Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.05.1955, Page 10

Nýi tíminn - 12.05.1955, Page 10
tlétt shal vera rétt Nú skulum við enn at- huga orð, sem hljóma eins í framburði, en merkja sitt hvað, eftir því hvernig þau eru rit- uð. Það eru orðin leiti og leyti. Leyti (e. hieýti, skylt orðinu hlutur) er notað í ýmsúm'orðasamböndum, t. d. að sumu leyti, um það leyti, fyrir mitt leyti, að þessu leyti o. s. frv. Leití, það er hæð eða mishæð á landi, t d. Háa- leiti, Grænaleiti, — ég sá kindina á næsta leiti. Þá er bæjarnafníð Leiti Artölin 930 og 1930 Árið 930 var Alþingi stofnað. Það hefur svo verið háð því nær óslitið síðan, og er því talið elzta þjóðþing í álfunrii. Áður en Alþing var stofnað var maður einn, Úlfljótur, sendur til Noregs til þess að kynna sér vel norsk lög, Gulaþingslög, og hafa þau til fyrirmyndar hér. Grímur geitskór ferðaðist um landið til þess að velja þingstað og valdi svæðið, þar sem síðan heitir Þingveliír. Árið 1930 var þessa 1000 ára afmælis minnzt á Þing- völlum með mikilli há- tíð. Þá hátíð sótti mikill mannfjöldi hvaðanæva af landinu, einnig fjöldi er- lendra gesta, þ. á. m. full- trúar frá þingum margra landa í Norðurálfunni og Ameríku. skrifað svo. Þið kannizt kannski við nafnið Leiti úr skáldsögu Jóns Thor- oddsen og þá Gróu á Leiti. Adda Örnólfs Margir lesendur hafa beðið um mynd af Öddu Ömólfs „upþáhaldssöng- konunni minni“, eins og í sumum bréfunum stend- ur. Sumir hafa beðið um upplýsingar um hana. Adda er kornung, fædd á Suðureyri við Súganda- fjörð, en fluttist á bams- aldri með foreldrum sín- um til Reykjavíkur. For- eldrar hennar eru Ragn- hildur Þorvarðardóttir og Örnólfur Valdimarsson, útgerðarmaður. Og ef ykkur langar til að senda henni línur og þakka henni sönginn, þá er heimilisfang hennár á j Langholtsvegí 20, Reykja- I vík. Honum langar tilaðkyssa henni í 2. tölublaði Óska- stundarinnar voru tilmæli til ykkar, sem ekki eru lasin af þágufallssýkinni, að þið leiðréttuð hverju sinni sem þið heyrið ein- hvern sem ber merki sýk- innar. Þegar þið heyrið einhvern segja: henni vantar, þeim vantar, hon- um iangar, henni langar o. s. frv., þá leiðréttið þið og segið: hana vantar, þá • vantar, hann langar, hana langar o. s. frv., að ekki | sé nú talað um setning- una honum langar til að kyssa henni. Fáar fregn- ir hafa borizt af stuðningi ykkar í þessum efnum við íslenzka tungu. Gam- an vaeri að fá af þessu • góðar fregnir. Skrithnr Frænka: Nú get ég ekki keypt handa þér kökur, Jói litli, af því að ég gleymdi peningabudd- unni minni heima. Jói: Þú getur keypt fyr- ir peningana, sem þú hef- ur í hattinum þínum. Frænka: Hváð áttu við? Jói: Hann pabbi sagði í gær, að það lægju mikl- ir peningar í svona dýr- um hatti, og nú skulum við nota þá. Orðsendingar Beðið um framhaidssögu. Kæra Óskastund. Ég er 8 ára. Mér þykir mjög gaman að blaðinu. Mig langar til þess að fá framhaldssögu. Er það ekki hægt? Vertu blessuð og sæl. Sturla Þórðarson, Torfalækjarhr. A, Hún. Svar: Við þökkum Sturlu litla fyrir bréfið. Fleiri lesendur en hann hafa minnzt á framhalds- sögu í blaðinu okkar. Ef tit vill verður reynt að hafa stutta framhalds- sögu, sem endist 2 eða 3 blöð og heyra svo, hvem- ig ykkur geðjast að. E. S. Selfossi. Óskir þínar verða bráðum tekn- ar til greina. Ef þú send- ir okkur línur aftur þætti okkur gaman að fá að vita, hvort þú ert dreng- ur eða stúlka! Og eins aldurinn. Eftir rithönd- inni að dæma heldur rit- stjórinn að þú sért stúlka! Til Nóa litla, — Þann 15. apríl s.l. fékk rit- stjórinn í pósti Óska- stundárinnar eitt bréf, sem snerti hann sérstak- lega. Það er með fallegri rithönd, en ekkert nafn undir. Það byrjar svona: „Nói var nýlega orðinn sex ára, Mamma hans var að fara með hann í háttinn, en biður hann að fara með eitthvert erindi fyr- ir sig, rétt til gamans. — Já, það skal ég gera, sagði Nói.“ Segir svo frá því, að hann hafi haft yfir tvö erindi eftir ritstjóra Óskastundarinnar. Er mælst til að þau séu birt. Þau eru undir norsku þjóðlagi og byrja svo: Ég bíð eftir vori' í brekkunni minni. Ritstjórinn þakkar þessa vinsamlegu orð- sendingu, sendir Nóa Kæra kveðju og einnig bréfritaranum, sem senni- lega ermamma éða pabbi. Þrjár vinstúlkur í Homafirði. Danslagatexta fáið þið við og við. f 7.‘ tbl. kom Ljtla stúlkan yið hliðið og í 9. tbl. kom Heiðarrósin, í næsta blaði kemur einn af nýjustu textunum. Geisli í Hólmavík. í næsta blaði birtist bréf- ið þitt og vísan. B. E. Akureyri. Hvað er safnið þitt orðið stórt? Ferðasagan úr „skemmti- legasta ferðalaginu" kem- ur seinna. Þykir hestum gaman að tónlist? Framhald af 1. síðu. höfðu tveir vitlausir hest- ar, sem verið var að jáma, orðið dauðspakir, er þeir heyrðu leikið á orgel. Hugðist eigandi Bleiks nú reyna músik- hæfileika hans, og hafði mikið fyrir að setja nið- ur útvarp, þar sem Bleik- ur gæti notið tónlistar- innar. Var hann nú sóttur og skrúfað frá útvarpinu. Fylltist þá loftið af ljúf- um tónum sinfóníunnar, er verið var að leika þar. Virtist Bleikur verða undrandi yfir þessu í fyrstu, en sú undrun fór fljótt af er farið var að jáma hann. Virtist honum þá sama um allar prelú- díur og fúgur. Hann er þá líklega ekki músi- kalskur eða kannski hef- ur þetta verið of þung- skilið fyrir hann. En hvað um það. Honum hefur. ekki verið gefinn kostur. þess síðan að hlusta á útvarp og verður ekki í . náinni framtíð. Sigriður Guðmunds- ir, 15 ára, Galtarholti, Borgarhreppi, Mýra- ’ sýslu. Fyrir þessa grein fékk. höfundur viðurkenningu og má því velja sér ein-. hverja æskuiýðssögu is- lenzka. Skrifaðu okkur, ’ Sigríður, og tilnefndu bókina. KLIPPH) HÉR 10) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 12. maí 1955 Vesturveldin bjéða fjór- veldafund í Sviss í júní Veltur á Eisenhower hvort œSstu menn eðo utanrikisráBherrar koma saman ÁÖur en þessi vika er úti ætla stjórnir Vesturveldanna að bjóða Sovétstjórninni til fundar um málefni Evrópu. Stjórnir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands xnunu leggja til aö fundurmn verði haldinn í Sviss seint í júní. Uanríkisráðhérrar Vestur- veldanna skýrðu í gær fundi A-bandalagsráðsins í París frá því að þeir hefðu ákveðið að senda boðið. Jafnframt skýrðu þeir frá því að ágreiningur þeirra um til hverskonar ráð- stefnu ætti að bjóða væri enn óleystur. Stjórnir Bretlands og Frakklands vilja að æðstu menn stórveldanna, þeir Búlg- anín, Eden, Eisenhower og Faure, komi saman á stuttan fund, svo sem tveggja daga, og Sovétríkin segja upp vinóttu- sáttmólunum við Bretland og Frakkland Forseti æðsta ráðs Sovétríkjanna samþykkti nýlega eín- róma að segja upp vináttusáttmálum Sovétríkjanna við Bretland og Frakkland. Utanríkismálanefnd Æðsta ráðsins samþykkti fyrir nokkru að mæla með uppsögn sáttmál- anna. Báðir sáttmálarnir voru gerðir til 20 ára, sáttmálinn við Breta gekk í gildi -1942, en við Frakka 1944. Þegar i desember sj. til- kynnti stjórn Sovétríkjanna stjómum Frakklands og Bret- lands að hún myndi segja upp sáttmálunum, ef þessi lönd full- giltu Parísarsamningana. Sovét- stjórnin hélt því fram, að ákvæði Parísarsamninganna um hervæð- ingu Vestuö-Þýzkalands brytu í bága við vináttusáttmálana, þar sem þeir, hefðu verið gerðir einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir. að þýzka hernaðar- stefnan risi upp aftur. ræði í stórum dráttum Þýzka- landsmálin og öryggismál Evr- ópu í heild, þar á meðal þær tryggingar sem Austur- og Vesturveldin geti gefið hvor öðrum fyrir að þau fari ekki með ófriði á hendur hinum. Síðan komi utanríkisráðherr- amir saman til þess að ganga frá samningum um þau atriði, sem samkomulag kann að nást um. Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill hinsvegar að utanríkisráðherrarnir komi saman fyrst og æðstu menn stórveldanna þá síðar og því aðeins að utanríkisráðherra- fundurinn beri verulegan á' rangur. Hefur það nú verið borið undir Eisenhower Banda- ríkjaforseta persónulega, hvort hann sé fáanlegur til að fallast á fund æðstu manna. Búizt er við svari frá honum £ síðasta lagi um hádegi í dag. Asíumálin verða ekki rædd á neinum fjórveldafundi, því að Sovétstjórnin fellst ekki á að ræða þau nema Kína fái aðild að viðræðunum. Stungið hefur verið upp á svissnesku borgun- um Lugano, Lausanne og Genf fyrir fundarstað. Allt að helmingur sjúkdóma er talinn stafa af félagslegum og geðrænum ástæðum Geðvemdarsérfræðingar ræða áhugamál sín á vegum WHO Sérfræðingar frá 11 Evrópuþjóðum hafa verið á fundi um geðvemdarráöstafanir, sem haldinn var í Monaco dag- ana 18.—28. apríl á vegum Evrópudeildar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO). Vísindamennirnir bera sam- an ráð sín um almennar heilsu- vemdarráðstafanir gegn sjúk- dómum, er stafa af félagslegum og geðrænum ástæðum. „Pillur, sprautur, rannsókn- Heili Einsteins írannsókn Vísindamenn við Montefiore- sjúkrahúsið í New York eru nú að rannsaka heila Einsteins undir leiðsögn dr. Harry Zimm- ermann. Búizt er við að rann- sóknin muni taka um tvo mán- uði. Öll helztu líffæri Einsteins voru tekin úr líkama hans samkvæmt fyrirmælum hans sjálfs og verða þau öll rann- sökuð. Engin messa var haldin yfir honum og líkami hans var brenndur 15 klukkustundum eft ir andlát hans. arstofur og sjúkrarúm eru ekki einhlítar heilbrigðisráðstafan- ir“, segir í fundarboði Evrópu- deildar WHO. Það þarf oft meira til að lækna sjúkdóma og þá einkum þá, sem rekja má til félagslegra og geðrænna á- stæðna. Mikill hluti sjúkdóma með þjóðum, sem eru efnalega vél settar, stafa af þessum ástæð- uin. Áætlað er, að allt frá f jórða hluta til helmings allra sjúk- dóma stafi af fyrrgreindum á- stæðum. í þessu sambandi er þó bent á ,að byggja verði á tilgátum, þar sem maðurinn sé ekki vera, sem hægt sé að að- greina í líkama og sál. Bráðabirgðarannsóknir hafa leitt í ljós, að sjúkdómar taka oft á sig nýja mynd, ef þeir eru athugaðir í ljósi fortíðar sjúklingsins. Sérfræðingar ræddu því um hvað hægt væri að gera til þess að auka skiln- ing hjúkrunarfólks og lækna á þessum málum.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.