Prentarinn - 01.06.1956, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.06.1956, Blaðsíða 5
til prentunar. Þessu til viðbótar bætist sú staðreynd, að enginn íslenzkur prentári hefir kynnt sér sér- staklega meðferð þessara véla. Hér er sem sé um að ræða lélegan vélakost, nauman tíma og ef til vill ónóga þekkingu hvað prentun snertir. Hins vegar er sú hliðin, sem að setningunni snýr. Arnbjörn telur, að vandasamara sé að vera góður prentari en góður setjari. Þetta finnst mér vera afar grunnfærnisleg skoðun, enda dregur Arnbjörn setjara engu síður til ábyrgðar en prentara, og það er rétt, því vissulega hefir uppsetning og leturval prentgripa ekki minni þýðingu fyrir augað en litur og prentun. Hvað setningu dagblaðanna snertir verður að vísu ekki kennt um lélegum vélakosti því sem miður fer. Þar kemur annað til greina, og á það jafnt við um öll blöðin. Ekki skal borið á móti því, að í mörgu mætti betur gera hvað snertir fyrirkomulag auglýsinga, leturval og staðsetningu fyrirsagna. En nú er bara ekki því að heilsa að setjarinn ráði þessu í einu og öllu; það er t. d. afar sjaldan, að setjari ráði staðsetningu og letur- gerð fyrirsagna. Það ákveður blaðamaðurinn og miðar þá við frétta- eða áróðursgildi viðkomandi greinar. Þeir eru heldur ekki ófáir auglýsendurnir, sem sjálfir vilja ráða gerð auglýsinga sinna og hugsa þá ef til vill aðeins um það eitt, að hafa nógu sterk letur og nýta sem bezt hinn keypta flöt. Hinar auglýsingarnar verður setjarinn oftast að byggja upp í huganum áður eða um leið og hann setur hana á vélina. I dagblaðaprentsmiðju hérlendis gefst engum tími til að setjast niður og hugsa málið. Það verður ekki fyrr en blöðin hafa efni á að hafa í þjónustu sinni mann, sem sérstaklega hefir það verkefni með höndum, að skipuleggja útlit blaðanna, síðu fyrir síðu, eins og Arnbjörn minnist réttilega á. Þegar menn hafa í höndum dagblað og virða fyrir sér prentun þeirra, setningu og umbrot, þá verða þeir að athuga, að í sambandi við þau gilda allt aðrar vinnuaðferðir en t. d. þegar unnin eru tíma- rit eða vikublöð. Dagblöðin verða að vinnast á einum degi og má þar ekkert út af bera; vinnu- hraði er það eina sem gildir — og það er „svívirð- ing íslenzkrar prentlistar". Páll G. Bjarnason. rÓskar Guðmundsson, prentari. Minningarorð. Oskar heitinn átti eignarhlut í bát og fór í róður að kvöldi 7. júní síðastliðinn. Hann kom ekki lifandi aftur úr þeirri ferð. Það er alltaf sárt að sjá á bak góðum vini og félaga í fullu fjöri og í blóma lífsins. En sárast finnum við þó til með ungu konunni hans og litlu dætrunum tveim, for- eldrum og öðrum nánustu ástvinum. — Megi sú blessun, sem felst í því að hafa átt góðan dreng, milda sárasta harminn. Oskar var maður vel af guði gerður. Hár meðal- maður á vöxt og grannur, ljós yfirlitum og fríður sýnum. Svipurinn hreinn. Greindur vel og skemmt- inn og hverjum manni glaðari í vinahóp. Fram- koman hispurslaus og aðlaðandi. Hann var hrein- skilinn og ákveðinn í skoðunum, og ætíð málsvari þeirra manna, sem halloka fóru í lífsbaráttunni. Það er ávallt gott að minnast slíkra manna, og enn þá betra að hafa átt þá fyrir vini og félaga. Félagar hans og vinir úr prentarastéttinni þakka honum nú að síðustu allar góðu minningarnar og senda öllum ástvinum hans innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi þeim minninguna um góðan dreng. Óskar Guðmundsson var fæddur í Reykjavík 21. ágúst 1930. Fluttist með eftirlifandi foreldrum sín- um Önnu G. Bjarnadóttur og Guðmundi Jónssyni norður í Húnavatnssýslu um tíu ára aldur. Þar dvaldist hann til fermingaraldurs, en fluttist þá aftur suður til Reykjavíkur, til afa síns og ömmu og bjó hjá þeim þar til hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Auði Sigurhansdóttur, 26. sept. 1951. Óskar hóf nám í Steindórsprenti 1. júní 1946 og lauk þar námi með góðri 1. einkunn. A atvinnuleysistímabili, sem gekk yfir nokkru eftir að hann varð útlærður, varð hann að breyta um vinnu eins og fleiri ungir menn þá í stéttinni. Fékkst hann þá við ýmisleg störf Stundaði m. a. vertíðarstörf suður með sjó. PRENTARINN 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.