Nýi tíminn - 10.06.1954, Qupperneq 9
Fimmtudagur 10. júní 1954 — NÝI TÍMINN — (9
Fyrsia grein
I Evrópu landsunnanveðri
er það land sem Snorri nefndi
þessu nafni, eins og flestir
íslendingar vita af sjálfum
sér nema fyrrverandi utan-
ríkisráðherra vor. Landfræði-
þekking hans náði aldrei svo
langt, eða entist honum að
minnsta kosti ekki til neinna
friðsamlegra skipta við þetta
land. Verður þessum islenzka
„Bolgara brenni“ þó varla
legið á háls? fyrir slíkt lítil-
ræði, úr því honum þótti ekki
taka því að vita um tilvist
hins sínlenzka lýðveMis, þar
sem Maó, skáidbróðir Snorra,
stýrir með giftu fjölmennustu
þjóð heimsins í einu víðlend-
asta og auðugasta ríki jarð-
arinnar, enda er þessi elzta
menningarþjóð heimsins ekki
nema fjórði hluti mannkyns-
ins. Hitj; mvndi fremur orka
tvímælis hversu ráðherra sá
tæði sínum eígin þjóðbræðr-
um með þessum óg öðrum
ofsa þann tíma sem honúm
hélst uppi að þykjast vera
málsvari Islands gagnvart
öðrum löndum.
Frægð landa verður einkum
með tvennum hætti, af nátt-
úru sinni sérkennilegri eða
ágætum mönnum er þau
byggja, miklum herkonungum
eða góðum skáldum. ísland
var framan af sögu sinni land
Heklu. Nú er það einkum land
Snorra Sturlusonar og Hall-
dórs Kiljans Laxness í vitund
heimsins. Grikkland er land
Alexanders mikla, Hómers,
Ólymps og Spartverja þann
dag í dag. Góðfúsir lesendur
geta bætt við þetta ýmsum
glöggum dæmum sjálfir. Eg
læt mér nægja að játa hrein-
skilnislega að ég man ekki til
að ég vissi neitt sérstakt um
það land sem kallað var kon-
ungsríkið Búlgaría fyrr en
haustið 1933 þegar ókunnur
prentari sem talinn var ban-
vænn hlekkjafangi í mestu
dýflissu heimsins brá á það
þvílíkum ljóma að frægð þess
mun geymast um aldir þótt
það hyrfi sjálft af yfirborði
jarðarinnar en saga þess
gleymdist önnur.
Þessi maður var Georgí
Dímítroff. Og öllum heimin-
um varð ljóst. að einungis
þjóð með mikilúðlega sögu að
baki gat hafa skapað þvílíkan
afbragðsmann. Dímítroff var
sonur lands sem- átti sér langa
kúgunarsögu undir framandi
oki, sögu ævarandi frelsisbar-
áttu. Sjálfur hafði hann öðl-
ast þroska sinn í baráttu
verkalýðsins fvrir frelsis- og
réttlætishugsjón sinni, hinum
vísindalega sósíalisma.
Dímítroff stóð frammi fyr-
ir Hermanni Göring í réttar-
salnum í Leipzig af slíkri ein-
urð og ósveigjanleik að segja
má með miklum sannindum,
að það hafi verið hann flest-
um einstakliggum framar sem
sendi Göring og félaga hans í
dauðann sem dæmda striðs-
glæpamenn í Núrnberg. Víst
er að enginn heilvita maður
lét sér detta í hug að Göring
væri öðrum mönuum meiri eða
að nazistar væru nokkur of-
urmenni eftir að Dímítroff
hafði ögrað Göring svo í hans
eigin dómsal, studdum eigin
blóðhundum á alla vegu, að
„ofurmennið" æddi um froðu-
fellandi af magnstola bræði.
Ýmsir lesendur minir muna
kannske ekki lengur hver
Hermann Göring var um þess-
ar mundir í augum heimsins
og óskadraumum afturhalds-
ins. Hann var hinn almáttugi
forsætisráðherra Prússlands,
hægri hönd Adólfs Hitlers,
þessa nýja guðs Evrópuauð-
valdsins sem ætlaði að fara
að leggjast banaleguna, þegar
hann kom tO skjalanna. Svo
mikinn átrúnað höfðu auð-
valdsseggir hvarvetna á Hitl-
er að jafnvel íslenzkir emb-
ættismenn tóku ofan af þilinu
myndina af Bísmark og settu
myndina af Hitler í staðinn.
Og Göring var staðgengill
Hitlers, og jafnvel enn fyrir-
ferðarmeiri í flestum skilningi
en sjálfur foringinn. Hann
byrgði mönnum hálfan sjón-
deildarhringinn, þeir sáu ekki
fyrir honum sólina í hádegis-
stað. Þetta afl svínbeygði
Dímítroff svo eftirminnilega,
að leigudómarar Görings urðu
þéirri stundu fegnastir þegar
þeir gátu sýknað hann og
sent hann úr landi, — hetj-
una frá Leipzig.
Síðan fór Dímítroff að smíða
samfylkinguna gegn hættu fas
ismans. Árangurinn sem náð-
ist varð sá að leggja þýzka og
ítalska fasismann að velli og
alla leppa og bandamenn
þeirra í Evrópu nema á Spáni.
Sjálfur stjórnaði Dímítroff
frelsun síns eigin lands undan
oki innlends og þýzks fas-
isma.
Hver var saga Búlgaríu
fyrir þann tíma, og hvernig
hefur landinu og þjóðinni
vegnað síðan?
I.
Búlgaría er fremur fjöllótt
land syðst á Balkanskaga.
Norðan að því er Rúmenía og
skiptir Dóná löndum hið efra,
að vestan er Júgóslavía (Ser-
bía), en Grikkland (Makedón-
ía) og Tyrkland að sunnan;
að austan liggur Búlgaría að
Svartahafi. Búlgaría taldi sig
löngum eiga tilkall til þrætu-
landa í Makedóníu og einnig
í Dóbrúdsja sem er á landa-
mærum Rúmeníu og Búlgaríu.
Um mitt landið sveigja Balk-
anfjöllin beint austur að
Svartahafi. Sléttan norðan
þeirra hallar norður að Dóná
og ofan að hafinu og er mjög
frjósöm víða, en nokkuð þurr-
lend á köflum. Sunnanfjalls
er giljótt hæðaland og mold
sléttunni vestan Balkanfjalla.
Við augum blasa.þaðan jökul-
krýndir fjallatindar. Af öðrum
borgum eru frægastar hafnar-
borgirnar Varna og Búrgas og
iðnaðarborgin Plovdiv. Landið
er á stærð við ísland. Fyrir
stríð var talið að tæpur þriðj-
ungur væri ræktað land. Um
þriðjungur Búlgaríu er vax-
inn skógi, er þar kjörviður
víða.
Helzt er ræktað til mann-
eldis hveiti og maís, fyrir ut-
an allar hugsanlegar tegundir
grænmetis, garðávaxta og ald-
ina. Vínrækt er allmikil og
tóbaksrækt, sykurrófnarækt
og silkiorma. Landið er víð-
frægt fyrir hina miklu rósa-
rækt í suðurhlíðum Balkan-
mikið í jörðu, marmaravinnsla
mikil og leimám.
Framleiðsla landsins var
samkvæmt þe3su aðallega
kornvara, húðir, vefnaður
ýmiskonar, sígarettur, rósa-
safi, kaðlar, ávextir, málmar.
Nú er allt í mikilli framför
og verður vikið nokkuð að
því síðar í þessari grein.
n.
Þjóðin er komin austan úr
heimi á sjöundu öld, talin
skyld Tatörum. Henni tókst
að halda allvíðtæku sjálfstæði
og umráðum yfir drjúgmiklu
landsvæði þar til Tyrkir lögðu
hana undir sig í lok 14. aldar,
nokkrum árum eftir að við
komumst undir yfirráð Dana.
i
GEORGt DIMtTROFF
fjalla. Rósasafi til ilmvatna-
gerðar er mikil útflutnings-
vara. En heima fyrir baða
allar konur í rósum. Og þó
er yndisþokki þeirra án ilm-
vatna ærið yrkisefni góð-
skálda.
Kvikfjárrækt hefur löngum
verið einn helzti atvinnuveg-
ur landsmanna. Búlgarar eru
miklir hestamenn, og eru á-
samt Ungverjum og Kósökk-
um einskonar Skagfirðingar
meginlandsins; sá þykir ekki
maður með raönnum sem á
ekki góðan reiðhest. En
kvenþjóðin hugsar um kýr,
Hún háði margar uppreisnir
gegn Tyrkjum, en ekki sigur-
sælar til langframa fyrr en
árið 1878 er henni tókst að
brjótast undan oki þeirra með
aðstoð Rússa; sbr. samning-
inn í San Stefanó 1878. Landið
fékk aðeins heimastj,, því að
hin kristnu stórveldi Bretland
og Frakkland snerust á sveif
með Tyrkjum á friðarfundin-
um í Berlín 1878 eins og
endranær, ella hefði veldi
þeirra í Evrópu verið með
öllu lokið. Benjamín Dísra-
elí hefur áreiðanlega órðið að
þylja yfir Bísmark og öðru
ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON:
B01GARAIMD
afarfrjósöm, loftslag vætu-
samara og ræktunarskilyrði
öll hin ákjósanlegustu. Ann-
ars er yfirleitt of þurrkasamt
í landinu, þó að úrkoma sé
næg í háf jöllum. Ár eru marg-
ar í landinu og sumar stórar,
svo sem Dóná og Strúma.
Víða er því unnt að ráða fulla
bót á vatnsskorti með áveit-
um. Höfuðborgin Sofía stend-
ur á mjög fögrum stað á há-
kindur og geitur. Súrmjólkin
góða, júgúrt, var miklu vin-
sælli utan lands og innan
heldur en hin þýzka leppkon-
ungsætt af Kóbúrgkyni.
Landið er auðugt að málm-
um hverskonar og kolum. Þó
var sagt að eigi væri numinn
þar nema surtarbrandur fyrir
stríð. Þessir málmar eru
lielztir: járn, blý, gúll, silfur,
mangan, og kopar. Salt er
stórmenni vísu Jónasar Hall-
grímssonar: „Og jæja! —
það er heldur hart, hvernig
útreið að Tyrkinn fær; það
er mannhatur mestan part
— mikið er Rússans grimmd
frábær!“, áður en tekizt hef-
ur að sannfæra þá um að
ekki væri enn kominn tími til
að veita „sjúklingi Evrópu"
nábjargirnar. Rússar máttu
ekki fyrir nokkurn mun kom-
ast að Miðjarðarhafi, en
skyldi þeim samt heppnast að
ná Sæviðarsundi, slógu Bret-
ar til vanar og vara eign
sinni á Kípur og munu hafa
ætlað að nota hana eins og
spons ef á þyrfti að halda.
Vitaskuld fékk Búlgaría held-
ur engan aðgang að Eyjahafi.
Tyrkjum tókst ekki að festa á
ný yfirráð sín í Búlgaríu, og
árið 1908 sleit hún við þá öllu
sambandi og stofnaði sjálf-
stætt konungsríki. Hún dróst
inn í fyrri heimsstyrjöldina
með Þjóðverjum og missti aft-
ur þau lönd í Makedóníu og
Vestur-Þrakíu sem náðst
höfðu af Tyrkjum í lok stríðs-
ins 1913. Við hlið þýzku naz-
istanna æddi afturhald Búlg-
aríu út í bál seinni heims-
styrjaldarinnar, en varð að
gefast upp skilyrðislaust
haustið 1944.
ni.
Ekki endist mér fróðleikur
til að segja neitt að gagni
um forsögu Búlgara né um
samhengið í menningu þeirra.
Talið er að þeir sér túransk-
ir að langfeðgatali, ekki
fjarskyldir Avörum og Hún-
um, og muni þeir hafa leitað
vestur á bóginn í slóð hinna
síðarnefndu. Ríki eru þeir
sagðir hafa stofnað á gresj-
unum milli Volgu og Ural-
fjalla á fjórðu öld; síðan
greind:st ætt Búlgara í tvenrit,
lenti annar hlutinn suður á
bóginn undir va!d Tyrkja, en
hinn þokaðist vestur yfir Sví-
þjóð hina köldu, út með
Svartahafi, yíir Vanakvísl og
loks suður fyrir Dóná alla
leið á Balkanskaga. Eftir lifði
örnefnið Búlgaría mikla eða
svarta, en svo kallaðist um
skeið landið frá ármótum
Kömu o g Volgu suður að
Kaspíahafi vestan Uralfjalla,
út með ströndum Svartahafs
og jafnvel allt að Dóná. Sagt
var að höfuðborg þessa ríkis
Bolgarí, hafi staðið í fylkinu
Kasan á bökkum Dónár og
hafi þar fundizt rúst'r henn-
ar. Nafn Volgu er talið dreg-
ið af nafni Búlgara. Ekki er
mér kunnugt hvað annað
kann nú að leynast af tungu
þeirra né hvar. Hitt er víst
að fyrir Búlgörum fór eins og
mörgum öðrum sigurvegurum
fyrr og síðar, að þeir gáfu
hinum sigruðu frumbyggjum
landsins nafn sitt og settu
svipmót sitt á stjómarfar
þess og fólk er tímar liðu,
en niðjar þeirra tóku að mæla
á þá slavnesku tungu sem er
formóðir búlgörsku nútímans.
Þarna munu Búlgarar hafa
fengið ágætan vísi að nýrri
menningu, því að S’avar þeir
sem byggðu landið áður voru
friðmenn miklir, án höfðingja
frá öndverðu, og höfðu eigi
annan konung yfir sér en lög-
in, eins og 'komizt var að orði
í lærðu riti um forfeður vora;
ættbálkurinn „pleme" var of-
ar valdi og hagsmunum ein-
staklingsins. Lítið munu hinir
stríðandi Búlgarar hafa mátt
vera að að sinna hinum
fíngerðari þáttum í fari
heimamanna, því svo mik-
ill móður var á þeim
að í þessari lotu sóttu þeir
allt að múrum Mikla-
garðs og til Þessaloníku við
Eyjahaf. Urðu þann;g sjálfir
hinir vo'dueru Miklagarðs-
Framhald á 11. síðu.