Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 13.11.1929, Síða 2

Skólablaðið - 13.11.1929, Síða 2
-á- dika og Þadan er sprottin sú prédikun,sem al- kunnug er hér á landi, og Skraparots prédik- un er nefnd. Þessi sidur mun ei hafa Þótt vid eiga Þegar skólinn'var kominn i kaup- stad, og Þó krýningin vidhéldist, ad minsta- kosti fram á næstlidin aldamót (1800) var prédikuninnisleppt, en í hennar stad komu gledispilin. Þá voru og valdir asdstu rád- herrar, en ekki háir embættismenn, svo sem: utanrikisrádherra, Cancelleri, dróttseti o. s.f." - - Eins og sjá má á Þessu hefir leikurinn tekiö nokkrum breytingimi eftir að skólinn flutti til Reykjavikur. Þó hefir hann hald- ist við. Nú vill svo vel, að til er l57sing á leiknum, eins og piltgLr hcfðu hann eftir að skólinn var fluttur. Lýsingu Þessa er að finna i ferðabók Sveins læknis Pálssonar, frá árinu 1791, eða rúmum fjórum árum eftir að skólinn hófst hjer i Reykjavik á ný. Hann segir: "19. okt. var jeg um kvöldið við herramót i Reykjavikurskóla. Svo kalla skólasveinarnir athöfn Þessa. Hún er nokkurs- konar leikiir, sem piltar leika einu sinni á ári hverju. Þeir bjóða skólastjóra og kenn- urum, öllum embættismönnum og heldrimönnum úr grendinni og konum Þeirra. Leikurinn er fólginn i krýningu og er sá efsti i skólan- uro ávalt kóngur. Sumir leika biskup og presta, aðrir verzla höfðingja svo sem æðsta ráðgjafa og annan ráðgjafa, stiptamtmann, lögmann og dómara o.s. f. Kongurinn er krýnd- ur og tekur við veldissprotanum en um leið er haldinn stutt ræða á latihu, sem á við tækifæri Þetta. Þvi næst gengur fram hver af höfðingjum konungs eftir annan og les upp fyrir honum heillaósk i ljóðum á latinu.Við og við gengur öll hersingin aftur og fram um gólfið, nokkrum sinnum, og lika fyrir utan skólan og kringum hann; er Þá sungið og leikið á hljóðfæri jafnframt Þegar kostur er á, og skotin nokkur skot. Sumum er falið á hendur að leika atriði (senu) úr gleðileik"- Menn hafa nú fengið Þann bosta samanburð á leiknum i'Skálholti og svo aftur hjer,sem hægt hefir verið að gefa, svo að jeg hirði ekki um að fara frekar út i Það. Jeg ætla hinsvegar að vikja litið eitt að gamanleik- unum, sem piltar tóku nú á dagskrá sina,og beinlinis eru sprottnir upp úr hinum fyr- nefndu leikum. Að visu er alt mjög á huldu um Þetta, en nokkuð hefir Þó varðveist frá gleymsku. Þrjú fyrstu leikritin, sem menn hafa sagnir af að piltar hafi leikið, eru Hrólfur, Narfi og Brandur. Hrólfur sem er eftir Sigurð Pjetursson, siðar sýslumann,vsLr leikinn i skólanum á Hólavöllum árið 1796. Skýrðu piltar leikinn: Slaður og trúgirni, og er enn til leikendaskráin. Brandur, eft- ir Geir Vidalin, siðar biskup, var leikinn einhverntima á árunum 1791-1796. Narfi var og leikinn einhvemtima á Þessum árum.Hann var eftir Sigurð Pjetursson. Ekki kann jeg nafni að nefna fleiri gam- anleiki, sem p'iltar ljeku á Þessum tíma,en ekki sátu Þeir auðum höndum. Jón Espolin skýrir Þannig frá að hann hafi verið við- staddur leik hjá Þeim bæði árið 1800 og ár- ið 1803.- Eins og kunnugt er, var skólinn fluttur úr bsenum til Bessastaða og tók Þar til starfa haustið 1805.- Eigi ber mönnimi saman lom hvort piltar hafi leikið meðan skólinn var á Bessastöðum. Segja Það sumir en aðrir efa.- Þegar skólinn var svo aftur fluttur i bæinn frá Bessastöðum, og tók til starfa 1846, hafa Þeir efalaust strax hrist af sjer mókið. í Reykjavikurpóstinum frá i jan. 1848 segir svo: Meðan skólinn var i Reykjavik, og framan af veru hans á Bessastöðum, voru skólapiltar vanir að hafa sér til skemtunar áð leika sjónarleiki í hátiða timunum, og varð Þá annaðhvort einhver piltur til að semja leikritið eða Þeir feingu til Þess einhvern utanskólamannj og eru leikrit Þeirra Sigurðar Pjeturssonar og Geirs Vida- lins Þannig undir komin. Vér höfum einatt heyrt menn, er Þá voru i skóla, tala imi Það með mikilli ánægju, hvilik skemtun Þetta hafi verið fyrir piltana, og má Þó nærri geta að margt muni hafa verið áfátt,Þar sem allar tilfæringar vantaði, og Þeir urðu að leika svona rétt eins og Þeir stóðu á miðju gólfi i arrnari hverri skólastofunni. Enda lagðist nú og Þessi siður niður, og mun Það fremur hafá komið af Þvi, að mönnum buðust ekki hentug leikrit, Þvi ekki dugði að leika aptur og aptur upp hið sama, heldur enn hinu, að menn hafi orðið leiðir á leikunum. Þetta sýndi sig i vetur; skömmu fyrir jólin bauðst skólapiltum útlegging af gleðileik Holbergs, Erasmus Montanus eða Ramus Berg, útleggingin hafði tekist ágætlega, Þeir Þáu hana, og notuöu svo vel jólatómið til und- irbúnings sjer, að Þeir voru albúnir að leika hana. Skólapiltar hefðu i Þetta skipti eins og áður átt við Þann örðugleika að berjast að vera áhaldalausir, hefði ekki svo viljað til að stiptamtmaðurinn átti ýms tæki er á Þurfti að halda, og sýndi hann skólanum Þá velvild að bjóða Þau til láns að fyrra | bragði. Á Þrettándadags kvöld var leikurinn

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.