Nýi tíminn - 12.05.1955, Síða 2
2)' _ NÝI TtMINN — Fimmtudagur 12. maí 1955
Öll aiþýZa landslns stendur I þakkarskuld við þá
menn sem stóSu I fremstu vlgllnu I 6 vikna baráttu
„Maður íær nýja trú á málstað sinn og þann mikla:
þrótt sem stétt okkar býr yíir eítir að hafa lifað slíkt,
verkfall. Mörg hundruð manna stóðu vörð dag og
nótt , vökulir hverja stund, og aldrei heyrðist neitt
æðruorð. Allir voru sammála um að berjast þar til
yfir lyki og gefast aldrei upp, hversu mjög sem á
reyndi, fyrr en tryggð væru þau úrslit sem væru
verkalýðnum til sóma. Vitaskuld höíðu atvinnurek-
endur sína fréttamenn á hverju strái. Og fréttirnar
sem beim bárust voru á einn veg: Hvergi var snögg-
an blett að finna í röðum verkfallsmanna. Hvergi
var óeining, alls staðar ríkti samhugur og eining.
Það var þetta sem réði úrslitum. Einhvern tíma á ís-
lenzkur verkalýður eftir að skilja það enn betur en
nú í hvílíkri þakkarskúld hann stendur við þá menn*/’
sem stóðu á verðinum og í fremstu víglínu allt verk-
fallið".
Á þessa leið komst Brynjólf-
úr IBjarnason að orði í snjallri
ræðu sem hann hélt á fundi
Sósíalistafélags Reykjavíkur sl.
fimmtudag um verkföllin og ár-
angur þeirra. Hér fer á eftir út-
dráttur úr hluta af ræðu hans:
Lausnin
Þegar við leitumst við að gera
okkur grein fyrir þeim árangri,
sem náðst hefur í verkfallinu,
þá lítum við að sjálfsögðu fyrst
og fremst á kjarabæturnar. Þær
eru í aðalatriðum þessar: Út-
borgað kaup hækkar almennt um
11%. Orlof lengist upp í 3 vikur.
Settar verða á stofn atvinnuleys-
istryggingar og nema greiðslur
til sjóðsins 4% af útborguðum
launum. Þetta verður samtals
16%. — Kaup iðnnema hækk-
ar um 25% miðað við lægsta
kaup. Auk þess fengust
fram ýmsar mikilvægar sérkröf-
ur, og er einkum mikilsverð sú
stytting vinnutímans sem fæst
með því að færa næturvinnu og
matartíma að kvöldi fram um
þrjá stundarfjórðunga.
Atvinnuleysistrygging-
axnar einar virði
verkfallsins
Þegar við lítum á sjálfa kaup-
hækkunina, þá er hún vissu-
lega ekki mikil, borin saman
við nauðsyn lægst launaða
verkafólksins og í samanburði
við þær kröfur sem settar voru
fram í upphafi. Hún er ekki
heldur nema brot af þeirri
hækkun sem nauðsynleg var til
þess að halda í horfinu frá ný-
sköpur.arárunum. Til þess hefði
bein kauphækkun orðið að nema
a.m.k. 20%. Það er þvi engin
furða þótt mönnum þyki hart
við að búa eftir sex vikna verk-
fall. Hins vegar tel ég að önnur
atriði sem náðust með þessum
samningum séu mjög mikils
virði. Er þá fyrst að telja at-
vinnuleysistryggingamar. Fyrir
því má!i hefur verkalýðshreyf-
ingin og Sósíalistaflokkurinn
barizt á annan áratug. Til
grundvallar þeim atvinnuleysis-
tryggingum sem nú verða settar
á stofn var lagt frumvarp það
sem Sósialistaflokkurinn flutti
fyrst 1942 og‘ hefur nú verið
flutt 1 af þirigmönnum flokksins
á hverju einasta þingi öll und-
anfarin ár. Það hefur engar und-
irtektir fengið fyrr en nú. Að
vísu er það sem nú varð að
samkomulagi í vissum atriðum
mun lakara en frumvarp okkar,
fyrst og fremst að því leyti að
yfirráðin yfir því fjármagni, sem
rennur í atvinnuleysissjóðinn,
verður ekki í höndum verkalýðs-
félaganna. Hins vegar er félög-
unum tryggð full yfirráð yfir
sjálfri tryggingastarfseminni —
full yfirráð yfir fénu jafnharð-
an og það kemur til greiðslu
vegna sjálfrar tryggingastarf-
seminnar. Gert er ráð fyrir að
í þennan sjóð muni safnast allt
að 30 millj. kr. á ári. Eg fyrir
mitt leyti tel þetta miklu meira
virði en 4% kauphækkun. Og
enda þótt sex vikna verkfall
kosti miklar fórnir, þá er ég
sammála þeim sem telja þessar
tryggingar einar út af fyrir sig
þess virði að berjast fyrir þeim
í sex vikna verkfalli. Hækkun
á iðnnemakaupi er gömul krafa,
sem aldrei hefur náðst í verk-
falli fyrr, og hana tel ég einnig
mjög mikils virði. Sömuleiðis
orlofið og margar þær lagfær-
ingar sem ekki verða reiknaðar
til beinna kauphækkana.
Þeir höfðu reiknað skakkt
Þó eru þessir hlutir ekki
mesti árangurinn af verkfall-
inu í minum augum; það er
annað og miklu stórvægilegra
sem sker úr, Þetta verkfall var
einhver hin mesta aflraun milli
stétta sern háð hefur verið hér
á landi. Út úr þessari miklu
aflraun komu verklýðssamtökin
ekki aðeins óbrotin, heil og ó-
skipt, heldur sigursæl. Þetta er
hinn mikli og stórfelldi árang-
ur af verkfallinu sem seint
verður fullmetinn.
Það liðu vikur án þess að
nokkurt tilboð kæmi frá at-
vinnurekendum, án þess að þeir
slökuðu til um hársbreidd. For-
sprakkar atvinnurekenda höfðu
ákveðið að brjóta verkalýðssam-
tökin á bak aftur og tvístra sam-
fylkingu þeirra. Það þurfti sex
vikna átök til þess að sannfæra
þá um, að þeir höfðu reiknað
skakkt — verklýðssamtökin voru
margfalt sterkari-en þeir höfðu
gert ráð fyrir.
Hvað vár það sem færði okk-
ur sigurinn. Það þarf ekki lengi i
að leita svarsins. Það var hinn
frábæri baráttuþróttur verka-
lýðshreyfingarinnar og hinn al-
geri einhugur hennar. Úrslita-
þýðingu hafði það líka að nú
var stjórn í Alþýðusambandinu,
sem stóð með verkalýðssamtök-
unum en ekki á móti þeim og
var vandanum vaxin. Maður fær
nýja trú á málstað sinn og þann
mikla þrótt- Sem stétt okkar býr
yfir eftir .-að hafa dlifað'.:slákt
verkfallí-. Mörg : hundruðn nranna
stóðu yörð ,dag ,pg .nótf, yvökulir
hverja stund, og aldrei heyrðist
neitt æðruorð. Allir. yoru sam-
mála um að berjast þar til yfir
lyki og gefast ekki upp, hversu
mjög sem á reyndi, fyrr en
tryggð væru þau úrslit, sem
væru verkalýðssamtökunum ti!
sóma. Vitaskuld höfðu atvinnu-
rekendur sína fréttamenn á
hverju strái. Og fréttirnar sem
þeim bárust voru á einn veg:
Hvergi var snöggan blett að
finna í röðum verkfallsmanna.
Hvergi var óeining, alls staðar
ríkti samhugur og eining. Það
var þetta sem réði úrslitum.
Einhvern tíma á íslenzkur verka-
lýður eftir að skilja það enn
betur en nú í hvílíkri þakkar-
skuld hann stendur við þá menn,
sem stóðu á verðinum og í
fremstu víglínu allt verkfallið.
Löggjöf knúin fram með
verkföllum
Af þessu verkfalli má margt
læra á hinu faglega sviði, en þó
eru pólitísku lærdómarnir sem
af því má draga enn mikilvæg-
ari. Hvíldartími á togurum, 8
stunda virinudagur, þriggja
vikna orlof, mikilvægir þættir
almannatrygginganna eins og
mæðralaun og fjölskyldubætur
— allt er þetta árangur af löng-
um og víðtækum verkföllum.
Og nú tókst með sex vikna verk-
falli að knýja fram atvinnuleys-
istryggingar, eftir baráttu á Al-
þingi sem staðið hefur á annan
áratug og ekki hefur fengið
meiri undirtektir á þingi en svo,
að frumvarp Sósíalistaflokksins,
sem flutt hefur verið þing eftir
þing og fyrst 1942, komst aðeins
einu sinni til annarrar umræðu.
Allt eru þetta sjálfsögð rétt-
indamál, sem Alþingi hefði átt
að vera búið að samþykkja fyrir
löngu. í stað þess hefur reynzt
nauðsynlegt að stöðva öll hjól
framleiðslunnar mánuð eftir
mánuð til þess að knýja Al-
þingi til þess að samþykkja þau.
Gagngráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Síðan 1947 hefur kaup-
máttur launanna rýrnað um
meira en 20%. Til þess að bæta
þetta upp hefur orðið að heyja
hvert stórverkfallið af öðru. Og
í hvert skipti sem verkalýðs-
samtökunum tekst að vinna
nokkuð á, taka stjórnarvöldin
óðara til allskonar ráðstafana
til þess að gera kjarabæturnar
að engu. Nú þegar eru byrjaðar
verðhækkánir og kauplrækkun-
unum kennt þær allar. Þegar
kaup hækkar um 10% þá er til
dæmis óðara nótað tæfcifærið til
i að hækka smurning á bílum um
37—176 %v Allt frá því að verk-
lýðssamtökin settu fram kröfur
sínar hefur ekki linnt á hótun-
um um að gera allt, sem nást
kynni í verkföllunum, að engu
með verðhækkunum og nýrri
gengisfellingu. Hefði verklýðs-
fél. tekizt núna að knýja fram
þó ekki hefði verið nema 15—
20% grunnkaupshækkun, þá er
ég sannfærður um að ríkis-
stjórnin hefði þegar í stað tekið
að ráða ráðum sínum um nýja
gengislækkun í einhverri mynd.
Það hefði þýtt að félögin - hefðu
orðið að vera við því búin að
leggja til nýrra stórátaka mjög
bráðlega. Það var þó kostur við
þessa lausn, að hún var með
þeim hætti, að ríkisstjórnin
treystist ekki til að boða nýja
gengislækkun vegna hennar,
heldur neyddist til að gefa yfir-
lýsingu um að hún myndi reyna
að halda verðlagi og gengi ó-
breyttu. Samt var að sjálfsögðu
gerð sú varúðarráðstöfun að
samningarnir skyldu uppsegjan-
legir með mánaðar fyrirvara, ef
genginu yrði breytt.
Alþýðan verður að tryggja
sér pólitísk völd
Ekkert ætti að vera auðskild-
ara hverjum verkamanni en þau
eihföldu-sanriindi, að alla hina
fómfrekri verkfallsbaráttu und-
anfarinna ára höfum við orðið
að heyja vegna þess að stéttar-
andstæðingarnir fara með hin
pólitísku völd .í landinu og hafa
mikinn meirihluta á Alþingi.
Og ekki nóg með það. Meðan
svo er getum við gengið að þvi
vísu, að allt verði gert til að
taka jafnharðan aftur það sem
verkalýðssamtökin vinna í verk-
föllum. Jafnvel hin öflugustu
verklýðssamtök megna ekki að
halda hlut sínum meðan hin
pólitísku völd eru í höndum
andstæðinganna. Aldrei hefur
þetta verið eins augljóst og nú
að afloknu þessu verkfalli. Og
aldrei held ég að hugir verka-
manná hafi verið jafn opnir
fyrir þessum einföldu sannind-
um og nú í verkfallslok.
Pólitísk eining
í sjálfum verklýðsmálunum
hefur einingarstefna Sósíalista-
flokksins sigrað. Hún sigraði í
kosningunum til Alþýðusam-
bandsþings og hún hlaut eld-
skírn sína í þessu verkfalli og
stóðst hana með miklum ágæt-
um. Þess vegna komu verklýðs-
samtökin sigursæl út úr þessari
miklu aflraun við stéttarand-
stæðinginn. Ef verklýðsstéttin
fylkti sér á sama hátt um ein-
ingarstefnu Sósíalistaflokksins á
hinu pólitíska sviði, þá myndi
það færa henni enn stærri sigra..
Hundruð manna, jafnvei þús-
undir, sem ekki hafa hugsað
mikið um þessi mál áður hugsa
um þau í dag,
Sigri fagnað
Ásamt Brynjólfi flutti Snorri
Jónsson, formaður Féiags járn-
iðnaðarmanna ýtarlega og fróð-
lega framsögiiræðu um verkföll-
in og árangur þeirra. En að
lokrium . framsöguræðum tók
fyrstur til rnáls Ottó N. Þorláks-
son, fyrsti forseti Alþýðusam-
bands íslands, og flutti hlýjar
þakkir til verkfallsmanna, for-
ustumanna þeirra og Þjóðviljans
fyrir þá ágætu og árangursríku
baráttu sem háð hefur verið.
Síðan urðu mjög fjörugar um-
ræður, þar sem m. a. tóku þátt
Hannes Stephensen formaður
Dagsbrúnar og Guðmundur J.
Guðmundsson formaður verk-
fallsvörzlunnar. Allir voru ræðu-
menn á einu máli um það að
verkalýðssamtökin hefðu unnið
mikinn og fjölþættan sigur sem
ætti eftir að valda mikilvægum
breytingum í þjóðlífinu.
í lok fundarins tók Einar Ol-
geirsson til máls: Öll alþýða
landsins þakkar verkfalsmönn-
um afrek þeirra og sigur. Um
allt land er hugsað með hlýju
og þakklæti til þeirra manna
sem í sex vikur hafa barizt fyr-
ir öll verklýðssamtökin. Reyk-
vískur verkalýður hefur sannað
að hann er sá brautryðjandi sem
berst við auðvaldið og sigrar.
Hann hefur sýnt meiri einhug
en nokkru sinni fyrr; hann kom
á samfylkingu sem breikkaði
alltaf og stóðst hverja raun.
Þetta er einnig fyrsta verkfallið
þar sem Sósíalistaflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn hafa staðið
saman allt til loka án þess að
nokkur ágreiningur kæmi upp.
Þennan mikla sigur eigum við
að þakka öllum verkfallsmönn-
um og þá fyrst og fremst verk-
fallsvörðunum, þessunv stálbddi
á spjóti verklýðsstéttarinnar. í
annan stað ber okkur að þakka
forustu verklýðsfélaganna í
samninganefndinni sem kunni að
ljúka sókninni með sigri af raun-
sæi og glöggskyggni. Og einnig
ber okkur að þakka Brynjólfi
Bjarnasyni sem hefur unnið al-
veg ómetanlegt starf í sátta-
nefndinni í þágu verklýðssam-
takanna. Allir þessir aðilar áttu
hver sinn þátt í þeim mikilvæga
árangri sem vannst, og þvi hrós-
ar nú alþýðan sigri en auðvald-
ið veit að það hefur tapað.
Norðmenn óttast
samkeppni Rússa
Samkeppni Rússa í fiskveið-
um jafnt og sel- og hvalveiðum
verður sífellt tilfinnanlegri fyr-
ir Norðmenn, segir fréttaritari
sænsku fréttastofunnar TT í
Osló. Varla líður svo dagur að
ekki berist nýjar fregnir af því
að Rússar séu að breiða meira
og meira úr sér þar sem lítið
hefur farið fyrir þeim til þessa.
Þetta á jafnt við fiskveiðar í
Barentshafi og við Norgsströnd
og Selveiðamar í vesturísnum
og hvalveiðarnar í Suðuríshaf-
inu.
Lysö, fiskveiðaráðherra Nor-
egs, hefur skýrt frá því að
Sovétríkin hafi ákveðið að koma
sér upp flota 24 skipa sem
verða 2000 tonn hvert og eiga
að fiska á Barentshafi og úti-
fyrir Noregsströnd. Þetta verða
fljótandi niðursuðu- og fiski-
mjölsverksmiðjur svo að hægt
sé að gemýta aflann.