Prentarinn - 01.06.1956, Síða 7
Stuttleg saga prentlistarinnar.
(Frh.)
Með eyðilagningu Mainzar hafði Gutenberg ratað
í mjög bág kjör; þungar áhyggjur munu þá hafa
setzt að hinum margreynda manni, enda þótt hann
hafi að líkindum haldið sér 'hlutlausum í kjör-
deilunni. Um þessar mundir var það, að Adolf
erkibiskup tók hinn aldurhnigna mann að sér og
gerði hann 18. dag janúarmánaðar árið 1465 að
hirðþjóni sínum „sökum þeirrar þjónustu, er vor
kæri, trúi Jóhann Gutenberg hefir veitt og mun
1 framtíðinni veita oss og umdæmi voru“. Sem
slíkur taldist Gutenberg til stéttar aðalsmanna, var
undanþeginn allri eiginlegri þjónustu og naut
verndar gegn hvers konar „lögtaki likams og eigna“
af hendi skuldheimtumanna sinna. Enn fremur
hafði hann rétt til frjáls innflutnings á víni handa
sér og kröfu til eins hirðbúnings árlega, tuttugu
ámna af korni og tveggja af víni. Þar með var höf-
undi stílletrunarinnar, sem uppfundning hans hefir
auðgað eftirkomendur hans um ótal milljóna, að
minnsta kosti borgið frá ýtrustu neyð. Adolf hafði
aðsetur sitt í Eltville, því að honum þótti ekki allt
sem tryggast í Mainz, og í Eltville, tveggja stunda
veg forstreymis frá Mainz, þar sem Friele bróðir
Gutenbergs hafði búið ásamt fjölskyldu sinni,
bjuggu einnig frændur uppfinnandans, Mainzar-
mennirnir Heinrich og Nikolaus Bechtermúnze. I
Rínarþorpi þessu virðist Gutenberg hafa eytt síðustu
dögum æfi sinnar, enda þótt hann hafi ef til vill
líka haft fastan búst^ð framvegis í Mainz. Að
minnsta kosti voru Katholikonstílarnir sendir til
Eltville og notaðir þar ti! prentunar af braxSrunum
Bechtermúnze, ef til vill með umsjá Gutenbergs.
Merkur fornmenntastefnu-rithöfundur frá Elsasz,
Wimpheiing, sem hafði náin kynni af Mainz, skýrði
árið 1508 svo frá, að „prentlistin væri undir hand-
leiðslu Gutenbergs, er blindur var orðinn sakir elli,
fullkomnuð orðin og framkvæmd með öllu“.
A undan Gutenberg, 13. dag júlímánaðar árið
1467, dó Heinrich, hinn eldri bræðranna Bechter-
múnze, og í lok febrúarmánaðar árið 1468 var hinn
ódauðlegi uppfinnandi hinnar „guðlegu listar" ekki
heldur lengur í tölu lifandi manna. Dánardagur
hans hefir stöðugt verið ókunnur eins og fæðingar-
dagur hans. Legstaður hans á að hafa verið í
Eltville.
Prentverk, er stafi frá Gutenberg sjálfum, hafa
til þessa almennt verið talin: 1. dónatar, 2. afláts-
skjöl, 3. „Askorun kristninnar gegn Tyrkjum", 4.
fjörutíu og tveggja lína biblían1), 5. þrjátíu og sex
lína biblían og 6. Katholikon. Auk þessa eru Guten-
berg með vissu eignaðir þrír prentgripir, er nýlega
hafa fundizt: „Missale speciale“, „Heimsdómur" og
stjörnufræðilegt tímatal fyrir árið 1448.
Upphaflega hefir uppfinnandinn án efa reynt
list sína á smáum prentgripum, og til þess voru
hin latnesku stafrófskver til skólanotkunar, einkum
útdrættir úr málfræði Donatusar, er kenndir voru
í öllum skólum á miðöldunum, hinir svo kölluðu
dónatar, mjög heppilegir. Auk dónatanna má af
smærri prentgripum nefna aflátsskjölin og alþýðu-
kver eitt með titlinum: „Aaskrn kristnnar ggn
Tirkju“. Hið síðar nefnda er rímuð áskorun til
kristninnar, prentuð á níu fjórblöðungsblaðsíður í
tímatalsbroti, að hasla sigurvegurum Miklagarðs
völl og eyða hverju mannsbarni þeirra. Höfundur-
inn, sem lætur nafns síns ógetið, hnýtir þar við
ósk (það er ef til vill hin fyrsta prentaða nýársósk)
um „gott og farsælt nýtt ár“.
En hið fyrsta höfuðverk Gutenbergs og jafnframt
hinn glæsilegasti vitnisburður um list hans fyrir
alla tíma verða jafnan biblíur hans. Bæði fjörutíu
og tveggja lína og þrjátíu og sex lína biblían eru
dagsetningar- og ártals-lausar, og lengi varð ekki
skorið úr deilunni um, hvor þeirra væri eldri, unz
hinar nákvæmu textarannsóknir Dziatzkos leiddu
að lokum í ljós fyrir skömmu, að fjörutíu og tveggja
lína biblían væri eldri, en þrjátíu og sex lína biblían
væri uppprentun eftir henni. Fjörutíu og tveggja
lína biblían varð til á árunum 1453—1456; er hún
tveir tvíblöðungar með samtals 641 blaði tvídálka
og var að nokkru leyti prentuð á bókfell, en að
nokkru á pappír. Af bókfellseintökunum (með
skrautlega máluðum forstöfum og gullskrúði) eru
enn til tíu og tuttugu og eitt af pappírseintökunum
í ýmsum bókasöfnunt í Þýzkalandi og útlöndum.
Eru þær nú að meðaltali 100 000—120 000 marka
virði eintakið.2) Þrjátíu og sex lína biblían, sem
áður var af flestum álitin eldri, er 881 blað eða
1762 blaðsíður tvídálka og til í níu eintökum,
sumum ófullkomnum.
Síðasta stórprentun Gutenbergs, er hann lauk
við árið 1460, var Katholikon (latnesk orðabók
ásamt málfræði eftir förumunkinn Johannes Balbus
frá Genúa), þétt prentaður tvíblöðungur, er var
1) Sjá athugasemd á 32. bls. 33. árg.
2) Hjá Inselverlag í Lcipzig er árið 1912 komin út nákvæm
cftirlíking fjörutíu og tvcggja lína biblíunnar, gcfin út af
dr. Schwenkc leyndarráði eftir bókfellseintaki Berlínar, og kostar
800 mörk.
PRENTARINN 15