Skólablaðið - 01.11.1959, Qupperneq 4
- 32 -
Kúlukast er allt í senn, fögur, holl og
andlega göfgandi íþrótt. Auk þess hlýðir
kúlan sömu lögmálum á flugi sínu úr
hönd stjarnfræðinemandans og hinir fjar-
lægu himinhnettir á ferð sinni um ómæl-
isvíddir geimsins. Ef hægt væri að veita
kúlunni 7,5míl/sek upphafshraða, mundi
hún svífa umhverfis jörðina sem spútnik.
Hið hræðilega gerðist. Stétt var lögð
frá skólahúsinu yfir í kaffihús nemenda
svo gáleysislega, að íþróttasvæði Sigur-
karls var skert til muna og óhæft gert.
Nú sitja menn daprir og horfa hnuggnir
aftur til blómaskeiðs astrónómíunnar á
íslandi. Hinir svartsýnustu halda jafn-
vel, að Sigurkarl muni aldrei framar
leiða oss um töfraheima kúluvarpsins.
Mikil er vonzka heimsins og vanþakklæti.
HÚSBROT
Nokkrir hugsjónamenn úr hópi kennara
fóru nýlega í Bjarmalandsför mikla aust-
ur í Sel. Unnu þeir þar hervirki mikil á
húsum, námu hurðir af hjörum og höfðu
á braut sem herfang. Búsmali Reykja-
dalsbónda gekk sjálfala í haga umhverfis
Selið, en víkingar létu hann afskiptalaus-
an. Hefur því hermannsanda þjóðarinn-
ar farið allmjög aftur á liðnum öldum.
Með tiltæki sínu hafa kennarar þess-
ir sýnt, að þeir hafa hugmyndaflug fjör-
ugra en menn hafði áður órað fyrir.
Hafa þeir greinilega alið grunsemdir um
það, er fram færi að hurðarbaki í her-
bergjum. Hurðum var ekki hægt að læsa,
svo sem alkunnugt er, og hefði þá verið
hægt að opna dyrnar og sannreyna, hvað
hæft væri í.
Tilgangur verknaðar þessa var og sá
að hindra klíkuskap í Selinu, en neyða
alla til að vera niðri allt kvöldið (dansa
og syngja samfleytt í 6-8 klst. ).
í beinu framhaldi af brottnámi hurðanna
mun svo vera ætlunin að nema brott öll
skilrúm á loftinu nema eitt. Skal efri
hæð Selsins þá skipt í tvo sali eða geyma
með skilrúmi úm hús þvert hægra megin
við stigauppgöngu. Þar skulu vera dyr
rammgerðar og jafnan vörður við.
Salerni skulu þó afþiljuð að einhverju
leyti.
Hurðalaus eru herbergin fjárbásum
líkari en svefnstofum kúltíveraðs fólks,
að nema skilrúmin brott væri hrein
glæpastarfsemi við bygginguna ogmis-
notkun á húsinu ( 4 salir hafa ekkert upp
á sig ).
Hversu göfugur sem tilgangurinn kann
að vera, missir framkvæmd þessi ger-
samlega marks og leysir engan vanda.
Selsnefnd var hvorki spurð ráða, né
leitað samþykkis hennar til húsbrotsins.
Er hún vildi leita réttar okkar í málinu,
var hún ekki virt svars. "Kambsrán"
þetta hefur mælzt illa fyrir meðal nem-
enda, sem vonlegt er, eigi aðeins vegna
hurðanna sjálfra, heldur einnig vegna
þess hvernig ránið var framkvæmt.
Brátt mun tíðinda að vænta í málinu.
"Fjórveldaráðstefna" hefur verið haldin
( rektor, inspector, ránsmenn og sels-
nefnd ), sem væntanlega hefur tekið
ákvörðun um hvað gera skuli.
SKYNDIPROF
Skyndipróf eru sá lífselixír, sem kenn-
arar virðast trúa mest á, og í einum
bekk a.m.k. var próf boðað þegar á
fyrsta degi. Nemendur geta aldrei um
frjálst höfuð strokið fyrir eilífum skyndi-
prófum og aukaverkefnum alls konar,
auk hins daglega strits. Að vísu deyf-
ast flestir fyrir prófafarganinu er á líð-
ur, en það er vissulega ekki óskaðlegt
heldur. Niðurstaðan verður því sú, að
allur þorri stúdenta er annaðhvort and-
lega daufur og kærulaus eða stórlega
veiklaður á taugum.
Karakter flestra íslendinga er þannig,
að þeir þola betur harðar raunir og
skammvinnar en stöðugar og langvar-
andi smáerjur. Skyndiprófin stríða því
á móti eðlinu og eru skaðleg.
Burt með þau.
FÉLAGSLÍFIÐ
Félagslífið er ágætt eins og það er,
þ.e. hóflegt. Menn letjast eftir því er
ofar kemur í skólann, og langmestur
hluti þeirra, er dansæfingar sækja, er
þriðjubekkingar.
Frí verða að teljast til félagslífs ;
sá þáttur þess er fjörugur vel.
Skólafundir eru nemendum til skammar,
svo illa eru þeir sóttir. Einar Már
Frh. á bls. 40.