Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.10.1948, Blaðsíða 4
- 4 - Tíðindamaður blaðsins brá sér inn á skrifstofu rektors á dögunum og spurði hann að ýmsu viðvíkjandi skemmtanalifinu í skólanums Hvert ef álit yðar á skemmtanalífi nemenda í heild, eins og það hefur verið? Skemmtanalíf nemenda hefur verið breytingum háð, eins og annað, og farið mjög eftir tíðaranda og bæjarbrag, Ég hygg, að yfirleitt hafi mátt kalla það gott, eftir því sem her hefur gerzt í bæn- um, enda hægt við að jafnast, að minnsta kosti hin síðari ár. Að mínum dómi hefur £>að verið helzt til fábreytt., Dans hefur jafnan setið í fyrirrúmi fyrir öðrum skemmtunum, og er það raunar síst að undra, í>ví að dansnefnd hefur annazt flestar skemmtisamkomur, sem kunnugt er. f hana veljast dansmenn, en þeir skemmta sér bezt við dans. Hinir, sem annað vilja, verða utanveltu við skemmtanalíf skólans.- Hvernig líkar yður dansæfingar nem- enda? Mer líka þær misjafnlega, og þó sjaldan vel. ÞÓ er ekki þann veg að skilja, að óg só mótfallinn dansi. Síður en svo. Dans er góð skemmtun og eðlileg ungu fólM. Hann getur verið bæði þroskandi og fagur, ef vol og prúðmannlega er dansað, en feg- urðin fer fljótt af, ef út af ber um hátt- vísi dansenda, og þá spillir dansinn frem- ur en þroskar. Engin íþrótt sýnir betur menningu iðkenda sinna, sjálfsaga þeirra og sjálfsvirðingu. Her dansa sumir vel, en sumir illa. Sumir eru prúðir í dansi, en sumir ekki. Og með einhverjum hætti tekst hinurn síðarnefndu tíðast að setja sinn svip á dansæfingarnar. Það er einhver hrjúfur bragur á þessum samkomum, og ma vera, að þrengslin í skólanum valdi þar nokkru um. Elestir nemendur hafa þá annan brag og aðra framkomu en við dagleg störf skólans. Elestir þeirra eru þá dálítið tilgerðarlegir og virðast reyna að dylja sig undir sjálfumglöðu yfirbragði, sem þó situr laust og fer illa. f kennslu- stundum þykir mönnum því betra sem bjart- ara er og hirða ekki um, þótt öll ljós logi fram á bjartan dag. En á dansæf- ingum og dansleikjum er þeim fast í huga að deyfa ljósin sem mest. Þessi ljós- fælni mslir sínu máli um skort á öryggi og háttvísi. Og svo er þetta sífellda jórtur og hinn átakanlegi lífsleiðasvip- ur, hvort tveggja tekið að láni frá Ameríku, hvort tveggja óíslenzkt, óeðli- legt og óframlegt. En þó að þetta, sem óg hef nú talið, vilji löngum loða við danssamkomur hór, skal hitt ekki undan dregið, að sumar slíkar samkomur hafa verið hvort tveggja, mjög fagrar og mjög ánægjulegar, jafnt fyrir þátttakendur sem áhorfendur, eftir því sem mer hefur virzt, Það er sannfæring mín, að þa og þá aðeins sóu dansskemmtanir þroskandi og leggi varanlegan skerf í minningasjoð nemenda.- llítið þór, að kynningakvöld þau, er haldin hafa verið á síðustu árum, sóu spor í rótta átt? Ja,- Hvert er þá álit yðar á kaffikvöldum málfundafólaganna, tónleikiim tónlistar- klúbbanna, skákkeppnum og íþróttakeppnum yfirleitt? Þetta er allt ágætt og eykur fjöl- breytni skemmtanalífsins í skólanum. En, blessaðir, brjálið þið ekki tunguna með því að skrifa keppnum.- álítið þór, að selsferðir ha-fi náð tilgangi sínum? Nei, að minnsta kosti ekki þeim til- gangi, sem fyrir mór vakti með stofnum selsins,- Ef svo er ekki, hvað álítið þór þá, að gera þurfi til að svo verði? Það yrði of langt mál að gera grein fyrir því her,- Eruð þór fylgjandi auknum hópferðum nemenda um landið undir leiðsögn kennara? í Því ekki það.-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.