Nýi tíminn


Nýi tíminn - 08.03.1956, Síða 8

Nýi tíminn - 08.03.1956, Síða 8
8) — NÝI. XÍMINN ,r—, .Pmuntudagurv®; .maxa .1856-.xjh Kristján Albertsson sendi- fulltrúi í New York, birtir í Morgunblaðinu 7. þm. grein um ættamöfn. Er hún sýni- lega skrifuð í tilefni af frum- varpi því um mannanöfn, sem nú liggur fyrir Alþingi og þeim umræðum, sem orðið hafa um ættarnafnaákvæði þess. Kristján er mjög fylgjandi ættarnöfnum og hefur verið um langt skeið, enda gert til- raun, sem staðið hefur nokkra . áratugi, til að breyta föður- nafni sínu í ættarnafn. Er hann nú uppgefinn á þvi og skrifar föðurnafn sitt sem. aðrir menn. Það má því gera ráð fyrir, að i grein hans sé ■ að finna sterkustu röksemdir. fylgjenda ættarnafna. Menningarsvið hvíta kynsins En röksemd Kristjáns er. aðeins ein og þótt hún verði ekki talin sterk, er hún þó að- • ekki, til að losna í éitt skipti fyrir öll við alla tortryggni og óþægindi, að leggja niður okkar sérstöku tungu og þjóðemi, gerast eitt fylki Bandankjanna og ferðast svo um allt með amerískt vega- bréf? Víð myndum þá vist ekki verða taldir „hvítir eski- móar" og skríll. Annars er ég orðinn leiður á þessu eilifa tali um að það sé t inhye.' lífsnauðsyn, að við .augiýsum um öll lönd að við séum ekki eskimóar. Ég veit ekki til að eskimóar hafi framið neina glæpi, sem líkja megi við illvirki „hins hvíta kyns“, svo að okkur væri af þeirri ástæðu ekki skömm að vera taldir til þeirra. Ættum \rið að gerast sígaunar? Ef við íslendingar ætluðum að gerast farapdþjóð, verða nokkurskonar sígaunar fram- tíðarinnar, þá væri eðlilegt, Ásgrímur Albertsson Hótel, skeiíg og ættarnöín alröksemd ættarnafnamanna fyrr og síðar. Hann segir svo: „Hinsvegar eru ættarnöfn hinn eini ríkjandi nafnsiður á öllu því menningarsviði, sem Island tilheyrir. Af því leiðir, að íslenzkt fólk sem ekki hefur ættarnöfn, og ferð- ast um Evrópu eða Ameríku —- hans nafn endar á són, hennar á dóttur, og þau segj- ast vera hjón, eða faðir og dóttir — á alls staðar á hættu að verða fyrir mjög óþægi- legri tortryggni. Hjón verða að halda stuttan fyrii’lestur um íslenzka nafnsiði á hverju hóteli til þess að fá að búa í sama herbergi. En að þeim fyrirlestri loknum mun út- iendingurinn álykta, að Is- land liggi utan við menning- arsvið hvíta kynsins, og á einskonar pólarlanda-menn- ingarsviði. Að neita þessu er ekki ann- að en að berja hausnum við- steininn, þverskallast við að viðurkenna það, sem allir vita og skiija. Sumum er sama um þó að við séum taldir einskonar hvitir eskimóar. En öðrum ekki. Og þeir eiga heimtingu á að fá að bera ættarnöfn, ef þeir vilja". Þarna höfum við það. Okk- ur er nauðsynlegt, til þess að geta talizt hlutgengir á hinu vestræna menningarsviði hvíta kynsins, að taka upp ættar- nöfn. Til að spara erlendum hótelvertum þá fyrirhöfn, að koma inn í sitt höfuð þeirri staðreynd, að ekki gildir sami nafnsiður um allar jarðir, þá eigum við að varpa fyrir borð fornum sið, sem á sér djúpar rætur í þjóðmenningu okkar allt frá því að hér varð til íslenzk þjóð. Ekki skal ég rengja Krist- ján um það, að það geti vald- ið óþægindum á hótelum i Ameríku, að vera talinn .utan hins hvíta kyns. En hví þá að við miðuðum nöfn okkar fyrst og fremst við hótel- dvalir, — því að við myndum vitanlega verða það fínni en hinir gömlu sígaunar, að búa á hótelum. En nú er það metnaður flestra Islendinga, að búa hér í þessu landi við íslenzka menningu sem íslenzk þjóð. Utanfarir eru að visu ágætar og nauðsynlegar, en bæði er það, að við hugsum okkur þá að ferðast sem íslendingar — það verður þá að hafa það, þó að þeir, sem halda að ís- lendingar séu eskimóar, líti þannig á okkur — og svo hitt, að þær stundir, sem allur þorri þjóðarinnar á þess kost að dveljast á erlendri grr[nd, eru svo stuttar, að okkur finnst ekki taka því, að miða nöfn okkar við þá örfáu daga. Ummæli Árna Pálssonar Árni Pálsson ræddi fyrir 40 ái-um um samskonar rök- semdir og þessa í fyrirlestri, sem hann hélt. Þar segir: „Forvígismenn ættarnafna segja sem svo: í menningar- löndunum, “fínu“ löndunum, hafa ættamöfnin alstaðar gjörsigrað, nema hvað sveita- alþýðan enn þá heldur við hinn foma sið á stöku stað. íslendingar stimpla þvi sjálfa sig sem lítt upplýsta almúga- þjóð, ef þeir fara ekki að dæmum menningarþjóðanna í þessu efni“. Síðan ræðir hann um hvort rétt sé, ,,að úti- lendir menn liti svo á, sem hin íslenzka nafnvenja beri vott um úrelt og afkáralegt menningarástand". „Ég efast ekki um“, segir hann, „að danskur krambúðalýður hafi margoft látið slíkar skoðanir í ljós, en af þeim lærimeistur- um okkar í uppskafningshætti og apalátum hefðum við þá lSka getað lært, að íslenzkan væri orðia ekki evo litið á eftir tímanum og ekkí sem allra „fínust“, og höfum við þó ekki viljað gleypa við þeirri kenningu. Hitt veit ég, að þýzkir fræðimenn, sém þekkja land vort og þjóð bet- ur en nokkrir aðrir útlendir menn, líta svo á, að það sé íslandi ódauðlegur heiður, hvernig það hefur varðveitt foma tungu og forna siði, og mundu þeir telja oss það litla fremd, ef við nú færum að gjörast nafnskiptingar eðá umskiptingar11. Þessi orð Árna Pálssonar hygg ég vera í fullu gildi enn í dag. Gestgjafar ekki heimskari en aðrir En eru óþægindin á hótél- unum svo mikil, sem af er látið? Um það vil ég leyfa mér að efast. Islendingar fara nú að verða það tíðfr gestir á ýmsum erlendum hótelum, að séu gestgjafar ekki heimsk- ari en aðrir nienn, þá hlýtur það að fara að renna upp fyrir þeim hvað hér sé um að ræða. Margir hafa líka farið þá leið, er þéir ferðast eriend- is, að „merkja" sér konur sin- ar eins og annan farangur. Þó að það sé_ að vísu óæski- legt, þá er það meinlítið á ferðalaginu, en með öllu þarf- laust að merkispjaldið sé lát- ið dingla við konuna eftir að heim er komið. Annars vildi ég mega beina þeirri spurn- ingu til réttra aðila, hvort ekki séu tök á því, að gera vegabréf fólks þannig úr garði, að jafnvel hinn heimsk- asti í gestgjafastétt láti sér skiljast án nokkurs fyrirlest- urs, að um hjón sé að ræða, þótt þau heiti ekki sama nafni ? reynum éftir mætti að sporna við þvi, að þær breytingar, sem þessar nýjungar leiða af sér í þjóðlífinu, ryðji burt menningarverðmætum eða hafi skaðleg áhrif á tunguna. Við finnum hinum erlendu vélum og viniiuaðferðum ný, íslenzk nöfn, notum litvarpið til fræðslu í móðurmálinu og þjóðlegum fi’æðum osfrv. Um það má deila, hvort nóg sé að gert eða svo vel á verði stað- ið, sem æskilegt væri, en við- leitnin, stefnan, er qtvíræð og að mestu óumdeild. Torfbæim- ir hverfa, af því að þeir eru óhollar og óhentugar vistar- verur samanborið við nýjustu gerð. húsa, en menningin, sem fólkið í torf.bæjunum skóp og varðveitti, er okkar dýrasti. arfur og hann er undirstaða. þess, . að við erum sérstök þjóð. Skegg Morgunblaðsins í Morgunbiaðinu 10. f.m. eru þessi mál gerð að umtalsefni í forus.tugrein, sem heitir: Skera skal skeggið. Mun hún vera skrifuð af menntamála- ráðherra.num, Bjarna Bene- diktssyni, eða er a.m.k. mjög' lík þingræðu, sem hann flutti nýlega, nema hvað ræðan var skegglaus. I grein þessari er verið að reyna að færa rök að því, að- lagaboð eigi ekki við, þegar um ættamöfu sé að ræða. Þar eru Bjarna frá Vogi og sam- herjum hans á þingi 1925 val- in háðuleg orð, talað um. „rómantísk skáld með geisla- baug þjóðrækni • um ennið“ , osfrv. Banni við ættarnöfnúm . verður: ekki líkt við annað, segir i greininni, en banni. Péturs mikla Rússakeisara við því að lcarlmenn bæru síð skegg. „Þessi fyrirmæli vöktu mikið athlægi um allt Rússa- veldi og engum kom tll húg- ar að hiýða svo fáránlegri tilskipun". Svo er rætt um þá, sem vilja útrýma ættar- nöfnum við kynslóðaskipti, Gylfi Þ. Gíslason, Aléxander Jóhannesson ofl. hafa sett þá skoðun fram. „Ef Gylfi hefði verið keisari í Rússlandi fyrir 250 árum hefði skegg- tilskipunin sky, þessu hljóð- að svo, að allir þeir, sem nú bera skegg mættu halda því, en bannað, væri að láta sér vaxa nýtt skegg", segir gre.in- arhöfundur og finnst hann heidur betur hafa náð sér niðri á þeiin, er svona fárán- legum skpðunum haldi fram, Senda skal umsókn . tál skegguefndar Þessi forustugrein mennta- málaráðherrans ér hih undar- legasta með öllum sinum gíf- uryrðum um lagaboð í þess- uméfaum. Frumvarp ráöherr- ans er sem sé alls ekki um að aflétta lagaboðum um niannanöfn. Ættafnöfn eru samkvæmt því bönnuð hema að fengnu leyfi dómsmálaráð- herra og mannánáfnanefndar, . Ef við höldum okkur Við skeggsamlíkinguna, myndi til- skipuri Bjarna Ben. hafa hljóðað þannig: Öllum er bannað að bera skegg nema að féngnu leyfi. Skal senda umsókn um það til skegg- nefndar ásamt greinilegjmi uppdrætti áf fyrirhuguðu skéggi. — Og fer þá ekki að liallast á hvort er fárán- legra, þegar um skegg er að Framha-ld á bls. 11; Ein og ein beyging — eitt og eitt orð Kristján Albertsson telur það lítil rök gegn ættamöfn- mn, þótt ein og ein beyging falli niður við notkun þeirra, nógar verði samt eftir í mál- inu. Um þetta hlýtur hver að hafa sína skoðun. Það mætti líka e.t.v. rökstyðja það, að ekki sakaði þótt eitt og eitt orð hyrfi úr málinu og erlent kæmi í staðinn, nóg yrði samt eftir af orðum og það gæti verið til þæginda á ferðalögum erlendis. Ég liygg þó að flestir íslenzkumenn hallist að þeirri skoðun, að það væri skaðleg þróun. Ég hef skilið þá svo, að þeim sé sárt um hvert orð og hvert sérkenni tungunnar, og þeir vara við æhtarnöfnum vegna skaðlegra áhrifa þeirra á hana. Tæknin og ættarnöfn Það er alger f jarstæða, sem skýtur upp kollinum i grein Kristjáns, að upptaka ættar- nafna sé einhver hliðstæða þess, er við tökum að mal- bika götur, byggja hús úr steini, leggja vegi, gera hafn- ir osfrv. Enginn hefur nokkru sinni bent á neinar minnstu líkur til þess, að okkar gamla nafnvenja hamli þróun ís- lenzkrar menningar, hvað þá að hún sé ámóta og hafnleysi eða vegleysur. Við tileinkum okkur nýja erlenda tækni og vísindi í framleiðslu, sam- göngum og menningarmálum til að auka velmegun og efla menningu þjóðarinnar, en við ISmMH I r.M.■■ g4va Milli blikandi stjarna og hvítra Uppi I Sifjllllllill sjcýja stendur pýzki brúöu- mynda-leikstjórinn Schulz og er að koma leikendum sín- um fyrir áöur en nýtt atriöi er tekið í brúöumynd, sem sniöiö er éftix œfintýri eftir Theodor Storm. Skýin eru úr vatti og þau em fest á trégrind, en þaö kemur ékki að sök í kvikmyndinni. Brúöumyndir handa börnum eru mjög vinsælar eríendis en þær sjást sárasjaldan hér á landi. Hvers vegna?

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.