Nýi tíminn - 30.07.1959, Page 1
Kaupið
.Vý/o tinrann
Yl TIMINN
Fiimmtudagur 30. júlí 1959 — 24. töhiblað — 18. árgangur
OtbreiSiS 1
Nýja timann'
Kjördæmabreytingin stórt spor til
aukins lýðræðis og mannréttinda
Einar Olgeirsson lýsir yfir fylgi AlþýSubandalagsins
við stjórnarskrárfrumvarpiS óbreytt
Verkalýðshreyfingin og flokkar hennar hljóta aö berj-
ast gegn íhaldi og afturhaldsstefnu hvar sem hún kemur
fram. Framsóknarflokkurinn hefur kosiö sér þann hlut
aö vera afturhaldssamasti flokkurinn í kjördæmamál-
inu og nú hafa verkalýösflokkarnir fengiö fram róttæk-
ari lausn á því baráttumáli sínu en þeir heföu nokkru
sinni fengiö meö Framsóknarflokknum.
Á þessa leið mælti Einar Olgeirsson, formaöur þing-
flokks Alþýöubandalagsns, í ræöu viö 1. umræöu stjórn-
arskrárfrumvarpsins í neöri deild Alþingis í gær. Lýsti
hann yfir fylgi Alþýöubandalagsins viö frumvarpiö ó-
breytt, og taldi kjördæmabreytinguna eitt stærsta spor-
íö í átt til aukins lýöræöis- og mannréttinda, er stigiö
hefði veriö síöustu áratugi.
Fer hér á eftir stuttur út-
dráttur úr ræðu Einars:
Baráttan um kjördæmamálið
1— það er barátta milli lýðrétt-
inda og mannréttinda annars
vegar og afurhalds og forrétt-
inda hins vegar, sagði Einar.
Það er baráttan um hvort
verkamenn í þéttbýlinu eiga að
hafa sama rétt og aðrir lands-
menn, barátt.an um það hvort
þrír kaupfélagsstjórar eiga t.d.
að hafa jafn miki] áhrif á
skipun Alþingis og átta verka-
menn.
Það er mannréttindamál, að
allir landsmenn hafi sem jafn-
astan kosningarrétt, og fyrir
þv’l hefur verkalýðshreyfingin
á Islandi barizt frá því hún
tók til starfa. Kjördæmabreyt-
ingin er því sjálfsagt mál fyrir
vebkamenn, þeir skilja að í
henni felst viðurkenning á því
að þeir séu jafnréttháir öðrum
þegnum þjóðfélagsins, skilja
að jafnrétti þeirra til að hafa
áhrif á skipan Alþingis er
þeim mjög mikils virði í allri
hagsmunabaráttu sinni.
Mál verkalýðsins.
Um þrjátíu ára skeið hefur
það legið ljóst fyrir að verka-
lýðsflokkarnir eru fylgjandi
kjördæmabreytingum sem þýða
aukið jafnrétti til áhrifa á
skipan Alþingis. Það er því ó-
trúleg blinda sem forysta
Framsóknarflokksins er slegin
að henni skuli e'kki liafa skil-
izt, að vilji hún starfa með
verkalýðsflokkunum, verður
hún að ganga með þeim að
lausn þessa vandamáls.
Vegna þessarar einkenni-
legu blindu Eysteins Jónsson-
ar og annarra foringja Fram-
sóknarflokksins hafa verka-
lýðsflokkarnir nú þurft þrisv-
ar á þremur áratugum að
ganga að lausn kjördæmamáls-
ins með Sjálfstæðisflokknum.
Afturhaldssíiniasti flokk.
urinn.
Sú samstaða breytir að
sjálfsögðu engu um þá stað-
reynd að aðalandstæðurnar í
þjóðfélaginu eru auðmaniia-
stéttin og verkalýðsstéttin.
Framsókn hefur löngum reynt
að nota sér þær andstæður og
byggt valdakerfi sitt á þeirri
trú að andstæðustu stéttirnar
gætu aldrei og undir engum
kringumstæðum unnið saman.
En í þessu máli getur flokkur
auðstéttarinnar og verkalýðs-
flokkarnir unnið saman. Fram-
sóknanflokkurinn hefur hins
vegar kosið sér þann hlut 'i
kjördæmamálinu að gerast
flokkur aftunhalds og forrétt-
inda í stað þess að grípa tæki-
færi, sem hann hefur alltaf
haft, og nú síðast í vinstri
stjórninni, til að leysa kjör-
dæmamálið með verkalýðs-
flokkunum.
Það er þó lengst gengið er
Framsókir heldur því blákalt
fram nú að hún sé að berjast
fyrir réttlæti í þessu máli og
að meirihluti þjóðarinnar fylgi
forystu Framsóknarflokksins ’í
andstöðu við kjördæmabreyt-
inguna. Það er gamla sagan.
Ef meirihluti þjóðarinnar fer
aðrar leiðir en Eysteinn Jóns-
son og forysta Framsóknar
vill, þá veit sá meirihluti ekki
hvað hann er að gera. Þó er
fáránlegast af öllu að halda
þessu fram einmitt þegar verið
er að gera ráðstafanir til þess
að meirihluti þjóðarinnar fái að
ráða á Alþingi Islendinga.
Framsólm loí'aði að leysa
málið.
Framsókn átti færi á að
leysa kjördæmamálið með
verkalýðsfldkkunum í fyrrver-
andi ríkisstjórn. Hún hafði
meira að segja lofað að gera
það, og hún hafði verið beðin
iað gera það. Á 'yrsta samtals-
fundinum með forystumönnum
Framsóknarflokksins sumarið
1956v lögðum við Hannibal
Valdimarsson á það sérstaka
áherzlu, að Framsókn neyddi
ekki verkalýðsflokkana til að
leysa kjördæmamálið enn einu
sinni með Sjálfstæðisflokknum.
Framsókn lofaði þá iðrun og
yfinbót, lofaði að leysa málið á
starfstíma stjórnarinnar. Það
loforð var svi'kið. Eysteinn
Jónsson, Hermann Jónasson og
aðrir leiðtogar Framsóknar-
flokksins reyndust ekki hafa
þá trú á mannréttindi, lýðræði
og réttlæti að þeir fengjust til
að standa við þetta lofórð.
Þeir vissu að samstarfsflokk-
arnir gátu ekki við það unað.
Eysteinn og Hermann vissu að
á Alþingj sáu 17 Framsóknar-
þingmenn með 13 þúsund at-
kvæði að baki, en 8 þingmenn
Alþýðubandalagsins er hlotið
hafði 15 þúsund atkvæði, og á-
líka var ástatt með Alþýðu-
flokkinn.
Framsóknarréttlæti.
Hvert var svo það réttlæti
sem Framsóknarflokkurinn
bauð verkalýðsflokkunum í
^rukknaSi
-Aðfaranótt sl. laugardags
varð það slys á síldveiðunum,
að einn hásetanna á Flóakletti,
Leiiur Jónasson dróst í kaf
með KÍIdarnótinni og drukknaði.
Leifur náðist aftur upp eftir
4—5 mínútur, en lífgunartil-
raunir báru ekki árangur. Leif-
ur hafði verið brjóstveikur og
þá tekið úr honum annað lung-1
að.
Stöðvast omferð
aftur um Mýrdals-
sand?
Sú hætta vofir nú yfir að
vatn ryðjist yfir veginn yfir
Mýrdalssand og umferð um
hann lokist aftur. Vegamála-
stjóri varaði menn við að fara
þessa leið í g:ær.
Um daginn brauzt Múlakvísl
yfir veginn og braut í hann
skarð g alllöngum kafla. Var
vegurinn ófær nokkra daga
meðan verið var að breyta
stefnu vatnsins frá veginum.
kjördæmamálinu ? Raunar bauð síðan hefur alloft farið sam-
Safn af ritgerðum og ræðum
Jóns Helgasonar komið út
Nýlega kom í bókaverzlanir bók
sem geymir ritgerðir og ræður
eftir Jón Helgason prófessor.
Bókin er gefin út af Félagi ís-
lenzkra stúdenta í Kaupmanna-
höfn og er útgáfan þakklætis-
vottur félagsins til Jóns á scx-
tugsafmæli hans.
Bókina kallar Jón ..Ritgerða-
korn og ræðustúfar" og í eftir-
mála kemst hann svo að orði:
„Ég gæti vel trúað að ef ég
hefði alið aldur minn í umhverfi
þar sem spurt hefði verið eftir
slíku, hefði mér ekki verið ó-
ljúft að bera mig að kynna hin
og önnur efni úr fræðigrein
minni, í erindum og ritgerðum.
En eins og lífsbraut mín hefur
orðið hef ég ekki getað gefið
mig að þvíhkum hlutum nema
endrum og eins, og þó helzt á
Bjarkamál Saxa, Verkefni ís-
lenzkra fræða, fslenzk handrit í
British Museum, Þjóðsögur, Arn-
grímur lærði, Séra Jón Þorláks-
son, Finnur Magnússon, Hrein
íslenzka og miður hrein. Auk
þess eru þarna 8 ræður, flestar
haldnar í hópi íslendinga í Kaup-
mannahöfn, en sumar hér heima.
Bókin er 297 blaðsíður, prent-
uð á vandaðan gljápappír og er
allur frágangur útgefanda til
hins mesta sóma. Bókarinnar
verður nánar getið hér í blaðinu
síðar.
hann verkalýðsflokkunum ekki
neitt. En flokksþing Fram-
sóknarflok'ksins bauð Sjálf-
stæðisflokknum boð, boð um
stóraukið ranglæti í kjördæma-
skipaninni. Flokksþing Fram-
sóknar lýsti yfir vilja sínum til
þess að öllu landinu yrði skipt
í einmenningskjördæmi án upp-
bótarþingsæta. Það tilboð var
til Sjálfstæðisflokksins, það
var tilboð um helmingaskipti
þeirra flok'ka á þingmönnun-i
um, það var tilboð um að
þurrka ut af Alþingi verka-
lýðsflokkana. Þessi var skiln-
ingur Framsóknar á baráttu-
máli samstarfsflokkanna, rétt-
lætismáli alþýðunnar, þetta var
réttlæti Framsóknarflokksins.
Og Eysteinn og Hermann rufu
stjórnarsamstarfið, hentu frá
sér samvinnu verkalýðsflokk-
anna, i þeirri von að geta þeg-
ar náð samvinnu við ihaldið um
afturhaldsstefnu og helminga-
skipti, Nú kemur Eysteinn
Jónsson og talar um samkomu-
lag og málamiðlun, en meðan
Framhald á 7. síðu.
an hiti og rigning og vatna-
vextir því verið miklir, en
kvíslin ber fra:n óhemju af
möl og leir. Hækkar því jafnt
og þétt fyrir ofan veginn og
er hætta á að vatnið geti brot-
izt yfir hann áður en varir.
Stálverð hskkar í
Bandaríkjunum
Engar horfur eru enn á því
að sættir takist í verkfalli rúm-
lega hálfrar milljónar verka-
manna í bandaríska stáliðnað-
inum. Sáttasemjari ríkisins hef-
ur frestað viðræðum við dciiu-
aðila fram á mánudag.
Verkfallið hefur þegar haft
þær afleiðingar að stál hefur
hækkað í verði um 6—9 dollara
lestin, og farið er að bera á
atvinnuleysi í sumum iðngrein-
um sem nota stál. Þá er einnig
byrjaður innflutningur á stáli
og búizt við að hann aukist á
næstunni.
Eindœma íaxagengd l Ölvesá
styrjaldartímanum. meðan ég
hafði Frón nálægt mér. Ég verð
að biðja lesendur að virða á
betra veg að ég hef ekki fleira
né fjölskrúðugra að bjóða“.
Þrátt fyrir þessi orð sem mælt
eru af lítillæti vísindamannsins
Selfossi
Laxagengd hefur veriö meö eindæmum í Ölvesá sl.
sólarhring. Til Kaupfélags Árnesinga hafa borizt milli
600 og 700 laxar, allir veiddir síöasta sólarhring hér á
Selfossi og 1 nágrenninu.
Hér er eingöngu nm netaveiði
mun engum sem í þessari bók ^ að ræða, og er þá ek'ki með-
blaðar ]).vkja efni hennar fátæk- | t.alin veiði á Eyrarbakka, en
legt og fáskrúðugt. í henni eru lausafregnir herma að þeir
15 ritgerðir um margvísleg efni, muni hafa veitt um 300 laxa
nefna má: Að yrkja á íslenzku, á þessum tíma.
Stangaveiði í Ölvesá hefur
verið mjög léleg í sumar, enda
fækkaði veiðimálastjóri stöng-
unum niður í 3 á dag á svæð-
inu sem Stangaveiðifélag Sel-
foss hefur til afnota og hafa
veiðzt hér 11 laxar á stöng
fram að þessu.
Margir velta því fyrir sér
hvað fyrir veiðimá’.astjóra ha.fi
vakað með þessari ráðstöfun
og niðurstaðan af þeim heila-
brotum helzt orðið sú, að hann
hafi talið línur stangaveiði-
manna flækjast svo fyrir lax-
inum að liann sæi ekki til að
fara í möskva netaveiðimana-
anna.