Nýi tíminn


Nýi tíminn - 09.09.1954, Qupperneq 6

Nýi tíminn - 09.09.1954, Qupperneq 6
6) —- NÝI TlMINN — Fimmtudagur 9. septembber 1954 r NÝI TÍMINN Útgefandi: SameinlngarfloUkur alþýðu — SÓBÍalistaflokkurlnn. Hitstjóri og ábyrgðarmaSur: Ásmundur Sigurðsson Greinar í blaðið sendist til ritstjórans. Adrs: Afgreiðsla Nýja timans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Áskriftargjaid er 30 krónur á ári. Frentsmiðja Þjóðviljans li.f. Géð tíðindi í markaðsmáium Því hefur lengi verið lýst sem einu mesta áfalli sem yfir íslenzkt atvinnulíf hefur dunið' að sett var löndunarbann á íslenzkan fisk !í Bretlandi. Hafa verið fluttar um það margar ræður af hérlendum stjórnmálamönnum og grein- ar verið skrifaðar, en Ólafur Thors hefur með reglulegu millibili gefið áhrifamiklar lýsingar á hinni skeleggu bar- áttu sinni fyrir því aö þau viöskipti verði tekin upp aftur á nýjan leik. Þegar ráðizt var í hið furðulega Dawsön- æfintýri ætluðu stjórnarblöðin einnig af göflunum aö ganga, þau sendu fréttaritara til útlanda og létu þá senda dagleg hraðskeyti, gefin var út sérstök bók um Dawson og þar fram eftir götunum. Hefði því mátt ætla að lífsafkoma íslendinga væri undir bessum viðskiptum komin, en reynslan segir því miður nokkuð annað. Hún sýnir aö þjóðin hefur haft furðu litlar gjaldeyristekjur af ísfisksölunum til Bretlands og furðu mikill nluti af andviröinu át sig upp í kostnaö sem virtist misjafnlega eðlilegur. Hún sýnir einnig að mjög erfitt var að reiða sig á uppboðsmarkaðinn, sveifl- urnar voru oft geysilegar og fylgdu þeim stórfelld töp fyrir útgerðina. Voru þessi viðskipti einskonar happdrætti, sem erfitt er að byggja á nokkrun atvinnuveg. Á sama hátt hefur ísfisksölunum til Vesturþýzkalands verið háttað siðustu árin. Fiskurinn er boðinn upp og söl- urnar hafa verið ákaflega misjafnar, á þessu hausti hafa ýmsir togarar t.d. tapað 1—200.000 kr. á ferð. Engu aö síður hafa stjórnarvöldin talið þessi vesturþýzku viðskipti mjög mikilvæg og veruleg sárabót fyrir löndunarbannið í Bretlandi. En nú er komið í ljós að það er hægt að haga ií’sfisk- sölum á annan hátt en tíðkast í Englandi og Vesturþýzka- íandi. Eins og skýrt hefur verið frá fóru þeir Lúð- vík Jósepsson og Ársæll Sigurðsson til Austurþýzkalands til þess að ræða við þarlend stjórnarvöld um möguleika á því að þau keyptu íslenzkan togarafisk. Var þetta mjög athyglisverður möguleiki, því vitaö vár að einmitt Aust- urþjóðverjar höfðu keypt mikinn íslenzkan fisk fyrir styi'jöldina. Og það kom í ljós að austurþýzk stjórnarvöld höfðu fullan hug á því að taka upp þau viðskipti á nýjan leik. Kveðst austurþýzka stjórnin vera reiðubúin til að taka við 7000 tonnum af ísvöröum togarafiski til áramóta, en það eru 40—50 togarafarmar. Jafnframt eru Austur- þjóðverjar reiðubúnir til að greiða allan þennan fisk á föstu verði sem samið er um fyrirfram, en það er 25—30% hærra en meðalverð það sem fékkst í Vesturþýzkalandi á siíðasta ári. Þetta verð er miðað við aö landaö sé í Ham- borg, eins og gert hefur verið til þessa, en ef landað er í austurþýzkri höfn er enn boðin 10% verðhækkun. Þetta eru mjög mikilvæg tíðindi fyrir íslenzka togara- útgerð. Ekki aðeins fæst þarna markaður sem vegur upp brezka löndunarbannið, heldur er nú loks boðið skaplegt verð og kjör fyrir ísfiskinn. Þarf ekki að lýsa því hversu mjög hagur togaraútgerðarinnar breytist þegar hún fær fast og öruggt verð fyrir fisk þann sem fluttur er beint til útlanda. En það er til skýringar á þessum viðskiptum og ágætt dæmi um það hvernig íslendingar hafa veriö féflettir hingað til, að mikið af því ísfiskmagni, sem selt var til Vesturþýzkalands s.l. ár á happdrættisverði og með töpum, var selt áfram til Austurþýzkalands á því fasta Veröi sem nú stendur íslendingum sjálfum til boöa. Þetta eru því mjög stór tíðindi, og ber aö þakka Lúðvík Jósepssyni og Ársæli Sigurössyni fyrir frumkvæði þeirra og mjög góðan árangur. En því undarlegra er þaö að stjórnarblöðin hafa ekki enn séð neina ástæðu til þess að minrfast á þessi viðskipti, svo mjög sem þau fóru þó ham- förurn út af lísfisksölum til Bretlands. Er þögn þeirra næsta grunsamleg, þótt að óreyndu skuli ekki dregið í efa að nefnd sú sem ríkisstjórnin hefur nú sent til Berlínar hafi einvörðungu í huga hagsmuni íslenzkrar togaraút- gerðftr og þjóðarinnar allrar. Að útrýma kommúnismanum ■ Þær fréttir berast nú frá Bandaríkjumnn að loks hafi j lýðræði verið tryggt þar í ■ landi, ásamt frelsi og mann- ■ réttindum, og liafi hið vest- ■ ræna forusturíki þannig gef- ið öðrum þjóðum fagurt for- dæmi. Herma fréttir að • kommúnistar hafi verið að [ því komnir að steypa lög- [ lega kosinni stjórn landsins [ frá völdum með ofbeldi og [ afnema fagrar og göfugar [ dyggðir, en þeim hafi þá ver- [ ið bannað þetta athæfi með : lögum, að viðlögðum þung- | um refsingum, sektum, tukt- i ' húsvist og lífláti. Hafa bandarískir forustumenn haldið ræður um þetta fram- i tak sitt og lýst yfir því að I nú hafi kommúnismanum ver ið útrýmt þar í landi í eitt ; skipti fyrir öll. Svona ein- falt er þetta þá: banna að- i eins sósíalistíska baráttu með lögum og upp er runnið þús- und ára ríki kapítalismans. Hefur þetta afrek að vonum vakið mikla athygli og um- ræður víða um lönd. I Vísir komst þannig að orði um þessi tíðindi að með þeim hefði „amerísk deiid alþjóð- legra bófasamtaka verið gerð útlæg“ og Morgunbiað- ið beitti hliðstæðu orðalagi, en starfsemi bófaflokka hef- ur verið mikið einkenni á bandarískum lífsháttum, eins og kunnugt er af þarlendum kvikmyndum og skáldsögum, og mætti það verða öllum góðum mönnum fagnaðarefni ef eitthvað tekst að fækka bófunum. En svo undarlega bregður við að bæði Morgun- blaðið og Vísir þykjast vera harmi slegin. Segir Morgun- blaðið að með þessum aðgerð- um séu „grundvallarreglur lýðræðisins þverbrotnar" og Vísir segir í bófagrein sinni að tíðindin séu bæði „ill“ og „hörmuleg", „samrýmist á engan liátt starfsháttum lýð- ræðisþjóða" og „muni mæl- ast illa fyrir“. Samkvæmt þessu virðast bófaflokkar vera einn af hornsteinum lýðræðisins og iðja þeirra ó- missandi í starfsháttum þess ágæta skipulags. Er erfitt að koma þessu saman og heim, en þannig getur farið þegar reynt er í sömu grein að skrifa bæði fyrir bandariska sendiráðið og íslenzka le: endur. 25 hræður hérlendis ættu þvi að samsvara öllum flokks- bundnuin kommúnistum Bandaríkjanna. Engu að síður var alveg yfirvofandi að þeir steyptu stjórn lands- ins frá völdum með ofbeldi og tortímdu fornum dyggð- um, og varð það eitt til bjarg- ar að banna þeim með lögum að framkvæma fyrirætlanir sínar. Svo veik eru þá stjórn- arvöld hins volduga ríkis, og það er mikið happ að auðsjá- anlega er gert ráð fyrir því að þarlendir kommúnistar séu löghlýðnir menn og liætti við þessar fyrirætlanir sín- ar, þegar búið er að banna þær. I Þessi dæmi eru nefnd til að benda á í hverja sjálf- heldu þeir menn komast sem reyna að verja eða réttlæta þessi nýjustu afrek banda- rískra stjórnarvalda. Það er rétt sem Morgunblaðið og Vísir segja, að hugsjónir lýð- ræðis hafa verið fótum troðn- ar fyrir vestan haf, en um leið játa þessi blöð að ekki er verið að útrýma neinum „bófaflokki“. Kommúnista- flokkúr Bandaríkjanna barð- ist sanikvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar og stefndi að því að koma á sósíalisma þegar hann hefði til pess afl meii'ihíuta þjóðarinnar. Á sama hátt er hinni nýju laga- setningu ekki beint nema að nokkru leyti gegn mönnum þeim sem Edgar J. Hoover telur flokksbundna lcommún- ista og samsvara 25 Islend- ingum. I lögunum er tekið fram að stjórnarvöldin geti úrskurðað hvaða félög og samtök sem er kommúnistísk og beitt þau síðan ofsóknum, en fyrst og fremst er minnzt á verklýðsfélög í því sam- bandi. Þegar nazistar bönn- uðu þýzka kommúnistaflokk- inn kom röðin fljótlega að verldýðshreyfingunni og sósíaldemókrötum, borgara- legum lýðræðissinnum, trúfé- lögum, gyðingum, kvenrétt- indafélögum, æskulýðssam- tökum o.s.frv. Þeir sem vita hvað Bandaríkjamenn kalla kommúnista skilja að reitt er hátt til höggs með hinum nýju lögum. fremst hlægileg. Það er jafn fráleitt að, krefjast þess að flokkar vinni að því í Sovét- ríkjunum að komið verði á arðráni, svo að auðmenn fái framleiðslutæki þjóðarinnar til eignai’, og ef einhver ætl- aðist til þess að stofnuð yrðu samtök hérlendis til að koma á þrælahaldi, eins og tíðkað- ist til forna, eða til að gera landið á nýjan leik að ný- lendu Ðanakóngs, ásamt einokunarverzlun og húð- flettingu fyrir að stela snæri eða selja fisk á röngum stað. Þótt leitað væri um Sovétrík- in öll myndi enginn maður finnast sem gæti haidið fram slíkri kenningu af sannfær- ingu, og ef einhver fengist til þess samt yrði litið á hann af jafnmikilli furðu og ef Banda ríkjamaður segðist vilja stofna flokk til að gera land sitt að brezkri nýlendu aftur. Þjóðfélagsskipanirnar taka við ein af annarri, og senn eiga þær úreltu engan for- mælanda. I Sovétríkjunum heyrir kapitalisminn for- tíðinni til, og þeirri þróun verður ekki haggað. En að sjálfsögðu eiga þarlendar þjóðir eftir að þroska og efla lýðræði innan síns sósíalist- íska skipulags og vinna að því af kappi. Ef reynt væri að hamla gegn þeirri þróun væri það hliðstætt verk og af- nám mannréttinda í Banda- ríkjunum — og jafn hald- laust. 0 En fleira er dularfullt í sambandi við þessa atburði. Edgar J. Hoover, yfirmaður FIB — sem er gestapó þeirra Bandaríkjamanna — hefur að sjálfsögðu komið mikið við þessa sögu. Hann skýrir svo frá að í Kommúnista- flokki Bandaríkjanna séu 25.000 flokksbundnir menn, og skuli þeir nú hundeltir, sektaðir, fangelsaðir og líf- látnir. Kennslubækur herma að íbúar Bandaríkjanna séu 160 milljónir manna, þúsund sinnum fleiri en Islendingar. Þegar allt um þrýtur er gripið til þess ráðs að segja að ekki farist sósíalistum að gagnrýna aðgerðir banda- rískra stjórnarvalda; ástand- ið sé ekki svo fagurt austan- tjalds. Er þá horfið frá á- róðrinum um yfirburði vest- ræns lýðræðis að þrautalend- ingunni gamalreyndu: þið eruð ekkert betri! — Okkur sósíalistum er sagt að áður en við mótmælum afnámi mannréttinda í Bandaríkjun- um beri okkur að krefjast þess að stofnaðir verði flokk- ar í Sovétríkjunum sem berj- ist fyrir því að komið verði á kapítalisma. Þetta kann að virðast sanngjörn krafa, en því miður er hún fyrst og Ýmsir borgaralegir stjórn- málamenn vesturlanda hafa sagt síðustu árin að eina ráð- ið til að útrýma kommúnism- anum væri að framkvæma hann. Ef uppfylltar væru meginkröfur kommúnista um mannsæmandi lífskjör og ör- yggi, jafnrétti og frið væru gufaðar upp forsendurnar fyrir flokkum þeirra og þeir myndu leysast upp. Þetta er merk og fögur kenning, en hún hefur því miður reynzt borgurunum næsta erfið í framkvæmd. Af henni leiðir einnig hitt að séu þessi mann- réttindi skert fær kommún- isminn byr undir báða vængi, og um það er reynslan ólýgn- ust. Meira en þriðjungur mannkynsins býr nú við sós- íalistískt skipulag, en í öll- um þeim löndum voru komm- únistaflokkar áður bannaðir með lögum. Víst mættu for- ustumenn Bandaríkjanna minnast hinna kokhraustu yfirlýsinga Hitlers og félaga hans um það að kornmúnism- anum í Þýzkalandi hefði verið útrýmt að fullu og öllu, en við þær reyndu þeir að standa þar til þeirn var útrýmt sjálf- um. Og að minnsta kosti ættu þeir ekki að vera búnir að gleyma vini sínum Forrestal sem kastaði sér út um glugga fyrir hræðslu sakir, þótt ekki væru fleiri hættulegir menn í landi hans en sem svarar 25 Islendingum. Argus ■■■■■■•■■■■■aaii■■«■■■■■■■■«■■!■■■••aaaaaBBaaaaBaaaaaaala ■«■■■■■■4 >■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■BaaaaBaaBaBBUaBaaaBaa| ■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■«

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.