðar alveg úr sögunni. Þannig hafa slituppbætur vél- setjara rýrnað niður í svo að segja ekki neitt jafn- hliða því, sem vinna þeirra hefir versnað vegna aukins álags og í sumum tilfellum misnotkunar á setningarvélum. Þess má nú líka sjá augljós merki, að vélsetning er ekki lengur eftirsótt eins og hún var þó áður. Það ætti því að vera orðið tímabært fyrir Hið íslenzka prentarafélag að fara að endurskoða gang þessara mála með tilliti til þess að fá hlut vélsetjara réttan að nokkru. Að öðrum kosti er hætt við að þróunin þokist í þá átt, að erfitt reynist að fá menn til að stunda vélsetningu. Óhlutdrægir menn viðurkenna almennt, að starf vélsetjarans sé erfið- ara en önnur störf prentiðnaðarins. Þeir hafa verið sviptir að mestu þeirri viðurkenningu, sem þeir upphaflega hlutu, og sennilega yrði erfitt að endur- heimta hana í sömu mynt. I stað þess ætti að liggja beinast við að snúa sér að því að fá vinnu- tíma vélsetjara styttan, með því öðluðust þeir raun- hæfastar uppbætur fyrir strit sitt. I nágrannalöndunum hefir víðast verið farið inn á þá braut, að stytta vinnutíma vélsetjara umfram vinnutíma í öðrum greinum prentiðnaðarins, og þá sérstaklega þeirra, sem skipta vöktum. I Dan- mörku er hann að vísu enn þá sá sami og hér, en þar er þegar unnið markvisst að því, að fá breyt- ingar í þessa átt. I Noregi og Belgíu er vinnutími vélsetjara 45 stundir á viku. I Englandi er dag- vaktatími vélsetjara 40 stundir á viku, kvöld- og næturvaktir 37 og niður í 35 stundir. I Hollandi er vinnutíminn að nokkru leyti kominn niður í 36 stundir, og í Irlandi er hann 40 stundir hjá þeim, sem við dagblöð vinna. I Sviss hafa vél- setjarar 44 stunda vinnuviku og í Austurríki 39 stundir við blaðavinnu. Það getur því ekki talizt ótímabært, að farið sé að gera athuganir með þessi mál hjá okkur, þó ekki sé nema til samræmingar við það, sem tíðkast hjá grannþjóðunum. Aukin tækni í prentiðnaðinum hefir að sumu leyti orðið til léttis og hagræðis fyrir ýmsa starfs- krafta hans, að vélsetjurum þó undanskildum, þeir verða svo að segja að snúast með vélunum og knýja þær áfram. Óeðlilegt taugastrit og ört hnign- andi starfsorka er farin að segja til sín hjá vélsetjur- um og á eftir að gera það betur á næstu árum. Þeir eru á engan hátt þess umkomnir að bæta sér það upp með þrjátíu og þremur skjalfestum pappírs- krónum. Vélsetjarar fá tæpast hlut sinn réttan úr því sem komið er nema með styttum vinnutíma. Þeir þurfa að búa sig undir, að sameinast um þá sanngjörnu kröfu, að vinnutími þeirra verði miðaður við 7 stunda dagvaktir og styttingu á öðrum vinnutíma- bilum í samræmi við það. 1. des. 1955. Á. c. f---------------------------------------------' Tilkynning. Hér mcð er enn vakjn athygli á þvi, að sam\vœmt orlojslögunum og jundarsam- þytytum er meðlimum H. I. P. með öllu óheimilt að vinna að prentstörjum i sumar- leyji sínu. Einnig er öll aukavinna bönnuð á laugardögum á tímabilinu jrá 1. apríl til septemberlo\a. Stjórn H. í. P. >_____________________________________________> 14 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.