Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 4
- 4 - íslenzkuna, eða var maðurinn gæddur svona ósköp lítilli samtengingargáfu ? Ég kann ekici bein svör við þessum spurningum. Aftur á moti finnst mér, að manni, sem hefur kynnzt lífi og viðhrögðum folks víðsvegar að, ætti að verða það lítið undrunarefni, þott "hjörtum mannanna svipi saman í Sudan og Grímsnesinu.•' Nei, það hlaut að vera illur fyrirboði, þegar rektor ætlaði sér að lcúga skolapilta í geysistrangt bindindisfélag, enda þott þeir hefðu fallið alléþyrmi- Xega fyrir freistingunni niður á gildaskála heilagt aðfangadagskvöld. Auðvitað var honum gramt í geði og hugsjonametnaður hans særður. En það er vandi að troða því upp á ungt folk, som það tekur við með þrjésku. lé virðist mér sú kúgunartilraun smásmyglisleg, ef hugsað er út í lokaorð ræðu hans, er hann flutti á bænasamkomu lcennara og nemenda morguninn 17o jan. Þar segir hanns "Allar yðar samkomur bannast héðan af stranglega og skulu eklci fram fara eftirkastalaust." Þetta er að vísu bein afleiðing af því, sem á undan er gengið, en hér var seilzt helzt til langt, enda risu skélapiltar upp sem einn maður. Þeir svöruðu með Þ’jésti- eins og við þá var mælt. Sa hét Arnljétur Ólafsson, sem orð hafði fyrir þeim, og svei mér, ef stafa.r ekki af honum ljéma, þar sem hann ste.ndur og brúkar freklega munn við sitt yfirvald. Er þetta ekki dálítið keimlíkt því, er jén Sigurðsson stéð upp á Þjéðfundin- um og sagði sín frægu orð ? En Sveinbjörn Egilsson þurfti að berjast á tvennum vígstöðvum í þessu máli. Honum veittist erfitt að verja gerðir sínar fyrir stiftsyfirvöldunum. Og hann varð að fara eins konar Rémaför til Dana og fá þar uppreistn æru sinnar, eða péttara sagt ,verja og skyra sitt mál fyrir dönskum yfirvöldum. Meira- að segja yfirvöldunum þotti nég um,en létu sér venjulega ekki allt fyrir brjésti brenna í þann tíð. Sveinbjörn ték þetta allt ákaflega nærri sér, og má vera það hafi flýtt of mjög fyrir dauða hans, og er það illa farið, Það er ekki úr vegi að rainna ofboð lítið á hverjir sátu á beklcjum skélans um þetta leyti. Skélapiltar Latínuskélans árið 1850 höfðu ekki alið BÍnn-aldur á nöktum götum borgarinnar og drukkið í sig ryk og leikið lífsleiðan lausingjann framan af æfinni, Nei, þetta var áður en íslenzk menning ték undir sig 3tökk yfir í borgina. Þeir voru flestir, ef ekki allir, aldir upp í sveitinni, Þeir drulcku mjolkina sponvolga og glöddust með honum föður sínuia yfir sprettunni, þegar líða ték að slætti. En innra með þeim élgaoi þrá,- fréðleiksþráin, sem er ekki émerkt einkenni íslendinga allra alda, Þeim vildi til, að það var skéli fyrir sunnan, og þangað héldu þeir, margir hverjir fullþroska. Þar stunduðu þeir nám, oft við illa aðbúð og lítil efni. Það stéð af þeim gustur í kennslustofunum, því að þeir voru miklu svigrúmi vanir, þar sem var íslenzkur fjallahringur til sveita. Og þegar garnlir menn ætluðu að setja þeim stélinn fyrir dyrnar með tilvitnunum í reynslu sína, þá risu þeir upp sem einn maður við öllu búnir. jén biskup Arason var nefndur af nafna sínum Sigurðssyni síðasti íslcndingur- inn. íg hef lengi verið að velta fyrir mér, hvaða nafngift hæfir þessum ungu mönnum, sem drýgðu dirfskuverk 17. janúar 1850. E .E.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.