Skólablaðið - 13.11.1929, Síða 6
-6-
UM EINKUNNTR.
Friðurinn er góður,en
Þó er ekki rjett að
varðveita hann á kostn-
að sannleikans og ijett-
lætisins.
Það dylst engum, að mörgu er ábótavant
hjer i skóla. Og misbrestirnir eru svo
greinilegir og auðsæir, að engum dettirr í
hug'að mótmæla, aö Þeir sjeu til. Allirmunu
lika.vera sammála um að úr Þeim beri að bæta
á einn eður annan hátt. 'En úm Það,af hverju
Þeir stafi og á hvern hátt verði best úr
Þeim bætt, eru skiftar skoðanir. Aðal mis-
brestur skólans mun að flestra áliti vera
sá misskilningur, sem svo oftlega verður
vart og altaf loðir við milli kennara og
nemenda. Nemendur. lita svo á, og Það ekki
með öllu að ástæðulausu, að kennárar og nem-
endur sjeu tveir ólikir aðilar, og að á
milli Þeirra hljóti altaf að anda köldu. En
Þetta er auðvitað hinn mesti misskilningur,
og framtið skólans og gagn Það, sem hann á
að gera nemendum og Þjóðinni yfirléitt, bygg-
ist að miklu leyti á Þvi, að hann verði sem
fyrst og allra best Þurkaður út.
Ein aðalástæðan fyrir Þessum misskilningi
er að minu áliti einkunnagjöf skólans. Skóla-
reglugerðin mælir svo fyrir, að nemendum
skuli gefnar einkunnir Þrisvar á vetri hverj-
um ög Þar að auki prófeinkunnir. Yfirvöld
skólans hafa snemma sjeð, að með einhverju
móti Þyrfti að ýta undir nemendur við námið,
og Þau hafa viljað fá sannanir fyrir Þvi að
Þeir lærðu eitthvað. Þessvegna eru einkunn-
irnar til orðnar. - Tilgangurinn með einkunn-
unum er i sjálfu sjer góður. Það er ágætt
að skapað sje meðal nemenda heilbrigt kapp
i náminu, og eins er gott, ef hægt væri að
meta kunnáttu Þeirra og Þroska Þannig að
eitthvað væri hægt á matinu áð byggja. En
eins og svo margt, sem vel og fagurlega er
hugsað, Þá ná einkunnirnár alls ekki til-
gangi sinum. Reynslan hefir sýnt og sýnir
enn, að útkoman verður Þveröfug við Þáð,sem
til var ætlast. I stað heilbrigðs kapps kcm
öfund, smásálarskapur, dúxasýki, einkunna-
lestur og misskilningur á náminu.Menn hættu
að lesa, nema Þegar Þeir bjuggust við að
koma upp, öfunduðust við fjelaga sina, sem
bærri einkunn höfðu, fanst kennarinn gerá
Þeim sjálfum of lágt undir höfði, en hossa
öðrum um skör fram o. s, frv. Sá skilningur
komst inn hjá nemendum, að Það eina sem Þeir
gætu verulega ágætt sig með á skólaárunum
væri há einkun. Þeim varð auðvitað illa við
Þá kennara, sem Þeir hjeldu að gasfu sjer of
lágt og skeltu skuldinni á alt annað en
sjálfa sig. Þetta er ófögur lýsing, en jeg
held að hún sje Þó rjett. Sem betur fer er
Þetta Þó ekki orðið eins áberandi nú og Það
hefir verið og stafar Það aðallega af Þvi,
að nú eru augu margra nemenda upplokin fyr-
ir Því, hvílikur helber hjegómi einkunnirn-
ar eru. í efri bekkjum skólans eru tæpast
til menn, sem nokkuð leggja upp úr einkunn-
um. Þeir eru á leið sinni gegnum skólann
búnir að reka 'sig á hversu litið mark er á
Þeim takandi, og einnig hvernig Þeim oft á
tíðum er misbeitt. Það er helst að maður
sjer endrum og eins einstaka busa vera að
stinga saman nefjum um hvað Þessi og Þessi
hafi fengið háa einkunn, og hvað fjandi
hann hljóti að standa sig vel og vera góður
maður.
En Þótt menn sjeu rjettilega farnir að
taka lítið mark á einkunnun'um, Þá eru iær
Þó á margan hátt til bölvunar i skólanum
enn Þann dag i dag. Vilji kennarinn vera sam-
viskusamur og eigi nokkuð vit að vera í eink-
un Þeirri, sem hann gefur, verður hann að
meta kunnáttu nemandans til einkunna í hvert
skifti sem nem„ kemur upp. Af Því leiðir að
mestur hluti kenslustundanna lendir i að
leita að götum hjá nemendanum, en tiltölu-
lega litlum hluta hennar er varið til raun-
verulegrar kenslu. Oft vill Þá líka brenna
við, að kennari geri sjer sjerstakt far um
að gera götin sem mest áberandi, og bætir
slikt auövitað sist hug nemendans til kenn-
arans eða skilning hans á náminu.
Einn aðalgallinn á núverandi einkunnafyr-
irkomulagi eru minusarnir. Þeir eru oft stór-
hættulegir mörgum ágætum mönnum auk Þess,sem
Þeir éru á alröngum rökum bygðir. Þvi að
ekki virðist vera haggt að hugsa sjer,að nokk-
ur maður geti kunnað minna en ekki neitt i
nokkurri námsgrein, og Þvi ekki heldur að
hann geti fengið lægri einkun en núll. Minus-
arnir eru heldur ekki til af Þvi að Þvi sje
haldiö fram, _að um neikvæöa kunnáttu geti ver-
ið að ræða, heldur eru Þeir einskonar aga-
verkfæri i höndum litthæfra kennara, auk
Þess sem Þeim er ætlað að neyða nemendur til
Þess að leggja nokkurn veginn jafna stund á
allar námsgreinar. Neyða Þá til að grauta i
frseðigreinum, sem Þeir hafa engan áhuga á,
eru Þeim Þvert á móti skapi, og hafa Þvi als
ekkert Þroska- nje mentunargildi fyrir Þá.
Minusarnir liggja eins og mara á mörgum ner
endrmi og gera Þeim skólavistina litt bæri-
lega. Og oft kemur fyrir, að menn sjá ágæta
nemendur og vel gáfaða heltast úr lestinni