Skólablaðið - 13.11.1929, Side 7
-7-
vegna Þess, að Þeir hafa éinhverra hluta
vegna fengið mínus i einhverri grein, en
treggáfaðir skussar, sem alstaðar eru jafn-
ir, og hvergi geta eiginlega neitt, stika
hnatkakertir og óhindraðir gegnum skólann.
Meö minusunim er stefnt að Þvi, að gera alla
að miðlungsmönnum og Þeim tekst furðu vel
að kæfa ló'ngun nemenda til að leggja stund
á einhverja vissa námsgrein, én Það er áuð-
vitað stórhættulegt framtið hvers manns.Það
er Þvi skýlaus krafa allra nemenda og Þeirra,
sem vilja skólanum vel, að minusarnir verði
Þegar i stað afnimdir.
Sn Það er ekki nóg. Breytingarnar á eink
unnagjöfinni Þurfa að verða viðtækari. Al-
menningur litur svo á, að af einkunum Þeim,
sem nemendur fá i skólanum megi nokkurnveg-
inn marka kunnáttu Þeirra og Þroska,og svo
ætti lika að vera. En Þvi fer fjarri að svo
sje. Einkunnirnar eru altaf handahóf.Eink-
unnirnar eru altaf handahof og mjög óáreið-
anlegar. I fjölmennum bekkjum, Þar sem hver
nemandi kemur upp einusinni til tvisvar i
mánuði getur oft staðið svo á, að goður maö-
ur sje óheppinn og komi upp Þegar hann er
litt lesinn, en skussinn heppinn og komi
upp Þegar hest hentar. Afleiðingin er sú
að einkunin verður Þveröfug við Það, sem
vera ætti, skussinn fær háa einkun en hinn
lága. Eins vitum við Það, að kennarar hafa
misjafnlega háan "scala". Segjum að tveir
nemendur, annar i 6. bekk A én hinn i 6.
bekk B væru nákvæmlega jafngóðir i sögu.
Bekkirnir hafa sinn hvern sögukennara og
Þvi er hjer um bil vist, að einkunnir Þess-
ara tveggja nemenda yrðu misháar, Þótt Þær
auðvitað ættu að vera jafnar. Lika getum
\úð hugsað okkur að einn nemandi væri ná-
kvæmlega jafngóður i ensku og annar er i
frönsku. Það er annar maður, sem kennir
ensku en frönsku og yrðu Þvi einkunnir
Þessara nemenda misháar, sem ættu að vera
jafnar. Auk Þessa, Þá er Það einnig áreiðan-
leguir sannleikur, að ýmsir kennarar kunna
alls ekki að gefa einkunnir svo að ekki er
að vænta rjettlátra einkunna hjá Þéim.
En vitlausastar af öllum hinum vitlausu
einkunnum eru Þó prófeinkunnirnar.Þar reiina
menn alveg blint og hugsunarlaust i sjóinn.
Spumingarnar eru mjög misjafnlega Þungar,
og eru svo nemendur látnir draga um Þær.'Við
hljótum öll að játa, að spurningarnar érú
svo misjafnar að komið getur fyrir að sjálf-
ur dúxinn valdi ekki Þeirri Þyngstu, en að
sú ljettasta sje eins og fis, jafnvel i hönd-
um bekkjarlallans. Það sjá Þvi allir, að á
prófum er ekki verið að prófa kunnáttu nje
Þroska nemenda, heldur aðeins hvað hver nem-
andi sje heppinn að draga.' Og eftir Þessu er
svo einkunin gefin og jafnvel veittir náms-
styrkir. Getur nokkur maður látið sjer detta
í hug að hjer sje sanngimin og rjettlætið
með i spilinu, eða að á slikri einkunn sje
nokkurt mark takandi? Jeg held varla.
Með Þessu er jeg engum hnútum að kasta að
núverandi kennurum skólans, eða að segja að
Þeir gefi rangar einkunnir, Þótt slikt komi
auðvitað fyrir, Þareð Það er áreiðanlega
ekki á valdi nokkurs dauðlegs manns að gefa
rjettlátar einkunnir með Þvi fyrirkomulagi,
sem nú er, heldur er jeg að sýna fram á,
hversu frámunalega vitlamst, óáreiðanlegt og
óhæft núv. einkunnafyrirkomulag er,
Ýmsir halda Þvi fram, að gott sje fyrir
nemandann að fá mat á sjálfum sjer frá kenn-
aranum, en jeg Þykist nú hafa sýnt með nokkr-
um rökum, að á Þvi mati er heldur litið að
græða. Ayk Þess Þykjast nemendur nú liklega
eins færir um að dæma sina eigin kunnáttu og
Þroska eins og kennarinn og komi Þvi mat
kennarans i bága við sjálfsmat nemandans, Þá
verður kénnarinn tortryggilegur i augum hans.
Nemendur skilja Það svo, að kennarinn sje
sjer illviljaður, og erum viö Þá við rætur
Þess misskilnings, sem jeg mintist á i upp-
hafi Þessarar greinar.
Það er Þvi augljóst mál, að á meðan eink-
unnagjöfin er eins og hún er nú er ekkert á
henni að byggja, og á meðan valdið til Þess
að gefa einkunnir er i höndum kennara, Þá
batnar sambúð Þeirra og nemenda aldrei.Eink-
unnafyrirkomulagið og prófin Þurfa Þvi að
breytast um leið og einkunnagjafavaldið Þarf
að flytjast til. Daglegar, vikulegar, mánað-
arlegar eðastrjálli einkunnir Þurfa að hverfa,
og i stað Þeirra að koma eitt rækilegt árs-
próf. Ætti Það að vera skriflegt og sem allra
best til Þess vandað að tök eru á. Ætti eng-
in hepni að geta kcsnið Þar til greina, held-
ur ætti prófið að leiða i ljós hina raunveru-
legu kunnáttu og Þroska hvers nemanda. ífeetti
t. d. koma Þvi Þannig fyrir, að nemendur fengju
margar spurningar viðsvegar úr hverri náms-
grein. Þær ljettustu væru Þannig, að allir
gætu svarað Þeim og smáÞyngdust svo og að
Þeim erfiðustu ættu bestu menn fult i fangi
með að svara. Þannig löguðu prófi má áreiðan-
lega konja við i öllum námsgreinum,nema i fram-
burði erlendra mála, en i honum mætti Þá vera
munnlegt próf. Ekki ættu kennarar að prófa
vxð Þessi próf heldur einhverjir aðrir skól-
anum óviðk< m-‘ndi. Með Þessu ynnist, að próf-