Nýi tíminn - 24.03.1960, Qupperneq 12
Hœkkumn hlýtur að koma mesföll fram I vaxandi dýrtiS
STÚRKOSTLEG HÆKKUN FJÁRLAGANNA
skattstofn og mundi því nema
um 170 millj. kr., miðað við heilt
ár. Á þeim 3 ársfjórðungum, sem
eftir eru þessa árs, yrði þessi
skattur því um 130 millj. kr.
Hér hefur því annað tveggja
skeð, að stjórnin hefur litla ná-
kvæmni við haft við áætlanir
Fjárlög ársins 1959 nema 1 0 3 3 milljónum
króna í tekjum og gjöldum. í írumvarpi þessa árs
er niðurstaðan 1464 millj. kr. og á þó greinilega
eítir að hækka 1 meðferð þingsins. Þessi hækkun
nemur um 42%.
Með þessum orðum í nefndar-
áliti 2. minnihluta fjárveitingar-
nefndar, Karls Guðjónssonar, er
minnt á það atriði sem mesta
athj’gli vekur við afgreiðslu fjár-
iaganna 1960, hina gíl'urlegu
hækkun fjárlaganna.
Fjárlagafrumvarpið er nú
komið í gegn um tvær umræð-
nrÁAllmikið var flutt af breyt-
ingartillögum, og voru allar
tillögur stjórnarandstæðinga
felldar við aðra umræðu, nema
þær, er teknar voru aftur til
Karl Guðjónsson
þriðju umræðu.
Eins og áður hefur verið
tíkýrt frá er þetta langt yfir
það að vera hæsta fjárlaga-
ifrumvarp sem Alþingi hefur
Jiokkru sinni fjallað um. Munu
þessi væntanlegu fjárlög tví-
mælalaust verða stór þáttur
8 að skapa þá miklu verðbólgu-
ioldu, sem nú mun flæða yfir.
Breytingartillögur Karls Guð-
jónssonar eru birtar á 9. síðu.
Tvenn fjárlaga-
frumvörp
f nefndaráliti Karls Guðjóns-
sonar segir hann m.a.:
Afgreiðsla fjárlaga hefur að
þessu sinni Verið með þeim ó-
venjulega hætti, að eftir að rik-
isstjórnin lagði fram sitt upphaf-
lega fjárlagafrumvarp, ákvað
hún að gera svo stórar og marg-
vísleg'ar brej’tingar á hinum veiga_
estu þáttum fjárhagskerfis lands-
ins, að fjárlagaáætlanir hennar
voru dregnar fil baka án þess
að hljóta nokkra meðferð Al-
þingis á sl. ári. Nýtt fjárlaga-
frumvarp var svo lagt fyrir Al-
þingi í janúarlok, er þing hóf
störf að nýju eftir hið óvenju-
langa þinghlé í desember og
janúar. i
Hið nýja frumvarp var, svo
sem boðað hafði verið, samræmt
hinum nýju fyrirætlunum ríkis-
stjórnarinnar, að svo miklu lej’ti
sem þær voru ljósar, en á því
var nokkur skortur í ýmsum
efnum og er raunar um sumt
enn.
Þegar nýja frumvarpið birtist,
kom fram í tölum þess ýmislegt,
sem ekki var í-samræmi við nein
gildandi iög. Síðan hafa verið
lögð fyrir þingið nokkur laga-
frumvörp frá stjórninni til að
undirbj’ggja þær tölur, er kast-
að hafði verið fram í fjárlaga-
frumvarpinu. En ekki hafa þau
öll verið í samræmi við það, sem
fjárlagafrumvarpið boðaði.
Sem dæmi um slíkt misræmi
má nefna, að í greinargerð fjár-
lagafrumvarpsins hins síðara
segir svo orðrétt um söluskatt:
„Ekki er áformað að breyta nú-
' gildandi söluskatti af innflutn-
ingi. . . .“ En í lagafrumvarpi
því um söluskatt, sem ríkis-
| stjórnin leitar nú eftir að fá
I lögfestingu á, er gert ráð fyrir
' að hækka gildandi söluskatt af
j innflutningi um 8.8%, þannig að
heildarsöluskattur af innflutn-
ingi innheimtur á tollafgreiðslu-
I verði 16,5%. En þrátt fyrir þessa
hækkun, sem lofað var að ekki
skyldi verða, áforma stuðnings-
menn ríkisstjórnarinnar í fjár-
veitinganefnd nú að lauma allri
þessari skattaviðbót inn í texta
frumvarpsins um söluskatt án
þess að breyta þar nokkurri tölu
um áætlaðar tekjur af hinni
nýju skattheimtu. Það er þó
staðfest af opinberum aðilum, að
hinn nýi 8,8% söluskattur eigi
samkvæmt innflutningsáætlun
stjórnarinnar sjálfrar að leggj-
• ast á rösklega tveggja milljarða
Tunglmyrkvi yfir Tokio ZT2? ZZ
l‘ér að ofan er af myrkvanum eins og’ hann sást á sunnudags-
l'völdið frá Tokio í Japan, Myndin er samseht eins og sjá má
og voru teknar fimm myndir, sú fyrsta kl. 18,35 (Iengst til
vínstri), sú síðasta kl. 19,15. Ndtuð var 400 millimetra fjar-
myndalinsa.
Lúðvík Jósepsson flytur á Alþingi frumvarp
m olíuverzlun ríkisins
Ríkið taki í sínar hendur innfl utning og heildsölu á olíu og benzíni
Lúðvík Jósepsson flytur á Alþingi frumvai’p til laga
um olíuverzlun ríkisins, er hafi það verkefni að annast
öll innkaup og flutninga til landsins á brennsluolíum
(gasolíu, dieselolíu, fuelolíu, ljósaolíu, benzíni og flug-
véiabenzíni), smurningsolíum og olíufeiti. Skal olíu-
verzlun ríkisins sjá um flutning olíuvaranna í birgða-
stöðvar í innflutningshöfnum, og leitgst við að fjölga
innflutningshöfnunum til að auðvelda dreifingu.
--“'TT »> MSf-Tír-
Önnur helztu atriði frumvarps-
ins eru sem hér segir:
★ Oliuverzlun ríkisins skal
semja við eigendur olíubirgða-
stöðva um leigu þeirra, og er
heimilt að byggja nýjar birgða-
stöðvar. Náist ekki samningar
ffln léigu: stöðva skal heimilt að
taká þær jeigúnámi.
★ Olíuverzlunin selur olíuvör-
ur í heildsölu til olíusamlaga,
olíufélaga og annarra aðila sem
annast dreifingu varanna. Henni
er þó heimilt að selja beint op-
inberum aðilum og þeim sem
kaupa mikið magn í einu til
eigin nota.
una á kostnaðarverði, að við-
bættri álagningu. sem svarar
kostnaði við rekstur verzlunar-
innar.
★ Stjórn Olíuverzlunar ríkis-
ins skipa 5 menn, kosnir af sam-
einuðu Alþingi til fjögurra ára
í senn. Stjórnin ræður fram-
kvæmdastjóra og hefur umsjón
með rekstri verzlunarinnar.
★ Olíusamlög og aðrir aðilar
sem sem bundnir eru viðskipta-
samningum við olíufélögin þegar
olíuverzlun ríkisins tekur til
starfa, skulu lausir undan þeim
samningum án skaðabóta.
Samhljóða frumvarp þessu
flutti Lúðvík á , vetrarþinginu
hann hefði lagt það frumvarp
fram í vinstri stjórninni þegar
haustið 1956. en ekki fengizt
samkomulag um flutning málsins
sem stjórnarfrumvarps á Al-
þingi.
Nánar verður sagt frá málinu
þegar það kemur til umræðu á
Alþingi.
sínar í upphafi eða hún ætlar að
næla sér í drjúglegt skotsilfur
fj'rir hugsanlegum umfram-
greiðslum.
Tekjuskattsírum-
varpið ósýnilegt________
Enn hafa ekki verið sýndar á
Alþingi neinar tillögur um breyt-
ingu á tekjuskatti. Hins vegar
stendur í fjárlagafrumvarpinu á-
ætlunartala um tekjur ríkis-
sjóðs af þeim skatti og er í al-
geru ósamræmi við núgildandi
skattalög.
Meðan svo stendur, að veruleg-
ur hluti tekna ríkissjóðs er áætl-
aður ýmist eftir frumvörpum,
sem óséð er, hvort samþykkt
verða, eða eftir hugarórum
stjórnarinnar, sem aldrei hafa
verið svo mikið sem sýndir á
þingskjali, þykir Alþýðubanda-
laginu ekki ástæða til að leggja
fram sérstakar tillögur um tekju-
hlið fjárlagafrumvarpsins við
þessa umræðu, en það miðar töl-
ur s'nar við, að fjárlagaafgreiðsl-
an verði hallalaus.
Með sérstöku tilliti til þess,
hve stórkostlegt bil reynist vera
milli þess. sem ríkisstjórnin hef-
ur fullyrt í fjárlagafrumvarpi. og
og hins, sem hún gerir að tillögu
sinni i söluskattsfrumvarpi, hlýt-
ur Alþýðubandalagið að krefjast
þess, að endanleg afgreiðsla
fjárlaga fari ekki fram, fyrr en
sýnt er, hverjar verða tillögur
stjórnarinnar um brej’tingu á
tekjuskatti.
■j^ 42% hækkun
fjárlaga
Fjárlög ársins 1959 nema 1033
millj. kr. i tekjur og gjöld. í
frumvarpi þessa árs er niður-
staðan 1464 millj. kr. og' á þó
greinilega eftir að hækka í með-
ferð þingsins. Þessi hækkun
nemur um 42%.
Það er ekki nýtt á okkar landi,
þótt fjárlög hækki frá ári til
árs. En hér er þó hækkunar-
skrefið miklum mun risalegra
en venja er til, og veldur þar um
mestu gengisfelling sú, sem rík-
isstjórnin fékk samþykkta nú í
febrúarmánuði. Tekna ríkissjóðs
er næstum eingöngu aflað með
sköttun á þjóðfélagsþegnana og
nú að langmestu í einhvers kon-
ar vöruverðsálagningu. Hækkun
fjárlaga hlýtur því að koma svo
að segja öll fram í vaxandi dýr-
tíð. Nú er það ekki heldur ný-
lunda. þótt vöruverð fari hér
hækkandi. En það, sem nýtt er
og sérstakt við alla þá fjármála-
löggjöf sem nú er framkvæmd
og í ríkum mæli miðar að dýr-
tíðarhækkun, er ráðstöfun
stjórnarvaldanna til þess að
halda kaupgjaldi öllu óbreyttu
og lögbanna verðlagsuppbætur
á laun. Stjórnarráðstafanir skipa
Framhald á 11. síðu.
★ RSs^sVémunin gka| seíja olí- 1959. Var þá. frá því skýrt að
NÝI TÍMINN
Fimmtudagur 24. marz 1960 —• 19. árgangur — 12. tölublað.