Skólablaðið - 01.11.1959, Side 9
- 37 -
á kennarastofunni, þar leyfist allt).
Vér höfum heyrt því fleygt, aO næsti á-
fangi £ bindindismálum verOi bygging vín-
stuku milli Fimleikahúss og Iþöku.
Eru þetta dæilegar fréttir, ef sannar
reynast.
Mafian
Motto: ó, þú íslenzka menningaræska,
ert þú að fara í hund og kött eða þá bara
vetrargarðinn?
Sunnudaginn 15. þessa mánaðar hugði'st
hin illræmda MAFLA. gangast fyrir menn-
ingardansiballi, hvar andi vizkunnar
skyldi svífa yfir vötnunum.
Tveir ágætustu skemmtikraftar landsins,
Ómar og Hagalín, áttu að hafa ofan af fyrir
alþýðu með galskap sínum.
Athöfnin skyldi fram fara í pínulitla saln-
um í Framsoknarhúsinu, og var allri ís-
lenzkri æsku heimill aðgangur ( gegn vægu
gjaldi), bæði MAFIOSUM og öðrum.
Aðgöngumiðar að Flornum voru seldir í
Fjosi voru, og var mikill kábojstíll á að-
förum Mafiosa.
Ekki virtist þessi froma skemmtan fá
mikinn hljomgrunn hjá æsku vorri, því að
mættir voru þrír, sem skunduðu burt hið
skjótasta ( vantaði fjórða mann í bridge ).
fslenzk menningaræska sat að öðrum
eldi á þessu kveldi.
Áður en sá, sem þetta ritar skilst við
Mafiuna, vill hann taka ofan fyrir þeim
hinum fróða pésa, 1,T Árnasafn ", sem
Jonas Kristjánsson hefur saman settan
aí skynsamlegu viti og Menningarfélagið
hefur látið á þrykk út ganga.
Þetta er göfugt framlag spilltrar æsku
til siðmenningarinnar.
Jazzzzzzzz....
Jazzklúbburinn hefur nú starfað með
miklum hávaða nær því í tvo mánuði og er
þegar orðinn einn vinsælasti þáttur fé-
lagslffs Menntlinga.
Q)aka er þéttsetin á kynningarkvöldum
klúbbsins og meðlimatalan hefur fjórfald-
azt á þessum tíma.
Ja2;zklúbburinn hefur sannað tilverurétt
sinn og er riú í hópi hinna virðulegu félaga
skolans.
Þenna mikla viðgang klúbbsins má
þakka dugnaði stjórnar og smekkleysi al-
þýðu.
Þorsteinn bóndi í Iþöku
Aðal nöldursefni síðasta blaðs var að-
sóknarleysið að Iþöku, sem var mjög
gott sxðastliðið skólaár.
Það er bersýnilegt, að nemendur taka
vel eftir tilmælum vorum og reyna að
verða við þeim eftir því, sem heilsa og
geta leyfa, því að nú hefur brugðið svo
við, að sókn manna að Iþöku hefur stór-
aukizt. Er mannmergðin svo óskapleg,
að við sjálft liggur, að Iþaka gamla
springi uridan gestum sínum.
Fyrir þetta ber að lofa drottin, því að
hún var að verða krúnk. Þessi breyting
er nemendum og þá ekki sízt Félagsheim-
ilisnefnd til mikills sóma.
Sagt er, að fé safnist nú í haugum að
Þorsteini bónda, svo að vart verði tölu á
komið.
Er hann, húskarlar hans og -kerlingar
oftla andvaka um nætur íhugandi, hvað
gjöra skuli við gróðann.
Þ/ • /
rax eg.
SKÓLABLAÐIÐ
Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík
Ritstjóri :
Þráinn Eggertsson V. -B
Ritnefnd :
Gunnlaugur Geirsson VI.-B, gjaldkeri
Guðjón Albertsson V.-B
Árni B. Sigurbjörnsson IV.-B
Einar Már Jonsson IV.-B
Sverrir Hólmarsson IV.-Y
Markús Örn Antonsson III.-D
Auglýsingastjórar :
Garðar Gíslason IV.-B
Gunnar Gunnarsson IV.-B
Ábyrgðarmaður :
Guðni Guðmundsson, kennari
Skreytingar og myndir í blaðinu eru
gerðar af:
Birgi Bragasyni, Einari Jónssyni,
Garðari Gíslasyni, Gunnari Eyþórs-
syni, Kristjáni Thorlacius og ritstj.