Nýi tíminn - 09.09.1954, Síða 5
Fimmtudagur 9. september 1954 — NÝI TÍMINN — (5
Einu frægasti heimspekingur og skáld sem nú er uppi í Frakk-
Jandi, -Jeaa Paul Sartre, ferðaðist uin Sovétríkin í vor eð leið. Er
Jiann kom til Parísar aftur átti hann nokkur blaðaviðtöl við Jean
Cedel, franskan biaðamann. Hið fyrsta þcssara \iðtaia var um
„frelsi í Sovétríkjunum‘i, og fcirtist það'hér.
■) ■ / - ■ Í\-: ••'■.].' rtn; ’Vji;.?". .i \.v.:
■ iíí •. 'Sh-i.'y. i -Ivrl Vþ;:!
SARTRE — Þú skalt spyrja
hvern sem er í Sovétríkjun-
um: „Heldur þú að efnahags-
ástandið sé betra nú, 1954 en
1952?“ Og hann mun svara:
„Já“. Og ef þú spyrð hann
þá: „'Er það af því að Stalín
er fallinn frá?“ þá rrjun hann
undrast þessa spurnihgú og
ekki vita hvað þú ert að fara.
Áð mínu áliti haía' áoVétþegn-
ar fullt frelsi til gaghrýni, en
þeir gagnrýna ekki einstaka
menn, heldur verk þeirra. Það
væri alrangt að halda því
fram að sovétborgarar tali
ekki frjálslega um hlutina.
Þeir gagnrýna meira og af
meiri djúphyggni en við.
BEDEL -— Mig langar til að
spyrja þig um takmarkanir
á ferðafrelsi þínu og mögu-
leikana á samskiptum við
sovétborgara, enda þótt þú
kynnir ekkert í tungu þeirra.
SARTRE — Það er alkunn-
ugt að til er heíðbundin leið
sem útlendingar í Sovétríkj-
unum fylgja gjarnan: Mosk-
va, Leníngrað, Grúsía. Að
ráði Ehrenburgs bað ég um
það er ég kom til Sovétríkj-
anna, að heimsækja Úsbekist-
an- í stað Grúsíu. Þar sem ég
er enginn sérfræðingur í
vandamálum iðnaðar og tækni
lagði ég ekki áherzlu á að
kynna mér efnahagsvandamál
Sovétríkjanna. -— „Sérgrein“
mín er menningarmál, og Ehr-
enburg hafði sagt mér að
Úsbekistan væri það lýðveld-
11 ið áem stærst átak héfði gert
í menningarmálum (árið 1914
■ sýndi manntal að 98 af hundr-
aði fólksins voru ólæsir). Frá
Moskvu fór ég til Leníngrað
og dvaldist síðan átta daga
í Tasjkent og Samarkand.
Gert hafði verið ráð fyrir að
ég dveldist mánaðartíma í
Sovétríkjunum, og hinir gest-
risnu Sovétbúar settu mér
engin skilyrði um það hvernig
ég skyldi verja hinum þrjátíu
dögum dvalar minnar. Og er
svo illa tókst til, að ég veikt-
ist meðan ég var þar, þá
báðu þeir mig að vera um
kyrrt á hvíídarheimili í þrjár
vikur til viðbótar þar til ég
yrði fullhraustur á ný. En
mér var ókleift að framlengja
dvöl mína það mikið, þar sem
ég hafði ætlað mér að sitja
friðarþingið í Stokkhólmi.
Alls dvaldist ég í Sovétríkjun-
um frá 26. maí til 24. júní og
af þeim tima var ég rúm-
liggjandi tíu daga í Mosk-
vu.
BEDEL — Það hefur einnig
verið reynsla þrátt fyrir
allt....
SARTRE — Já, vissulega. Ég
tel það einn af mörgum þátt-
um þeirrar reynslu sem ég
varð: fyrir í Sovétríkjunum.
Og ég get bætt því við að
ég naut hinnar ágætustu
lækningar.
BEDEL — Ég var að tala
*' um erfiðleikana af völdum
málsins. Gazt þú talað við
livei’n sem var- og máttir þú
spyrja þeirra spurninga sem
þér þóknaðist?
SARTRE — Tungumálið var
sannarlega erfið hindrun. Það
var þvmær ókleift að skilja
fyllilega meininguna í svör-
um manna jafnvel þótt ég
nvti aðstoðar hins færasta.
■ túiks. En ,þeir reyndu að
hjálpa mér í þessu efni allt
hvað. þeir gátu, eins og þeir
reyndar gera fyrir alla er-
lenda gesti. Þeir létu mig að
vísu ekki fá neinn venjulegan
túlk, lieldur lærðan sérfi'æð-
ing í franskri tungu. Hún
talaði frönsku óaðfinnanlega
og þýddi fljótt og örugglega;
hún var og vel heima í öllu
sem varðaði Frakldand.
Ég vil fyrst taka skýrt fram
að samskipti við fólkið voru
greið, auðveld og hindrana-
laus. Ég man ekki eftir að ég
yrði var við hlédrægni af
þeirra hálfu í eitt einasta
skipti. Ósjaldan hef ég heyrt
blaðamenn, jafnvel þá sem
hlynntir eru Sovétríkjunum,
tala um „óframfæmi" og á
ég þar einkum og sér í lagi
við Lasaréff-hjónin. (Lasar-
éff-hjónin fóru til Sovétríkj-
anna með leikflokki Comedie
Francaise síðastliðið vor og
birtu greinaflokk um förina í :
Párísarblaðinu France Soir, ■
lýsingu á „Sóvétríkjunum ,
undír stjórn Malénkoffs"
gerða eftir grunnfærnum at-
hugunum byggðum á einka-
samtölum). Ég get ekki með
nokkru móti gert mér í hug-
arlund hvernig þau hafa feng-
ið þvíiíkar hugmyndir. Sovét-
borgarar eru geysilega for-
vitnir um allt milli himins og
jarðar, og ég varð hvergi
nokkursstaðar var við hlé-
drægni af þeirra hálfu.
BEDEL — Fannst þú nokk-
ursstaðar merki breytingar ?
Ég á við það sem vestra er_
kallað „tímabil Malénkoffs“.
SARTRE — Já. Þeir slá því
föstu að <breyting hafi átt sér
stað og tala um það mjög
frjálslega. Nú, ég hef lesið
greinar þeirra Lasaréffs, en
engrnn skyldi taka þau alvar-
lega. Þau virðast halda að það
sé nóg að fara til Sovétríkj-
anna, og öðlast þar trúnað
fólks sem telur fyrir þeim
skoðanir sínar, og segja það
síðan álit þeirra að einungis
vegna Malénkoffs sé allt á
betra vegi. Þetta er tvöföld
lygi. I fyrsta lagi: Sovétborg-
arar láta ekki gagnrýni sína
liggja í þagnargildi; í öðru
lagi: þeir hugsa hvorki né
segja að það sé Malénkoff að
þakka að allt gangi betur.
í stað þess munu þeir segja
að hagur manna batni sífellt
vegna þess að stjórnin hafi
gert ráðstafanir til að auka
framleiðslu neyzluvarnings
um leið og í Ijós hafi komið
að of mikil áherzla hafi verið
lögð á þungaiðnaðinn á síð-
ari árum. Ennfremur stuðla
allsherjar verðlækkanir þær
sem orðið hafa að undanförnu
að aukinni velmegun fólksius.
Þetta er allt nokkrar breyt-
< ingar á efnahagslífí landsins,
Þessi mynd var tekin af Sartre í ræðustól á friðarþinginu í 'Vín.
en menn telja þær ekki á á-
byrgð einstakra manna, eins
og við hér í Frakklandi lít-
um á Laniel, Bidault og
Franskur verkamaður mun
segja: „Verkstjórinn er svín“.
Sovétverkamaðurinn mun alls
ekki segja: Forstjóri verk-
smiðjunnar er svín“, heldur
„þessi ráðstöfun er fráleit".
Mendés-France, heldur líta
þeir á þær sem lið í fra.mþró-
un þjóðfélagsins. Stalin var
að vísu virtur mikils, bæði
sem tákn og persónuleiki, sem
fulltrúi heildarinnar.
Menn gagnrýna og meta hlut-
ina samkvæmt hlutlægu gildi
þeirra og þeim aðferðum sem
notaðar eru við lausn vanda-
málanna. Þeir munu til dæm-
is tala um „læknamálin" og
segja: „stjórn okkar hefur
viðurkennt mistök sín“ og
„stjórn okkar var blekkt“.
Þeir munu segja „stjórn okk-
ar“. Ekki að villan hafi ver-
ið leiðrétt með handtöku Ber-
ía. Bería var handtekinn. Þeir
tala um það. En það skiptir
ekki máli í sambandi við
„læknamálin", heldur er
stjórnin sem heild gagnrýnd ef
hún gerir slæmar ráðstafanir,
og henni er hælt er hún stend-
ur fyrir vinsælum fram-
kvæmdum.
BEDEL ■— En hvað kemur þá
til þess að Lasaréff-hjónin
litu öðruvísi á málin ?
Mismunurinn er þessi: franski
verkamaðurinn lætur móðan
mása einhversstaðar á veit-
ingahúsi, en sovétverkamaður-
inn lætur gagnrýni sína i
ljós opinberlega, segjum t.d.
á fundi verkamanna í verk-
smiðjunni, á ráðsfundi eða á
fundi flokksdeildar hans. Oft
er gagnrýni hans hörð, en
alltaf hlutlæg. Og það sem
verkamenn telja sér hag-
kvæmt er hagkvæmt fyrir
alla.
BEDEL — Álítur þú ekki að
nokkur hætta sé fólgin í gagn-
rýni sem einkum beinist gegn
framkvæmdum frekar en ein-
stökum mönnum ?
SARTRE — Jú, að vísu, og
ég held að á eridanum muni
menn komast að raun um að
sá forstjóri sem skipar fyrir
um of margar „fráleitar"
ráðstafanir muni vart talinn
hæfur til starfsins. Sovézk yf-
irvöld treysta hverjum manni
í upphafi, hann verður að
sanna hæfni sína til starfs-
ins, heiðarleik sirn. og hæfni
til að gefa öðrum fordæmi.
Þannig eru tilfinningar manna
og hugsanagangur þar eystra.
Hér í Frakklandi getum við.
ekki verið hlutlausir gagnvart
manni að óreyndu einfaldlega
vegna þess að hann er full-
trúi stjórnarfars eða stéttar.
En þar treysta þeir mönnum
fyrirfram. Ef eitthvað fer úr
skorðum, þá gera þeir í fyrstu
ráð fyrir að það sé ekki vegna
skorts á framkvæmdasemi eða
góðum vilja, heldur að eitt-
hvað hafi ekki verið réttilega
skilið. Manni getur skjátlazt
og hann er gagnrýndur f;>'rir
mistök sín. Það er einungis
síðar þegar villa hans hefur
ekki verið leiðrétt og átök
rísa, að hann er kallaður til
ábyrgðar. En það sem er ó-
venjulegt við þetta er það,
að hver maður má gagnrýna
livað sem honum þóknast' í
stjórnarháttum þeirra. Þeir
munu taka þátt í kappræð-
um og jafnvel hefja þær að
fyrra bragði, ef þeir treysta
þér og hafa ástæðu til að ætia
að gagnrýni þín, beinist ekki
að einstökum manni.
Ef þú segir til dæmis:
„Stjórnarembættismenn ykkar
eru óhæfar“, þá munu menn
ekki skilja þig. En ef þú
segðir: „Ég held varðandi
þetta eða hitt.... þá sé þessi
ráðstöfun tæplega fullnægj-
andi“, þá myndi þeim þykja
það greinilega talað. En það
þýðir þó ekki að þeir fallist
fyrirstöðulaúst á röksemdir
þínar, þáð' þýðir’frekar, það,
að þeir virða það vjð þig að
þú skulir taka þáft. í umræð-
um um hlutlæg vandamál.
Ég ræddi í ótalin skipti við
menntamenn í Sovétríkjunum
um nútíma sovétlist. Ég dro
aldrei dul á þá skoðun mína
að liún væri mér ekki að
skapi. Þetta truflaði þá ekki
hið minnsta, þeir færðust
aldrei undan umræðum, jafn-
vel þegar þeir álitu að ég
hefði rangt fyrir mér, heldur
tóku skoðanir mínar til at-
hugunar, íhuguðu þær og
tóku til greina öll rök mín.
BEDEL — Telur þú að í Sov-
étríkjunum hafi mótazt ný
manngerð ? Fannst þér fólkið
sem þú mættir vera fulltrúar
umskiptatímabils í sögunni?
SARTRE — Það lítur sjálft á
sig sem slíkt. Og vissulega erti
menn þar af annarri gerð,
nýrri, borið saman við menn
liér á Vesturlöndum. Ég skal
reyna að útskýra þetta. Fyrst
og fremst vil ég minnast á
samræmið milli fólksins og
þjóðfélagsumhverfisins. Menn
sjá börnin, tæplega sjö ára
gömul, að leik í unglingabúð-
um. Þau dansa og þau
skemmta sér frammi fyrir
stórri mynd af Stalín. Á aðra
hlið eru myndir af mestu
hetjum andspyrnuhreyfingar-
inriar gegn fasismanum, æsku-
mönnum sem teknir voru af
lífi fyrir að hafa barizt gegn
Þjóðverjum. Á hina hlið sér
maður myndir af söguhetjum
bókar Fadajeffs, „Vörðurinn
ungi“. Menn komast að raun.
um það að þjóðfélagið vemdi
börnin allt frá bernsku, örvi
hug þeirra og ímyndunarafl.
Barn sem elst upp i v' ■ :a-
maniiafjölskyldu, þa’- '--n
báðir foreldrarnir vi ’ún e ‘ V.
utan heimilis, dve' -f * u-v-,a.
heimilum og þ~ rnaleikvölluni
Framh. á 11. síðu.