Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.11.1959, Side 1

Nýi tíminn - 19.11.1959, Side 1
Gunnar fllfur Jónsson látinn taka á sig alla sök af skoðananjósnunum! Röggsemi félagsmálaráðherra — fyrir og eftir kosningar NÝI TÍMINN Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær hefur félagsmálaráðu- neytið komizt að þeirri niður- stöðu að réttarrannsókn sú sem hafin var gegn tveimur meðlim- um liúsnæðismálastjórnar, Hann- esi Pálssyni og Sigurði Sig- mundssyni, hafi ekki „gefið til- efni til frekari aðgerða“ og taki Jieir því upp störf að nýju. Ýms- um mun þykja þetta kynleg niðurstaða eftir að lögð hafa verið fram sönnunargögn um pólitískar njósnir Hannesar Páls- sonar í sambandi við umsóknir um lán til íbúðabygginga. Nýtt ráðuneyti Ríkisstjórnin hefur á- kveðið að koma á fót . ráðuneyti^ er framkvæmi . athuganir á efnahagsmál- um og sé rikisstjórninni til ráðuneytis í þeim mál- um, Er ætlunin að koma með þessu móti í fastara og hagkvæmara horf þeim athugunum efnahagsmála, sem um undanfarin ár hafa verið unnar á veg- um ríkisstjórnarinnar. Jónas H. Haralz, hag- fræðingur, verður ráðu- neytisstjóri hins nýja ráðuneytis. Jafnframt þessu embætti mun hann þó fyrst um sinn eins og að undanförnu gegna störfum sem ráðuneytis- stjóri viðskiptamála-ráðu- neytisins. (Frá ríkisstj.) Skýringin er sú að í réttar- rannsókninni tók fulltrúi Hann- esar á Selfossi, Gunnar Álfur Jónsson; á sig alla sök á njósn- unum. Lýsti Hannis yfir því við rannsóknina að sér hefði aldrei til hugar komið að grennslast fyrir um stjórnmálaskoðanir manna; aðeins hefði hann viljað fá að vita um efnahag þeirra og aðstæður! Gunnar Álfur lýsti yfir því að hann hefði tekið al- gerlega upp af eigin hvötum að senda upplýsingar um stjórn- málaskoðanir umsækjenda og hefði enginn maður orðað slíkt við sig! Og Þráinn Valdimars- son, framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, staðfesti fram- burð beggja. og reyndust þeir þremenningarnir mjög vel sam- æfðir fyrir réttinum. Gunnar Álfur var látinn taka á sig alla sökina og sá framburður hefur nú verið tekinn gildur af fé- lagsmálaráðuneytinu! Fyrir rannsóknina hafði Hann- es Pálsson borið Sigurð Sig- mundsson ýmsum sökum um rangsleitni í úthlutunum o. fl. Ekki gat hann fundið þeim á- burði neinn stað í rannsókninni og féll hann algerlega um sjálfan sig; án þess þó að ráðuneytið telji slíkt framferði Hannesar á nokkurn hátt saknæmt. Þegar félagsmálaráðherra fyr- irskipaði réttarrannsóknina — fyrir kosningar, reyndi Alþýðu- flokkurinn mjög að nota það sem vitnisburð um ,,röggsemi“ hans og stjórnarinnar alirar. Sú rögg- semi birtist í öðru Ijósi — eftir kosningar. Steinaldarkofi í kartöflugarði Eunmtudagur 19. nóvember — 18. árgangur — 37. tölublað. Anastas Mikojan (annar frá liægri) og Gylfi Þ. Gíslason (lengst til vinstri) ræðast við úti fyrir flug'v'alla^hótelinu í Keflavík með milligöngu Kúgúénko, fréttaritara Tass, seni túlkaði. Til hægri er Alexandroff, sendih. Sovétríkjanna. Blaðamenn í baksýn. (Ljósm. Sig G.) Mikojan aðstoðarforsætisráðherra áir á íslandi: Keílavík skoðuö, skeggrætt um viðskipti og aívopnun Húsmæöur í búöarferðum í Keflavík um ellefuleytiö í fyrrad. vissu ekki hvaöan á sig stóö veöriö, þegar stór, svartur bíll meö rauöan fána uppi kom ofan af flug- velli og á eftir honum þétt halarófa annarra bíla, f fremsta bílnum var Anastas Mikojan, fyrsti aðstoðarforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sem ekki vildi hírast inni í flugvallar- [ hóteli þá skömmu stund sem hann dvaldi á íslandi, heldur sjá eins mikið af landi og þjóð og kostur var. Merkir fornminjafundir cru svo tíðir í Danmörku að Danir kalla ekki allt ömmu sína í því efni, en í haust skýrðu starfs- menn fornminjasafnsins lí Álaborg frá því að alveg einstæðar fornminjar hefðu fundizt í landi smábýlis hjá Ferslev á Norður- Jótlandi. J. Jensen, sem býr þarna, fann nokkur leirkerabrot í kartöflugarði sínum. Það varð til þess að fornminjafræðing- arnir tóku að grafa og komu niður á grunn brunnins liúss frá yngri steinöld. Það einstæða við fundinn er að ekkert tcljandi rásk hefur orðið þarna þau 4000 ár sem liðin eru síðan kofi steinaldarmanna brann. Byggingarla,gið sést því greinilega, og viðarkol eftir brunnið tré og tágar sýnir gerð byggingar- innar. Loks fundust tíu leirker frá þeim t:ma þegar Ieirkera- gerð stóð með mestuin blóma í Danmörku, en það kalla fræði- menn „fallega tímabilið". Myndin sýnir Marseen safnvörð að starfi í rústunum, og fremst á myndinni ef botninn á einu leirkerinu Óskað heilla Mikojan bað íslenzku embætt- ismennina og blaðamennina sem tóku á móti honum, að flytja ís- lenzku þjóðinni einlægar óskir um heill og hamingju í hörðum fangbrögðum við óblíð náttúru- öfl. Flugvél Mikojans, hverfil- skrúfuvél af gerðinni Iljúshín-18, kom við á Keflavíkurvelli klukk- an fimm mínútur yfir tíu til aðl taka eldsneyti á leið til Mex- íkóborgar. Ekki hafði reynzt unnt að fljúga þangað í einum áfanga með TU-114, því að flug- vellir í Mexíkó taka ekki þá vél. Erindi Mikojans til Mexíkó er að opna sovézka vísinda- og tæknisýningu í höfuðþorginni. Viðskipti og stjórmnál Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra, Jónas Haralz ráðuneyt- isstjóri, Páll Ásg. Tryggvason deildarstjóri, Björn Ingvarsson lögreglustjóri og ýmsir aðrir embættismenn tóku á móti Mik- ojan og föruneyti hans. Með í ferðinni eru tveir synir hans og tengdadóttir. Alexandroff, sendi- herra Sovétríkjanna, og sendi- ráðsstarfsmenn tóku einnig á móti Mikojan. Yfir veitingum í flugvallarhót- elinu minntist Gylfi á að Sovét- ríkin væru einn helzti viðskipta- vinur íslands. í viðræðum sem spunnust út af þessu lýstu ís- lenzki ráðherrann og sá sovézki báðir yfir ánægju með viðskipti landanna, en Mikojan hefur lengi verið yfir viðskiptamálum í Sovétríkjunum. Mikojan sagði, að flugvélar eins og sú sem hann ferðaðist með væru til sölu, og ekki byð- ust aðrar sparneytnari. Gylfi kvað flugvélakaup verða að bíða, þangað til sovézkir neytendur fengju lyst á enn meira magni af íslenzkum fiski. Matthías Johannessen, ritstj. Morgunblaðsins, spurði hvort Sovétríkin myndu kaupa meiri fisk ef kommúnistar fengju sæti í íslenzku ríkisstjórninni sem nú væri verið að mynda. Mikojan svaraði, að sovét- stjórnin hefði enga löngun til að skipta sér á neinn hátt af ís- lenzkum innanlandsmálum,- hvorki stjórnarmyndun né öðru. Hvað viðskipti landanna snerti, hefðu Sovétríkin verzlað við ís- land hvaða flokkar sem héi; hefðu setið í ríkisstjórn. Tunglið og afvopnun Matthias spurði ennfremur,- hvort Sovétríkin ætluðu að gera tunglið að herstöð. Mikojan svar- aði, að ekkert slíkt vekti fyrir þeim, heldur ætluðu þau að koma þar upp alþjóðlegri! skemmtiferðastöð. — Meðal annarra orða, sagði hann, ef tillögur Sovétríkjanna um algera og almenna afvopnun' ná fram að ganga, mun koma að því að þessi herstöð hér í Kefla- vík verður lögð niður. Þá geta Framhald 'a 12. síðu. r Islendingar hrepptu Heimskringlurnar Fjörugt uppboð á norrænum bókum í London íslenzkir bókasafnarar létu aö sér kveöa á fjölsóttu bókauppboöi í London fyrir skömmu. Hjá Sotheby’s, öðru helzta uppboðsfyrirtæki JBretlands, voru boðin upp 187 númer bóka frá Norðurlöndum og um Norð- urlönd. Gizka á fsland , Fréttaritari UPI í London segir, að því sé haldið vand- lega leyndu hvaðan safn þetta sé komið til Sotheby’s. Marg- ir geti þess til að það sé frá íslandi. Eullyrða .má að sú ágizkun er röng. .íslendingar voru líka með í hópnum sem kominn var til að bjóða í,“ segir UPI. „Þeim voru slegin tvö eintök af fyrstu útgáfu Heimskringlu Snorra Sturlusonar. “ Einnig er sagt frá því í skeytinu, að Islend- ingi hafi verið slegin Heims- kringluþýðing Jóns Rúgmanns á sænsku, sem prentuð var í einkaprentsmiðju Per Brahe greifa árið 1670. Sú bók fór á 100 sterlingspund. Linné á 2,900 pund Dýrasta verkið á uppboðinu var Systema Naturæ eftir Linné, prentað í Leyden 1735. Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.