Nýi tíminn - 09.09.1954, Blaðsíða 1
USSIÐ
grein Argusar: Hann kaus
frelsið, á 4. síðu.
Fimmtudagur
LESIÐ
„Jean Paul Sartre talar um
Sovétríkiu og frelsið“ á 5.
síðu.
9. september 1954 — 14. árgangur — 29. tölubi.
S.l. mánud. var tilkynnt í Teher-
an að allmargir foringjar í land-
her og flugher írans hefðu verið
handteknir, sakaðir um andstöðu
við stjórn Sahedis hershöfðingja.
í síðustu viku voru um 250
manns handteknir í landinu fyrir
sömu sakir.
í „kosn6á liennar er ekki reiknað
™ togaranefndin taldi stórfellda
með neinnm kjarabótum ti! sjómanna Casiries Sát-
kanphækkun óhjákvæmilega ímm Saus
Togaranefndin komst að þeirri niðurstöðu að það
væri algert lágmark að kaupgreiðslur til meðalskips-
hafnar á togurum hækkuðu um 300.000 kr. á ári,
eða um 10—12.000 kr. á hvern skipverja — og er
sú tillaga langt frá því að vera fullnægjandi. Ríkis-
stjórnin hefur samt haít þeíta álit togaranefndarinn-
ar að engu, og ekki gert neinar ráðstafanir til þess
að tryggja samninga við sjómenn um bætt kjör. Virð-
ast stjórnarflokkarnir láta sér í léttu rúmi liggja
þótí nú komi til stórfelldrar togarastöðvunar á nýjan
leik.
Allir vita að örðugleikar tog-
araútgerðarinnar stöfuðu ekki
aðeins af taprekstri, heldur ekki
síður af hinu að kjör sjómanna
voru orðin svo léleg að sjó-
menn gengu í land til annarra
starfa. Jafnvel þeir útgerðar-
menn, sem fastast hafa bar-
izt gegn réttarbótum sjómanna,
hafa nú neyðzt til að viður-
kenna að ekki kæmi annað til
mála en að hækka kaup sjó-
manna mjög verulega, til þess
að fá góða menn á skipin. Tog-
aranefndin gerði sér einnig
ljóst að hún ^rði að fjalla um
þetta stórfellda vandamál. Eins
og sagt hefur verið frá opinberl.
áætlaði hún að tekjur togara
þyrft.u að hækka um 950.000
kr. á ári, en af .þeirri upphæð
taldi. húr. að 300.ÖOO kr. yrðu
að renna ti! skipshafnarinnar
sem hækkað árskaup, eða 10-12
Nehru leia til
. Kfina
Nehru tiikynnti þinginu í
Delhi nýi. áð liann hefði
þeklczt boö alþýðustjórnar Kína
um ,að heimsækja hana. Búizt
er við að liann leggi upp í ferð-
ina innan sex vikna.
Sjá grein Argusar á 4. síðu.
þús. kr. á mann. Þótt þessi til-
laga togaranefndarinnar sé alls
ekki fullnægjandi, sýnir hún
þó hversu óhjákvæmilegar eru
stórfelldar kjarabætur og að
þeim verður ekki mótmælt með
neinum rökum.
'fc Öll „lausnin"
hrekkur ekki!
En ríkisstjórnin hefur ekki
hlustað á þessar staðreyndir og
ekkert gert til að tryggja
samninga við sjómannafélögin
me'5 hinni alræmdu ,,lausn“
sinni. Þótt tekin væri öll sú
upphæð sem ,,lausn“ ríkis-
stjórnarinnar felur í sér og
henni varið til að mæta beinni
óhjákvæmilegri kauphækkun,
myndi hún ekki nægja til þess,
miðað við ársrekstur á skipun-
um. Vegna þess að þessi mikil-
vægi þáttur er algerlega hunz-
aður af stjórnarvö'dunufn er
nú svo komið að sjómannafé-
lögin bú.a sig almennt undir
vinnustöðvun, og er því viðbú-
ið að innar. skamms verði allur
togaraflotinn bundinn á nýjan
leik, ofan á 2-3 mánaða stöðv-
un í sumar, miðað við venjuleg
vinnubrögð stjórnarflokkanna í
kjaradeilum.
Frjálslyndi flokkurinn í Jap-
an, sem fer með stjórn í land-
inu, er nú að athuga skýrslu
frá utanríkismálanefnd sinni,
þar sem lagt er ti' að Japan
viðurkenni kínversku alþýðu-
stjórnina sem lögmæta stjórn
Kína í stað stjórnar Sjangs
Kajséks.
Nefndin hafði þann fyrirvara
á, að ekki gæti orðið úr þessu,
meðan Japan væri eins háð
Bandaríkjunum og það er nú.
Hins vegar lilyti að því að
koma, ef Japan vildi verða óháð
í efnahagslegu tilliti, að það
tæki upp stjórnmála- og við-
skiptasamband við Peking og
Moskva.
Frantisék Schlégl og Kristinn Guðmundsson undirrita
viðskipta- og greiðslusamninginn milli íslands og
Tékkóslóvakíu.
Christian de Castries, franski
hershöfðinginn, sem tekinn var
höndum í Dienbienphu, var lát-
inn laus s.l. mánudag og kom í
gær til Hanoi. Hann mun koma
við í Saigon á leiðinni til Frakk-
lands.
Nýr íslenzkur rithöfundur hef-
ur bætzt í hóp þeirra, sem feng-
ið liafa verk sín gefin út á
dönsku. Er það Jóhannes Birki-
land. Sjálfsævisaga lians, Harm-
saga ævi minnar, kom út í Dan-
mörku í þessari viku og nefnist
Mit livs tragedie. Útgefandi er
höfundurinn.
Áœflao oS viSskipt! miíii landanna aukisf
verulega frá því sem venS hefur
Nýl. var undirritaður hér í Reykjavík nýr viðskipta- og 'son, skrifstofustjóri í viðskipta-
greiðslusamningur milli íslands og' Tékkóslóvakíu og er i málaráðuneytinu, er var for-
gildistimi hans til 31. ágúst 1957. Með samningi þessum er jmaður íslenzku samninganefnd-
áætlað, aö viöskipti milli landanna aukist verulega frá
því sem veriö hefur á undanförnum árum.
Fréttatilkynning’ utanríkis-
ráðuneytisins um undirritun
viðskiptasamningsins er á þessa
leið:
„Hinn 31. ágúst 1954 var
undirritaður í Reykjavík nýr
viðskipta- og greiðslusamningur
milli íslands og Tékkóslóvakíu.
Samningana undirrituðu dr.
Kristinn Guðmundsson, utanrík-
isráðherra, fyrir hönd íslands,
og hr. Frantisék Schlégl, for-
maður tékknesku samninga-
nefndarinnar, fyrir hönd Tékkó
slóvakíu. Gildistími samnings-
ins er til 31. ágúst 1957, en
vörulistar, sem jafnframt var
sainið um, gilda í eitt ár.
Til Tékkóslóvalúu er gert
ráð fyrir sölu á frystum fisk-
flökum, frystri síld, saltsíid,
fiskimjöli og öðrum vörum, svo
sem húðum, skinnum, ull og
itiðursoðnum fiskafurðum, en á
móti er gert ráð fyrir kaupum
þar á ýmsum vörutegundum,
svo sem vefnaðarvörum, járni
og stáli, skófatnaði, bifreiðum,
véliun, ásbesti, gleri og gler-
vörum, sykri, gúmmívörum,
pappírsvörum, rafmagnsvörum
og fl.
Aætlað er, að viðskipti milli
landanna aukist verulega frá
því, sem verið hefur á undan-
förnum áruin.
Samningaviðræður hófust í
Reykjavík hinn 16. ágúst s.l. og
önnuðust þær fyrir íslands
hönd þeir Þórliallur Ásgeirs-
arinnar, dr. Oddur Guðjónsson,
Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri,
Björn Halldórsson, framkvæmd-
arstjóri, Helgi Bergsson, fram-
kvæmdarstjóri, Helgi Þorsteins-
son, framkvæmdarstjóri, Svan-
björn Frímannsson, aðalbókari,
og Stefán Hilmarsson, fulltrúi í
utanríkisráðuneytinu.“
Skipting heimsins í tvær and-
stæðar blakkir óæskileg
— segir Bevan á fundi sósíalista í Japan
Bevan, leiötogi vinstrimanna í brezka Verkamanna-
flokknum, sagði í Toktíó nýl. að skipting heimsins í tvær
andvígar og fjandsamlegar blakkir mundi ekki vera í þágu
mannkyns og velferðar þess.
Bevan talaði á fundi, sem háð
ir flokkar sósíálista í Japan,
höfðu boðað til í einu stærsta
samkomuhúsi Tokíoborgar.
Hann sagði, að höfuðtilgangur
ferðar V erkamannaflokksleið-
toganna til Sovétríkjanna og
Kína hefði vérið sá að auka
skilning milii þjóða Vesturs og
austurs í þVí ákyni að treysta
friðinn í heiminum. Bevan
beindi máli sínu til leiðtoga scsí-
alistaflokkanna japönsku og
sagði þeim, að þeir ættu að I
reyna að sameinast í voldugan
verkalýðsflokk.
Skaðlegar afleiðingar.
Blöð í Bandaríkjunum og víð-
ar halda áfram að ræða um
ferðalag Verkamannaf’okks-
leiðtoganna. Nov/ York T'mes e
ítrekaði í gær, að ferðalag
þeirra hefði verið óviturlegt og
gert af lítilli fyrirhyggju. Þó
væri ástæða til að fagpae því,
að afleiðingar þess hefðu ekki
orðið eir=- skaðlegri.