Nýi tíminn - 09.09.1954, Blaðsíða 10
30) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 9. septembber 1954
&%tö»
VesfurreMin í slæuui klípu
vegna ósigurs Evrópuhersins
i Óliklegt að samkomulag verSi um vestur-
þýzka hervœSingu með öðru móti
0” llum sem til heyrðu ber
saman um að áhrifamesta
stund þriggja daga umræðu
franska þingsins um Evrópu-
herinn hafi verið þegar Edou-
ard Herriot, heiðursforseti
þingsins, tók til máls rétt áður
en atkvæði voru greidd og Ev-
•rópuherinn felldur. Herriot er
kominn á níræðisaldur og orð-
inn svo fótfúinn að hann varð
að tala sitjandi. Þingheimur
hlýddi með stakri athygli á
orð þessa virtasta forystu-
manns frönsku borgaraflokk-
anna, sem sat nú í fyrsta skipti
síðan heimsstyrjöldinni síðari
lauk á þingbekkjum en ekki í
íorsetastól: „Nú þegar ævi min
er að enda komin ávarpa ég
ykkur með öllum þeim alvöru-
þunga, sem ég megna. Þið meg-
ið trúa því að maður sem kom-
inn er á minn aldur hugsar að-
eins um heill lands síns. Eg
endurtek: Evrópuherinn myndi
þýða endalok Frakklands. Eg
særi ykkur, takið ekki þetta
óafturkallanlega skref“.
Fyrr í ræðu sinni vék Herriot
að því, hvaða lausn Þýzka-
landsmálanna hann aðhyllist:
,,Við höfum ekkert að gera
með Evrópu sem er aðeins sex
ríki. Hervæðing er engin lausn
á vandanum. Við viljum Ev-
rópu sem er sameinuð í íriði
og afvopnun". Herriot minnti
á að það var hann sem fyrir
30 árum átti frumkvæði að því
að Frakkland viðurkenndi sov-
étstjórnina og sagði: „Síðan
1924 hef ég alltaf getað komizt
að samkomulagi við Rússa“.
Atti hann þar við bandalagið
gegn Hitlers-Þýzkalandi, sem
Frakkland og Sovétríkin gerðu
1935, en var svo ónýtt með
Múnchensamningi Bretlands og
Frakklands við Hitler ' og
Mussolini. Með ummælum sín-
um um sambúðina við Sovét-
ríkin sýndi Herriot að hann er
í hópi þeirra Frakka, sem
hafna með öllu hervæðingu
Vestur-Þýzkalands og vilja að
Þýzkalandsmálin verði Jeyst
með samningum við Sové.trik-
in um hlutlaust og afvopnað
Þýzkaland.
Umræðurnar sem fóru á und-
an falli Evrópuhersins
sýndu, að þessi stefna á veru-
legt fylgi í franska þinginu.
Framsögumaður utanríkismála-
nefndarinnar, sósíaldemókrat-
inn Jules Moch, sem hóf um-
ræðurnar, varði löngu máli til
þess að sýna fram á, að það
væri margfalt samningsrof af
hálfu Frakklands og allra Vest-
urveldanna að hervæða Vestur-
Þýzkaland. Hann vitnaði máli
sinu til stuðnings í samninga
Vesturveldanna og Sovétríkj-
anna í Moskva 1944 og í Jalta
og Potsdam 1945. Þar og í
.bandalagssamningi Frakklands
og Sovétríkjanna er það bund-
ið fastmælum að Þýzkaland
____ikuli afvopnað og svo um hnút-
ana búið að þýzk landvinninga-
stefna fái aldrei framar ógnað
friðnum í Evrópu.
Nú þegar Evrópuherinn er úr
sögunni heyrast í Banda-
ríkjunum og Bretlandi hávær-
ar raddir um að veita beri
Vestur-Þýzkalandi upptöku í
Atlanzhafsbandalagið og leyfa
því að hervæðast. Vesturþýzka
stjómin hefur krafizt óskoraðs
Erlend
tidindi
fullveldis, þar á meðal réttar
til þess að hervæðast. En það
er ekki hægt að taka neitt ríki
í Atlanzhafsbandalagið nema
með samþykki Frakka. Menn
leiða því getum að því, hver af-
Edouard Herriot
staða franska þingsins muni
verða til hervæðingar Vestur-
Þýzkalands í annarri mynd
en ráð var fyrir gert í samn-
ingnum um Evrópuherinn. Það
er þegar vitað að sumir þeirra
þingmanna, sem atkvæði
greiddu á móti Evrópuhernum,
eru tilleiðanlegir til að sam-
þykkja vesturþýzka hervæð-
ingu í annarri mynd. Einkum
er þá að finna í flokki gaull-
ista, en ýmsir þeirra voru ekki
mótfallnir Evrópuhernum
vegna þess að Þjóðverjar áttu
að taka þátt í honum, heldur
vegna þess að stofnun hersins
hefði haft í för með sér skerð-
ingu fransks fullveldis.
Tlflcðal fylgismanna Evrópu-
hersins eru hinsvegar
margir, sem hafa lýst yfir að
þeir muni ekki fylgja þýzkri
hervæðingu sem framkvæmd
yrði með nokkrum öðrum
hætti, Af , sósíaldemokrötum
greiddu 50, tæpur helmingur
þingílokksins, atkvæði með Ev-
rópuhernum>x; s r;Flokksstj ómin,
sem hefur .samþykkt að vísa
Moch og tveim öðrum forystu-
mönnum úr flokknum fyrir
andstöðu þeirra gegn Evrópu-
hemum, lýsti yfir á sama
fundi sínum, að „sósíaldemó-
krataflokkurinn mun með engu
móti fallast á stofnun nýs,
þýzks hers, sem myndi verða
ógnun við lýðræðið í Vestur-
Þýzkalandi og jafnvægið í Ev-
rópu“. Mollet, framkvæmda-
stjóri flokksins og foringi Ev-
rópuherssinnanna, lýsti yfir á
þingi daginn eftir að Evrópu-
herinn var felldur að Mendés-
France forsætisráðherra skyldi
ekki treysta á stuðning sósíal-
demokrata ef hann tæki það
ráð að samþykkja stofnun
sjálfstæðs, þýzks hers. „Það
væri að kveða upp dauðadóm
yfir lýðræðinu í Þýzkalandi“,
sagði Mollet.
¥^að þykir mjög á huldu, hver
•* afstaða Mendés-France er
í raun og veru. Að vísu beitti
hann sér ekki opinskátt gegn
Evrópuhernum í umræðunum á
þingi, ræður hans miðuðu þó
greinilega að því að veikja
aðstöðu fylgismanna herstofn-
unarinnar. Hins vegar lýsti for-
sætisráðherrann yfir, að yrði
herinn felldur myndi hann
hefja samninga við hin Vestur-
veldin um vesturþýzka hervæð-
• ingu í annarri mynd. Bretar
hafa nú lagt til að fulltrúar
átta ríkja, Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands, Vestur-
Þýzkalands, ítalíu, Hollands,
Belgíu og Luxemburg, komi
saman á fund í London innan
þriggja vikna til að ræða mál-
ið. Fullyrt er í London að
þar muni brezka stjórnin leggja
til að Vestur-Þýzkaland verði
tekið upp í A-bandalagið en
um leið settar skorður við her-
væðingu þess.
Eins og áðan var sagt má
búast við að andstaðan í
franska þinginu gegn þessum
málalokum sé engu minni en
gegn Evrópuhernum. Þar að
auki verða síðustu yfirlýsingar
vesturþýzku ríkisstjórnarinnar
ekki skildar á annan veg en
þann að hún taki ekki í mál
að neinar skorður verði settar
við hervæðingu Vestur-Þýzka-
lands. Af þessu má sjá, í hví-
likt öngþveiti fall Evrópuhers-
ins þefur komið Vesturveld-
unum. í Bandaríkjunum er
talað hástöfum um að hervæða
Vestur-Þýzkaland hvað svo
sem Frakkar segja, en það
myndi leiða til þess að A-
bandalagið leystist upp. Jafn-
vel þótt Bandaríkjastjórn vildi
hverfa að því ráði eru litlar
líkur til að hún fái Breta með
sér.
í ráðstefnunni í Berlín síð-
astliðinn vetur höfnuðu
Vesturveldin tillögu Sovét-
stjórnar um sameinað, hlutlaust
Þýzkaland. Utanrikisráðherr-
arnir Bidault, Dulles og Eden
sögðust ekki taka það í mál
að hætta við stofnun Evrópu-
hersins. Nú er Evrópuherinn
úr sögunni vegna andstöðu
frönsku þjóðarinnar og stiórn-
Skemmdarverk betlistefnufiðkkanna
Framferði ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins í togaramálunum í sumar getur ekki byggzt eingöngu
á úrræðaleysi og vesaldómi þessara flokka til að ráða fram úr
þjóðfélagsvandamálum. Framferði ríkisstjórnar Ólafs Thors
og stuðningsmanna hans í Framsókn er svo ósvífið, að hún
hiýtur að miða að vísvitandi skemmdarverkum.
Rákisstjórninni hefur þegar orðið mikið ágengt með skemmd-
áiverk sín, en einn skuggalegasti þáttur þeirra er að flæma ís-
lenzkt fólk burt úr framleiðsluatvinnuvegum Islendinga, og
neyða íslenzka menn þúsundum saman í hina auðmýkjandi her-
stöðvavinnu fyrir bandaríska auðvaldið. Með því móti hyggst
ísJenzka afturhaldið í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokkn-
um sanna íslenzkri alþýðu að hún geti ekki lifað í landinu án
þess að hér sé bandarískt hernám og bandarísk hernaðarvinna.
Þeir vita það, landsölubroddar Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins, að ekkert er jafn hættulegt betlistefnu þeirra
og sjálfstraust íslenzku þjóðarinnar. Sjálfsbjargarstefna
Islendinga hefur verið rauði þráðurinn í allri stjómmála-
starfsemi Sósíalistaflokksins. Flokkurinn sýndi það á
nýsköpunarárunum hve stórkostlegum árangri var hægt að ná
á skömmum tíma í aukningu á atvinnutækjum þjóðarinnar og
aukinni velmegun fólksins, og varð þó Sósíalistaflokkurinn á
hverju stigi nýsköpunarinnar að heyja harða baráttu fyrir fram-
faramálunum og framkvæmdunum, ekki einungis við hina yfir-
lýstu andstæðinga nýsköpunarinnar, heldur einnig við þá flokka
sem knúðir höfðu verið til samstarfs, en gengu hikandi og jafn-
vel með svik í huga til verks. Öll barátta Sósíalistaflokksins frá
því nýsköpunartímabilinu lauk, baráttan gegn betlistefnu og und-
irlægjuhætti og lepomennsku, hefur verið byggð á þessu sama,
(rúnni á land og þ.jóð, trúnni á sjálfsbjargarmátt og sjálfsbjarg-
armöguleika íslendinga.
Alger andstæða þeirrar stefnu er hin bandaríska betlistefna
Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Samkvæmt þeirri
stefnu hafa Islendingar ekki annað þarfara við land sitt að gera
en að lána Bandaríkjunum það undir herstöðvar, sem eingöngu
cru miðaðar við hagsmuni bandarískra stjórnarvalda en tefla
lífi og tilveru íslenzku þjóðarinnar í tvísýnu og voða. Samkvæmt
betlistéfnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarfíokksins er ekki
annað þarfara að gera við vinnuafl íslenzkra manna en að sóa
því I byggingar bandarískra herstöðva á íslandi. Samkvæmt
betlistefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er ekki
iiægt að afla atvinnutækja handa Islendingum, ekki hægt að
virkja vatnsorku landsins, ekki hægt að koma upp stóriðjufyrir-
tæki nema með ,,hjálp“ Bandaríkjanna, hjálp sem hingað til hef-
ur orðið til þess að gera mannvirkin margfalt dýrari og kost-
aö þjóðina efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði. Samkvæmt
betlistefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins má
frelsi og sjálfstæði landsins gjarna verða með í kaupunum, ef
aðeins sé gætt þess að helmingaskipti gróðaklíknanna sem reka
Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn haggist ekki.
Með þessar staðreyndir í huga verða auðskilin skemmdarverk
ríkisstjórnar Ólafs Thors, Eysteins & Co gegn framleiðsluat-
vinnuvegum landsins. Með þessar staðreyndir í huga verður
það að minnsta kosti skiljanlegra hvers vegna ríkisstjórnin
hefur hindrað að meira að segja þau takmörkuðu „bjargráð" sem
logaranefndin lagði til kæmust í framkvæmd. Með þessar stað-
reyndir í huga verður það skiljanlegra að ríkisstjórnin skuli
ekkert hafa gert til að leysa mál togarasjómannanna, enda þótt
það sé nú í orði kveðnu orðið viðurkennt af öllum að kjör tog-
arasjómanna verði að stórbatna eigi togaraútgerð á íslandi að
eiga framtíð. j
Sjómenn gáfu ríflegan frest til þess að hægt hefði verið að
leita samkomulags ef stjómarvöld landsins hefðu haft nokkurn
áhuga á því. Sjómannafélögin heimiluðu félögum sínum að skrá
sig á skip fyrir sömu kjör einnig eftir 1. júní í sumar er samn-
m*ár þéírrá runnu út. En ríkisstjórnin og heniiar menn hafa
horft á það algerlega athafnalausir að sumarið liði án þess að
nokkuð Væri gert til að semja um bætt kjör togarasjómanna,
og virðast nú ætla að neyða sjómenn til togaraverkfalls, með
algeru skilningsleysi og skeytingarleysi um hinar sanngjörnu
kröfur sjómannanna. Það er því óvenju augljóst að það eru
stjórnarvöld landsins, afturhaldsstjórn Ólafs Thors og Eysteins
Jónssonar, sem ber fulla og ótakmarkaða ábyrgð á því ef sjó-
menn neyðast nú til að grípa til verkfallsvopnsins, eftir að hafa
beðið eftir því mánuðum saman að komið væri til móts við þá.
ir Vesturveldanna vita ekki sitt
rjúkandi' ráð. Jafnframt verður
krafan um nýjan fund með
Sovétríkjunum um Þýzkaland
sífellt háværari í Frakklandi
og Bretlandi. Á annan mánuð
hafa stjórnir Vesturveldanna
árangurslaust reynt að koma
sér saman um svar við boði
sovétstjórnarinnar , um slíka
ráðstefnu. Staðið hefur á því
að Mendés-France vill ekki
samþykkja kröfu Dullesar um
að boðinu verði hafnað skilyrð-
islaust.
M. T. Ó.