Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1950, Síða 18

Skólablaðið - 01.02.1950, Síða 18
SIGURÐUR LÍNDAL 13ÖO Bokhneigð hefur löngum verið íslend.- ingum í hlóð horin. Er það þv£ engin furða þótt nemendur menntaskólans reyndu snemma að koma sér upp hókasafni, enda varð sú raunin á, Lestrarfólag var stofnað skömmu oftir f.lutning skólans fra Bessastöðum til Reykjavikur. Starfaði félag þetta sæmilega á tímahili, en á árunum rett fyrir 1880 hljóp slík deyfð í felagið, að eigi varð annað sýnna, en það myndi líða undir lok, Af rúmlega 100 nemendum skólans voru 34 £ þvi 1879. £að ár var her á ferð handa- nskur maður, Willard Fiske að nafni, prófessor í norðurlandamálunum við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Var hann mikill íslandsvinur og átti geysimikið safn íslenzkra hóka (um 8^00 hindi). Fretti hann af þessu eymdar-ástandi og fyrir hans tilstilli hóldu nemendur fund i marzmánuði 1880 og stofnuðu lestrarfelagið eða bóka- safnið íþöku. Þetta felag hefur nú starfað í 70 ár. ákveðið var, að allir nemendur skyldu vera fólagsmenn í hinu nýja fólagi og greiða ákveðið gjald, svo og allir fastir kennarar, En stundakennarar máttu vera fólagsmenn, ef þeir óskuðu þess. FÓlaginu var fengið herhergi i hókhlöðu skólans og hefur bóknsafnið verið þar síðan. Nafnið íþaka var valið í virðingar- skyni við prófessor Fislce, en hann var frá bænum Ithaca í New-York riki. Þetta nafn hefur svo með tímanum færst yfir á allt húsið. ^ Fyrsta árið átti safnið 51 bók, voru nokkrar frá gamla lestrarfólaginu, en hin- ar frá prófessor Fiske. Var hann óþroyt- andi stuðningsmaður sa.fnsins, Er. talið, að hann hafi á árunum 1880-1904 gefið 534 bækur, 505 tímarit og blöö(samfellda ár- ganga) og IO63 einstök tímaritshefti. Var mest af þessu selt að loknum lestri og þv£ aðeins fátt eitt eftir núna. Auk þess gáfu ýmsir fleiri safninu hækur, þótt eigi verði þeir nefndir hór, Svo var 0g tals- vert keypt. Bokaeign safnsins jókst þvi stöðúgt'. og árið 1917 voru i þvi um 2000 bindi, en nú hátt á 5»í>úsund. Eru það mest skáldrit, auk þess nokkuð af ritum um sagn fræði og stjórnmál, en vísindarit eru fá. áhugi manna á íþöku hefur auðvitað iverið misjafn á þessum 70 árum. Stundum ihefur hún verið "einmana og yfirgefin af |flestum" eins og einn íþöku-nefndarmaður jskrifar 1946, en þess á milli hefur hún |átt sín blómaskeið. Síðan 1946 hefur jáhugi manna á safninu farið sívaxandi með 'hverju ári. Þrátt fyrir það er sá hópur jfuröustór, sem hefur næsta óljósar hug- Jmyndir um það, hvað íþaka só. Flestir halda að bókhlaðan heiti íþaka, vegna þess, að hún er kölluð það í daglegu tali4 Þa er henni oft ruglað saman við bóksöl- una 0g sömuleiðis Skólahókasafnið. Hefur 1þannig íþökunefnd orðið fyrir aðkasti vegna þess ástands eða öllu heldur óstands, sem í því safni ríkir. Við hina auknu aðsókn hafa ýmsir erf- iðleikar komið £ ljÓ3. Má þar nefna þrehgsli, en þau valda oft miklum töfum á afgreiðslu hóka, þegar mannmargt er í safninu. Þá halda menn oft hókum miklu lengur en hæfilegt getur talizt, Afleið- ing*þess verður sú, að niklu færri geta jnotað safnið en ella, Oft hverfa ný- keyptar hækur og sjást svo ekki nánuðum saman, en allan þann tíma hiða margir sem girnast að lesa þær, Meðferð hóka er og að ýmsu leyti ábótavant. Þetta tvennt siðastnefnda ættu menn að geta lagfært, og yrði það öllum til hins mesta hagræðis,,. fþaka hefur aldrei látið ýkja mikið yfir ser, og þvi hafa nemendur stundum viljað gleyna henni, En það má ekki koma fyrir, hún er eign þeirra og handa þeim, Ef menn hafa þetta jafnan hugfast, þá mun íþaka geta rækt það hlutverk sitt vel, se?. í upphafi var til ætlazt "að efla menntun og fróðleik felagsnanna" og nun hún þa í framtíðinni skipa sinn virðulega sess i fólagslífi nemenda sem hingað til.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.