Nýi tíminn


Nýi tíminn - 30.07.1959, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 30.07.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudr.gur 30. júlí 1959 — NÝI TÍMINN — (3 Hjalti Kristgeirsson Qomnl hók á snfnií Oúdnpest Það eru ekki eintómir grúskarar af guðs náð, sem sækja bókasöfn í Búdapest. Það er mislitur hópur sitjandi í lestrarsal eins almenna bóka- safnsins dag einn snimmendis á jólaföstu síðastliðins árs. Menn eru að lesa sér til um hitt og þetta: einn um bók- band, annar um ítalskar átís- vélar, þriðji um fjallgöngur í Mátrahéraðinu. Læknastúd- entar sitja yfir þy'kkum doð- röntum, prýddum óskiljanlegri latínu og hryllilegum mynd- um sjúkra líffæra. Þeir liafa eiginlega ekki 'í önnur hús að venda en almenn bóka- söfn, vegna húsnæðisskorts í læknaskólanum. Gamalt elli- launafólk er að fræðast um þann eina sanna keisara Franz Jósef og drottningu hans, blessunina hana Elísabetu, hún var okkur Ungverjum svo væn. Þetta habsborgaradót á sér ekki aðra formælendur í dag en þá sem gengnir eru í barndóm. Töluvert er af fólki í fagurfræði og bókmenntum með fullt borð af s'kræðum fyrir framan sig. Það eru einkum stúlkur, þær reynast nefnilega miklu iðnari fræði- menn en piltar. Ég er að gjóta á þær augunum öðru hvoru en það hefur ekki minnstu áhrjf, svo að ég grúfi mig yfir heldur þurran kafla hagfræðikennslubókar- innar. I rauninni hef ég enga . frambærilega ástæðu til að vera hérna, þar sem ég hef aðgang að miklu betri húsa- kynnum 'í mínum eigin há- skóla. Eg fer stundum í burtu til að losna við að slóra yfir fánýtu hjali uppáþrengjandi kunningja. Þarna þekki ég engan og ætla að vera af- skaplega duglegur að læra: hvernig var þetta nú aftur með jarðrentuna hans Ricard- os ? Inni í Iessalnum ríkir s'kemmtileg lykt, sem ævin- lega fylgir gömlum bóka- geymslum. Mér finnst alltaf eitthvað hátíðlegt við hana eins og maður sé í kirkju. Bókaverðir eru á þönum, klifra upp um alla veggi og ská- skjóta sér milli sætanna klyfj. aðir bókum. Það er hvíld í því að fara öðru hvoru fram og lyfta sér upp. Hægt er að skoða útstilltar bækur und- ir gleri í löngum ganginum ellegar spreyta sig á fornum stöfum og myndum á stein- blokkum í ranghölunum niðri. Byggingin er ekki nema hundrað ára en þannig úr garði gerð, að væri hún á ís- landi þyrði ég þar ekki um þvert hús að ganga fyrir draugum. í Ungverjalandi er engin hætta, þar þr’ifast þeir ekki. Mér ' déttur þ' hu^, ' að* rétt væfi aft ga“að því,'‘hvort “ ekki fyndust hér einhverjar ferðabækur ungverskar unx lsland, sem ég gæti vísað hon. um Attila á. Hann var eyði- lagður maður um daginn að hafa ekkj eitthvað þess háttar til að lesa í þreytandi fyrir- Iestrum. Að visu er þetta ekki útlánasafn, en ef hann hefur áhuga á, getur hann lesið bók- ina hér. Eg fletti upp á Is- landi í bókaskránni. Þar er e'kki um auðugan garð að gresja: nokkrar þýzkar bæk- ur um Island og, jú, ein ung- versk ferðabók þrítug og, bíðum við, ósköp einmana sjö ára gamall Skírnir (árg. 1952). Jæja, þetta er þó allt- ént skárra en í útlánasEifni Pestar, Þar er eiginlega ekk- ert að finna um ísland og skandinaviskar bókmenntir yf- irleitt mjög fáséðar. Á dönsku einungis ævintýri Andersens og Pelle Erobreren, á norsku einhver skýrsla um holræsa- gerð í Kristjaníu eða eitthvað álíka fróðlegt. I þessum hugleiðingum fer ég aftur yfir þessi fáu spjöld bak við flokksheitið Island. Nú finn ég eitt spjald i viðbót, sem hafði verið eitthvað feimið í fyrstu umferð. Óvenjustuttur texti á bókarspjaldi: — Calendar- ium. Riim a Islendsku. Hoh um. Anno 1611. Eg þykist nú hafa veitt vel og gleymi alveg, hvað Attila leiðist að hafa ekki íslenzkar ferðasögur til að lesa í fyrirlestrum. Spennt. um skrefum grúskarans, sem loksins sér ávöxt iðju- sinn- ar, geng ég inn í lessalinn og skrifa upp bæði Skírni og „riimið“ á eyðublað hjá um- sjónarkonunni. Hún dokar við það seinna: getur þetta lága númer, rúmlega þúsund, verið rétt, hér skipta bækur mill- jónum? Eg anza ekki svona vantrausti á grúskhæfileika mína, geng til sætis og bíð þar 1 ótrúlega langan tíma. Ætli skráin sé ekki röng, skyldu þessar bækur finnast, á mér að auðnast að lesa íslenzku hér í þessum virðulega bóka- safnssal, í landi þar sem ég er eini maðurinn, sem les þetta framandi tungumál? — Loksins kemur litli pervisni 'karlinn með eitthvað til mín. Hér er Skírnir, en hitt sem ég bað um er víst almanak, up^fræddi hann mig um. Þau eru öll geymd í sér húsi hér handan við garðinn. Ef ég vil panta hana núna, get ég fengið hana á morgun. Það verður að bíða, segi ég. Ein- hverntíma seinna gefst mér tóm til þess arna. Síðan les ég Skírni í staðinn fyrir Ric- ardo fram að kvöldmat og fer svo heim samkvæmt áætlun að tala við blámanninn minn og vin hans krákuna. Það er þó nokkru seinna, að ég legg aftur leið mína í þetta samá bókasafn, og þá ekki til þess eins að forðast kumiingja eða sitja á hörðum stólum sem ekki er hægt að sofna í, heldur í þeim tilgangi Titilblað Bœnabókar Myndirnar tók Ijósmyndari safnsins að bón greinarliöf. 1.1 Í.’VÍ) I / Jur*<• 04 Titilblað almanciksins. áð kynna mér rím á 'íslenáku. Eg panta bókina og kem aft- ur daginn eftir til að hand- leika og skoða gripiun. Þá hripaði ég hjá mér eftirfar- andi lýsingu: Bók er í höndum mér, 8x13 cm að stærð, bundin í föl- grátt band (skinn?), nokkuð máð. Tjáningarlaust útflúr er á spjöldum. Á upphleyptum kili er þrykkt svörtum stöf- um á bleikan flöt: Calendar et preces islandicae. Þar er og bókasafnsnúmer kversins. Milli forspjalds og saurblaðs er ekkert að finna utan skrif- að með blýanti innan á spjald • ið: '1947' (þ.e. úrfellingar- merki einn níu fjórir sjö). Titilblað: Calendarium. Riim a Islendsku. So menn meige vita huad Tijmanum Aarsins lijdur. Med lijtillre Vtskyringu og nockru fleira sem Rijmenu til heyrer. Prentad ad nyju a Holum. Anno MDCXI. Síðan er stimþill bókasafnsins. Aft- an á titilblaðið kemur sjálft aimanakið, og er sá hluti bókarinnar 24 blöð. Næsti híuti kversins er: Christeleg Bænabok, Skrifud fyrst i þysku Maale af And- rea Musculo Doct. (Mynd af feitum guðsmanni inni í þre- földum hring). Anno M. D. L. I. X. Þessi er 119 blöð. Þau eru mjög heilleg og læsileg, þó er eins og örsmár neisti frá hlóðareldi hafi komizt á eina opnuna. Víða er Iesmál svo nærri kili, að erfitt er um lestur. Kynni þetta að benda til þess, að núverandi band bókar sé ekki hennar fyrsta, bendir ekki erlendur titill á kili og til þess? Þriðju hluti kversins er saltari með eftirfarandi' titil- blaði: Hinn. stutte Davids Psaltare (edur nockur vers saman lesen af Ðavids Psalt- ara) ad akalla og bidia Gud þar med i allskonar Motgange og Astrijdu Med nockrum sierlegu huggunarVersum þar i fliotande. Harmþrungnum hiortum til Endurnæringar (huar med eirnen finast nock- ur Lóf vers edur Þackar- giorder) Gude eilijfum til líanda. Anno M.D.XC.vii. A. J. (Eg er ekki viss á nokkrum síðustu stöfunum). Þessi hluti er 29 blöð. — Blaðrendur bók- ar eru í rauðum lit. Bókin er vel með farin, og ekki eru spjöldin ormétin svo teljandi sé. Mörgum getum mætti að þv’í leiða, hvernig þessi bck hefur borizt til Búdapestar. Ósennilegt þykir mér, að liún hafi lengi verið á Islandi torf- bæja og grútarlampa, hún hefur ekki útlit til þess. Það liggur við að vera dularfullt, hvað íslenzk guðsorðabók er að gera suður á Ungverja- landssléttu. Ómögulegt er að segja um he’. dur, hvenær safn- ið náði tangarhaldi á þeirri gömlu. Það er um hálfrar ann- arrar aldar gamalt, og það gerist margt á skemmri tíma. Ef til vill gefur talan innaná spjaldinu það til kynpa hve- nær bókin var sett á skrá safnsios, en slíkt er þó ekki venja. Hugsanlegt er, að bók- in hafi verið í eigu einhverrar greifaættarinnar, og hún hafi verið skilin eftir ásamt fleiru sem álitið var rusl, þegar landflótti brast í lið þeirra öðluðu eftir stríðið. Síðan hafi safnið hirt þennan yfir- gefna dýrgrip. Eg gekk mig að visu á fund bókaskrárstjóra og innti hann eftir því, hvenær og hvernig þessi bók mundi hafa komizt ú' safaið. Hann krimti.pg þló niður í bringu sér, skrifaði hjá sér nafn og númer, lofaði öllufögru og.. sagði, .að eftir Framhald á 7. SÍðU.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.