Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 7
- 35 - fornmönnum. " ,sHefur mannviti hrakaö með fslend- ingum á síöustu öldum? " HAö vísu. Sjá vildi eg framámenn ís- lenzkrar menningar hnykla brýnnar sem Egill forðum. "Þá riöu hetjur um hér- uö" eins og listaskáldiö góöa kvaö, en nú er öldin önnur. ósiöaður og miöur vel upp alinn lýöur flykkist um hinn svo nefnda "Rundt", hafandi í frammi hvers kyns sóöahátt, í staö þess að temja sér göfgi og góða siðu. Á hinn sama veg er málfari mjög ábótavant. " "Hverjar leiöir vildir þú nefna til úrbóta? n uf fyrsta lagi skal öllum kvikmynda- húsum lokað, svo og öörum óþverrastöö- um. Aö því framkvæmdu mætti gera byltingu í málfari dagblaöa og "setja Þórhall í útvarpiö". Útvarpa skal drótt- kvæöum milli dagskrárliöa. Hornstrand- ir skal byggja. íslenzkukennslu skal auka stórlega og hækka laun íslenzku- kennara. Margt fleira mætti gera, en þetta er aöeins byrjunin. Ekki þykir ráðlegt aö skýra frá því, sem í kjölfar- iö kemur, þar eö slíkt kynni. aö vekja ugg nokkurn meöal almennings." "Hvert er álit þitt á andlegri starf- semi meö Menntlingum? " 98Hún er vægast sagt ekki beysin. Þorri nemenda drekkur áfenga drykki ser til skaöa, í staö þess aö bergja af uppsprettulindum og niöandi vötnum vorr- ar tungu. Væri þaö ungum mönnum vissulega hollara aö rísla sér viö gull- námur bókmenntanna. Þrátt fyrir þetta hygg ég, aö arfur fslendinga sé ekki hæfct kominn. Enn finnast menn, sem l-eggja sig í líma viö aö tileinka sér forna háttu og hugarfar. " "Er nokkuö, sem þú vildir segja í lok- in? "Aö vísu. Ómælisvíddir og litaugði mannvitsins hafa lýst oss á umliönum öldum vandrataöan veg göfginnar. Og sú er trúa mín og vissa, aö Ijós þetta megi lýsa oss leiöina á hátind mannlegrar göfgi og vizku." Aö svo mæltu kveðjum viö þennan höfuösnilling íslenzkrar tungu, og göng- um út í kvöldhúmið, fullir af fögrum fyrirheitum um aö læra íslenzkuna vel heima fra.mvegis. NOKKUR SMÁKVÆÐI eftir LÚLLA & SIMMA Heilræöavísur Gömlum mun þaö geöfelldast aö ganga hægt á svelli. En ungum mun þaö auöveldast aö aka á breiðum velli. Margt hefur Rússinn göfugt gert greind hans þekkist víöa. Því skyldi enginn opinbert örlögum sínum kvíöa. Blekkingin er blíö viö oss bætir og þurrkar tárin. Eins og meyjar mjúkur koss maki joöi á sárin. Þekkingin er þjóölegt böl því mun bezt aö éta salt. f hjónarúmsins heitri kvöl hugsa ég að veröi kalt. Viö hvaö átti hann ? ólafi Ólafssyni varö þetta aö oröi, þegar skríllinn í IV.-Y flissaði, er hann skrifaöi oröiö freöfiskur á töfluna : "Hér á ég ekki viö ykkur, piltar." Skapgerðarfés Guöni: "Andlit skapgeröarleikara eru vanalega mikil og stórskorin. " Strýkur yfir kjálkana og bætir viö : "Já, feit og falleg." "ó, sjá hér hve illan endi. . . " Guöni mælir viö götóttan nemanda : "Ef þér kunnið þetta ekki reiprennandi framvegis, þá veröiö þér. . . . " Nemandi: ". . . . hengdur".

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.