Nýi tíminn - 12.05.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. maí '1955 — NÝI TÍMINN — (7
Aðfaranótt 7. maí fyr-
ir fjórum árum tók banda-
rískur her hús á íslenzku þjóð-
inni. Hann kom Islendingum í
opna skjöldu — öllum nema
þingmönnum þriggja stjórn-
málaflokka sem kallaðir höfðu
verið á flokksfundi í Reykja-
vík skömmu áður. Þar var
þeim sagt að rússnesk innrás í
ísland vofði yfir, hertaka
þessa lands væri næsta atrið-
ið á landvinningastefnuskrá
kommúnismans í heiminum.
Með þessum uppspuna, að við-
bættum hótunum og ógnunum,
voru þingmenn flokkanna
þriggja látnir samþykkja
bandarískt hernám landsins;
og það mun ekki hafa verið
fyrr en síðar sem það rann
upp fyrir ýmsum þeirra að í
ofanálag höfðu þeir framið
st jóraarskrárbrot: þingmenn
á einkafundum flokka sinna,
utan formlegs þingfundar,
höfðu ekki fremur stjórnlaga-
heimild til að tala í nafni Al-
þingis en til dæmis fundur 40
götusópara í Reykjavík eða
sjómanna í Keflavík. Islend-
ingar skyldu minntir á það í
dag að þegar ameríska her-
námsliðið var kallað til Islands
var stjórnarskrá þess brotin
— svo augljóslega að enginn
Þegar „drengirair4* komu fyrir 4 árum. Þeim er kennt að þeir séu hér til að halda yfir
okkur verndarhendi, enda segja þeir: „Bandaríkjamenn eru ekki á Islandi vegna þess að
þeir dái Ioftslagið eða náttúrufegurð þessarar hrúgu af hraungrjóti".
það var komið í kring sagði ut-
anrikisráðherra flokksins um
sáttmálann:. ,4íann er sátt-
máli um það, að engin þjóð
skuli nokkru sinni hafa her á
hefur freistað að bera brigður
á það.
En þeir sem brutu stjórnar-
skrána íslenzku það vor fyr-
ir fjórum árum brutu fleira:
þeir rufu orð sín og eiða frá
þeim árum er á undan voru
farin. Veturinn 1949, er Atl-
anzhafsbandalagið var í und-
irbúningi, hafði Morgunblaðið
einn dag þessi orð eftir for-
manni flokks síns: „Ólafur
sýndi fram á, að herseta á
friðartímum er með öllu óvið-
unandi. Engan her á friðar-
tímum, það væri og hefði allt-
af verið höfuðkrafa Sjálfstæð-
ismanna. Elnda væri flokkurinn
þar í samræmi við vilja flestra
íslendinga". Sama dag sagði
Morgunblaðið í leiðara: „Hann
(þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn)
vill miða þátttöku Islendinga
(í Atlanzhafsbandalaginu)
við sérstöðu þeirra sem fá-
mennrar og vopnlausrar
þjóðar. Þess vegna er Sjálf-
stæðisflokkurinn mótfallinn
að hér verði herstöðvar eða
herskylda á friðartímum“.
Undir þessu vígorði beitti
Sjálfstæðisflokkurinn sér fyr-
ir inngöngu íslendinga í Atl-
anzhafsþandalagið; og þegar
íslandi á friðartimum. Hann
er sáttmáli um það, að aldrei
skulí herstöðvar vera á Islandi
á friðartímum". „Komníúnista-
lýgin“ um eðli þessa banda-
lags skyldi standa afhjúpuð
og grímunni flett.
Þáverandi formaður Alþýðu-
flokksins tók í sama streng:
„Staðreyndir málsins varðandi
aðild íslands eru óvéfengjan-
lega þessar: að viðurkennt er
af öllum stofnendum Atlanz-
hafsbandalagsins, að Island
hafi engan her og ætli sér ekki
að stofna her; að ekki komi
til mála að erlendar herstöðv-
ar verði á íslandi á friðartím-
tnn“. Og ráðherra flokksins,
Emil Jónsson: „Samningsáðil-
ar .... gera sér líka ljóst, að
við munum ekki leyfa erlendar
herstöðvar á friðartímum né
erlendan her hér á landi“.
„Þvættingur kommúnista" um
Atlanzhafsbandalagið skyldi
verða sér til ævarandi skamm-
ar.
Og Eysteinn Jónsson: „Kom
strax fram sú stefna sem
Framsóknarflokkurinn hefur
. staðið á og; mun standa á, að
samvinna um öryggismálin
við aðrar þjóðir verði að
byggjast á því, að ekki sé er-
lendur her í landinu á friðar-
tímum né erlendar herstöðvar.
Islendingar geta ekki og mega
ekki leyfa slíkt, ef það sé gert,
þá verði ekki mögulegt að
finna nein eðlileg takmörk til
að standa á.“ Sagan skyldi á
sínum tima dæma ómerkt
„fleipur kommúnista“ um
„öryggissáttmála frjálsra
þjóða“.
Það voru þessir eiðar, þess-
ir svardagar, sem þeir gengu á
ér þeir kölluðu herinn inn í
landið. Og þessir oddvitar
hemámsins, er nefndir hafa
verið, vissu fyrirfram að það
mundi koma. Þeir þurftu að-
eins á því að halda að blekkja
þjóðina um eðli og tilgang Atl-
anzhafsbandalagsins. Þá
stóðu einnig kosningar fyrir
dyrum, og það var svarið í á-
kafa allt vorið og sumarið
1949. Eftir kosningar var síð-
an farið að ræða og semja um
hemámið að tjaldabaki, og 7.
maí 1951 var það fullkomnað.
Þeir stóðu raunar uppvísir
meinsærismenn og lygarar,
með brotna stjómarskrá í
flekkuðum höndum; en þeir
fengu í staðinn það sem þeim
þótti meira um vert: vopn og
hermenn til að standa að baki
sér í tvísýnum átökum innan-
anlands; og umfram allt höfðu
þeir sýnt auðvaldinu í Banda-
ríkjunum og annarstaðar
hollustu, brotið sig í mola fyr-
ir það. En „kommúnistalygin“,
„þvættingur" þeirra og „fleip-
ur“ — það kom allt á daginn
með sama hætti og sagt hafði
verið fyrir.
Atlanzhafssáttmálinn var
samþykktur í víggirtum sal,
til hernámsins var stofnað með
stjómarskrárbroti og lygum.
Þessir atburðir heyra nú sög-
unni til, en hemámið sjálft er
lifandi vemleiki í lífi íslénzku
þjóðarinnar í dag. Og það hef-
ur reynzt með sama hætti og
til var stofnað. Á þessum ár-
um hafa öll einkenni auðvalds-
skipulags á hástigi þess — og
lokaskeiði — birzt í skæra
ljósi: okur er sérkenni verzl-
unarlífsins, brask er sérkenni
f jármálalífsins, mútuþægni og
sölumennska er sérkenni
stjórnmálalífsins, óreiða og
vanhirða er sérkenni atvinnu-
lífsins, glæparit eru sérkenni
menningarlífsins. Olíuverzlanir
og útflutningsfyrirtæki gerast
í æ vaxandi mæli þjófafélög.
Ríkisvaldið er tæki auðstétt-
arinnar til að ræna kaupi af
vinnustéttunum. Meðan ein
fullkomnasta morðstöð verald-
ar er reist í Miðnesheiði, fúna
bryggjur og önnur hafnar-
mannvirki í þorpum víðsvegar
um landið, enda hafa stór-
felldustu þjóðflutningar i sögu
landsins farið fram á undan-
fömum árum: Keflavíkurflug-
völlur hefur orðið miðdepill
atvinnulífsins í landinu; her-
námsvinna hefur orðið hlut-
skipti þúsunda; æ fleiri at-
vinnurekendum liggur í léttu
rúmi þó útgerð hraki og ís-
lenzkur iðnaður sé kyrktur í
samkeppni við útlenda vöru,
af þvi hernámið er sá speni
sem þeir sjúga æ fastar. 1 einu
orði: spillingin, margslungin
og ómenguð, er að grafa ræt-
ur þjóðfélagsins sundur.
Og þó er hið alvarlegasta ó-
talið: sjálft líf þjóðarinnar er
í hættu. Það er ógurlegasta
staðreynd sem mannkynið
hefur nokkru sinni horfzt 5
augu við, að hægt er að myrða
líf þess, þumka mannlega til-
veru á þessum hnetti út á fá-
einum dögum. Við höfum gerzt
samherjar þeirra aðila er
prédika sýknt og heilagt að
„frelsið" sé dýrmætara en
friðurinn — það þýðir að fóma
beri lífi mannkynsins fremur'
en alþýðustéttir heimsins nái
völdum í löndunum. Banda-
ríska hernámsliðið á Islandi
og hemaðarmannvirki þess
fela í sér siðferðilegan og efn-
islegan stuðning við þessi við-
horf; sá „frjálsi“ maður er
kynni að reika brenndur um
rústir heimsbyggðarinnar eft-
ir lok þess stríðs er tekið hefði
verið fram yfir friðinn, mundi
kalla okkur til dóms í hjarta
sínu fyrir samsekt og samá-
byrgð um það stríð. íslenzk
utanríkispólitik er ekki aðeins
sjálfsmorðsstefna, heldur
einnig þáttur almennrar hat-
ursstefnu auðvaldsins gegn
mannkyninu. Það er kjaminn
undir umbúðunum.
Með hverjum líðandi degi
gera fleiri íslendingar sér
þessa staðreynd ljósa. Formæl-
endur bandarisks hernáms á
Islandi hampa nú ekki eínu
sinni sýndarrökum lengur,
heldur vilja þeir lykja þögn
um athafnir sínar og afleið-
ingar þeirra: þeir vilja halda
óbreyttu ástandi í kyrrð og
friði. En þeim mun ekki verða
að ósk sinni. Krafan um
brottflutning hersins er
stærsta krafa stundarinnar,
hún mun verða æ háværari,,
fleiri og fleiri munu taka und-
ir hana — öll þjóðin mun sam-
einast um hana. Fálæti Islend-
inga gagnvart hemum fer dag-
vaxandi, og er ameríska grein-
in sem birtist hér í dag
glæggt dæmi um það. Þar
era bornar fram svipaðar
kvartanir og nasistar í her-
námslöndum urðu kunnir fyr-
ir í seinasta stríði. Noregur og
Danmörk voru til dæmis krökk
Framhald á 11. KÍðu.
Bjarni Benediktsson heilsar Bandarikjamönnum —
stendur einni tröppu neðar.
«g