Nýi tíminn - 24.03.1960, Qupperneq 4
4) _ NÝI TlMINN — Fimmtudagur 24. marz 1960
Eftir Jenna R. Ólafsson, Sfykkishólmi
inain m sf
111 tíðindi hafa gerzt á Is-
landi síðustu vikur. Stjórn
tveggja íhaldssömustu flokka
landsins hefur verið mynduð,
og eitt fyrsta verk þessarar
stjórnar varð að vonum stór-
felld árás’á bændur og verka-
menn í landinu, svo og á vel-
flestan atvinnurekstur og
verzlunarfyrirtæki. Vandfund-
inn mun sá heilbrigður at-
vinnurekstur, sem hag hafi
af ,,viðreisninni“, eins og
stjórnin sjálf kallar ráðstaf-
anir sinar. Eg ætla ekki að
taka mér fyrir hendur að lýsa
þeim áhrifum, sem mér virðist
aðgerðir stjórnarinnar muni
hafa á allt efnahagslíf og af-
'komu þjóðarinar, en hitt er ó-
hætt að fullyrða að þau muni
verða geigvænleg.
ar. Hér er því um algert ný-
Eitt er þó það atriði sem
ég get ekki látið hjá líða að
minnast á, en það er hve mjög
er þrengt að samvinnufyrir-
tækjum. I flestum tilfellum er
hér að vísu um sömu þreng-
ingar að ræða og gagnvart
öðrum fyrirtækjum, en taka
helmings þess fjár, sem bæt-
ist í innlánsdeildir kaupfé-
laganna, er hinsvegar frekleg
árás sem beint er að sam-
vinnufyrirtækjum einum, Inn-
lánsdeildirnar eru ekki neinar
venjulegar innlánsstofnanir,
heldur rekstrarlán til kaunfé-
laganna í ákveðnu formi. Auk
þess er hér um að ræða fjár-
magn, sem hingað til hefur
alls ekki verið leyfilegt að
flytja burt af félagssvæði við-
'komandi kaupfélags, til notk-
unar eða geymslu annarsstað-
mæli að ræða, sem auk þess
að gera kaupfélögunum erfitt
fyrir um öflun rekstrarfjár,
gengur harkalega á rétt
manna til að fela ákveðnum
aðilum að ávaxta, fé. sitt, og
um leið styðja ákveðið mál-
efni.
Þetta er svo sem ekkert
meira en búast mátti við af
núverandi stjórnarflokkum,
en hinsvegar er rétt að at-
huga málið með tilliti til ein-
stakra manna innan st.iórnar-
flokkanna og samvinnuhreyf-
ingarinnar.
Þess er skemmst að minnast
er Benedikt Gröndal var yf-
irmaður fræðsludeildar S.I.S.
Honum var þar treyst til að
hafa umsjón með uppfræðslu
starfsmanna og væntanlegs
forustuliðs samvinnufélaga á
Islandi. Þessi maður tryggði
sér setu á alþingi síðastliðið
haust, með þv'í meðal annars
að endurtaka framboðsfund
eftir framboðsfund, sömu ó-
sannindin um afkomu útflutn-
ingssjóðs og ríkissjóðs og
með því að lofa að gera sitt
til að stöðva verðbólguna og
snúa síðan þróuninni í þeim
málum við.
Og eignaðist nú ekki sam-
vinnuhreyfingin ötulan bar-
-O
Hætta á ferðum í Genf
Fiskvei&ilandhelgin notuS sem leikur i taflinu um
í almennu landhelgina, segir LúBvik Jósepsson
Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegsmálaráó-
herra, flaug í gærmorgun áleiðis til Genfar þar sem
hann mun sitja landhelgisráðstefnuna sem einn af full-
trúum íslands. í stuttu viðtali sem hann átti við Þjóð-
i iljann fyrir brottförina lagði hann áherzlu á það að ís-
lendingar gerðu sér ljóst að"málstaöur íslands kynni að
yerða í nokkurri hættu á ráðstefnunni í Genf. Sú hætta
stafaði fyrst og fremst af samningamakki llandaríkjanna
og fyigiríkja þeirra.
— Menn verða að hafa það
í huga, sagði Lúðvík, að þær
þjóðiý sem mest áhrif hafa á
ráðstefnunni — stórþjóðirnar
— berá fyrst og fremst hina
almennu landhelgi fyrir brjósti
og takast á um hana, en hafa
mjög takmarkaðan áhuga á
fiskveiðilandhelginni út af fyr-
ir sig. Þetta hefur ýmsum hér
á landi ekki verið nægilega
ljóst, vegna þess að við teljum
fiskveiðilandhelgina aðalatriði
fyrir o'kkur. En deiiurnar um
almennu regluna hafa orðið til
þess að * sumar stórþjóðirnar
hafa reynt að flétta fiskveiði-
landhelgina inn í átökin um al-
mennu landhelgina til þess að
reyria þannig að styrkja að-
stöðu sína. Þannig kappkosta
nú Bandaríkin, Bretland, Jap-
an. Vest.urþýzkaland o.fl. ríki
mjög að koma í veg fyrir að
12 milna reglan taki gildi um
almenna landhelgi, en þau vilja
7'eyna að fá meirihlutasam-
þykkt fyrir 6 mílna landhelgi
í staðinn. 1 því skyni bjóða
þessi ríki upp á íiskveiðibelti
þar fyrir utan — allt upp í 6
mílur í viðbót með einhverjum
undanþágum — til þess að
reyna að tryggja liinni al-
mennu tillögu sinni stuðning
þjóða sem fvrst og fremst hafa
skhuga á fiskveiðilandhelginni
og *Iel,ja almennu landhelgina
minna máli slcipta fyrir sig.
En þessi stórveldi eru auðvit-
að mjög óheil í afstöðunni til
fiskveiðilandhelginnar og þau
hefðu helzt viljað rigbinda hana
lika við sex mílur; tillaga þeirra
um stærri fiskveiðimörk er að-
eins leikur í 'íafli um alinennu
landhelgina. Hagsmunum Is-
lendinga stafar fyrst og fremst
hætta af makki þessara ríkja.
— Svo eru það 12 milna rík-
in.
— Já, þau berjast af jafn
miklu kappi fyrir því áð hverju
ríki skuli vera frjálst að ákveða
almenna landhelgi sína allt að
12 mílum. Þessar þjóðir eru
auðvitað um leið mjög eindregn-
ar í stuðningi sínum við 12
milna fiskveiðilandhelgi, því
engum dettur í hug að liún
verði höfð minni en almenna
landhelgin. Það er eðlilegt að
Islendingar styðji þessar þjóð-
ir sem aldrei hvika frá 12 mil-
unum, og það verða fulltrúar
Islands að gera á ráðstefnunni
í Genf. Hitt er annað mál að
litlar l’íkur eru til þess að nægi-
leg samstaða fáist um algilda
12 mílna reglu á þessari ráð-
stefnu, þótt þeim þjóðum fjölgi
stöðugt sem styðja hana.
— En væri ekki hugsanlegt
að ráðstefnan tæki ákvörðun
um fiskveiðilandhelgina eina,
þótt alemnna landhelgin yrðí ó-
útkljáð?
— Á því virðast litlar líkur.
6 mílna þjóðirnar þora ekki að
lát’a samþykkja 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi eina, þvi að þær
óttast að þá komi 12 mílna al-
menn landhelgi á eftir sem ó-
hjákvæmileg afleiðing. Þess
vegna reyna þær að tengja
þetta tvennt algerlega saman,
og hagsmunir okkar eru flækt-
ir í ófyrirsjáanlegt og hættu-
legt samningamakk við þjóðir
sem aðeins hugsa um fisk-
veiðivandamálin sem aðferð til
að fá ákveðna 6 mílna almenna
landhelgi.
— En eru nokkrar líkur á
að raunverulegur alþjóðasamn-
ingur — sem allir viðurkenni
— geti tekizt um minni al-
menna landhelgi en 12 milur?
— Það virðist vera óhugsan-
legt. Margar þær þjóðir sem
halda fast við 12 mílur hafa
nú haft þá landhelgi í meira
en hálfa öld, og þau munu vart
láta önnur ríki samþykkja yfir
sig verri kost.
— Viltu nokkru spá um
málalok?
Framhald á 2. síðu.
áttumann á þingi þar sem
Benedikt var? Nei, síður en
svo. Benedikt hefur stutt á-
rás ríkisstjórnarinnar af al-
efli, Þannig brást hann við
því trausti, sem íslenzkir sam-
vinnumenn hafa sýrit honum
á undanförnum árum.
Vilhjálmur Þór heitir mað-
ur. Hann hefur á undanförn-
um árum verið sá, sem einna
hæst hefur borið í íslenzku
samvinnustarfi. Hann hefur
ur verið framkvæmdastjóri
KEA á Akureyri, Hann hef-
verið kaupfélagsstjóri eins
öflugasta kaupfélags landsins,
Sambands ísl. samvinnufélaga,
og hann á enn sæti í miðstjórn
Framsóknarflokksins. Eins og
sakir standa gegnir þessi
samí Vilhjálmur Þór einu af
valdamestu embættum lands-
ins, sem aðalbankastjóri Seðla-
bankans.
Og hvernig hefur hann nú
reynzt þeim mönnum og þeirri
huafsjón, sem lyfti honum til
æðstu metorða og valda hér-
lendis? Er ekki hans þáttur
í afgreiðslu síðustu efnahags-
ráðstafana miklu glæsilegri og
á annan veg en Benedikts
Gröndals? Nei, því fer fjarri.
Vilhjálmur hefur líka með
ráðum og dáð stutt árás rík-
isstjórnarinnar og tekið þar
meira að segja virkan þátt.
Til þess að stjórnin gæti kom-
ið fram ýmsum veigamestu
þáttum árásar sinnar, þurfi
samþykki Seðlabankastjórnar.
Stjórnarflok'karnir eiga ekki
meirihluta í þeirri stjórn, en
þann meirihluta tryggði Vil-
hjálmur Þór með atkvæði sínu.
Þannig hefur þessi maður
framið stórkostlegustu svik
við þá hugsjón sem ól hann
upp, og samtökin, sem fram á
síðustu tíma hafa treyst hon •
um manna bezt.
Við slíkum svikum eiga
samvinnuhugsjónin og þeir,
sem berjast fyrir framgangi
hennar ekki nema eitt svar,
þau verða að rjúfa öll tengsl
við þá menn, sem þannig
bregðast auðsýndum trúnaði.
Nöfn þessara manna verða
skráð í íslenzkri samyinnu-
sögu, sem þeirra, er bezt var
treyst, en sem herfilegast
brugðust þegar mest á reyndi.
Gagnvart Vilhjálmi Þór á
Framsóknarflokkurinn heldur
ek'ki nema eitt svar eins og
málum er komið. Ef hann vill
láta. telja sig samvinnuflokk í
framtíðinni, verður hann að
vísa Vilhjálmi Þór heim til
fcðurhúsanna. þangað sem
hann nú hefur opinberlega.
haslað sér völl.
Þangað til því verður kom-
ið í framkvæmd, hljóta menn
að líta á Framsóknarflokkinn
sem ósamstæðan hóp manna,
sem ekki sé treystandi til að
berjast fyrir framgangi sam-
vinnuhugsjónarinnar.
uiiiiiiiiiiiiiir’Mmmiiimiiiiimiumii
r.AðiríV .Tósenscnx e+fmrr mn bnrff í ..T.olf FiríUcenn“ IVfvndfii
'' ar tekin a Revkia.vilrnrniKrvefM víff brntfförina I .gærmorgun.
— Ljósm. Þjóðviljinn —
iararheiílu 1
Á þingi Sósíalistaflokks- E
ins var eftirfarandi sam- E
þykkt einróma; „Tólfta E
þing Sameiningarflokks E
alþýðu — Sósíalista- =
flokksins árnar fulltrúa =
sínum, Lúðvík Jósepssyni, =
fararheilla og gifturíkra =
starfa á landhelgisráð- =
stefnunni í Genf.“ =
.lllllililllllllllllllllllllilllllllllllllllllll