Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1959, Síða 10

Skólablaðið - 01.11.1959, Síða 10
ÍTR LANDAFRÆÐISÖGU EFTIR HLUS TASKAFA ......Merkasti þjóöflokkur á eylandi þessu er vafalaust: sá, er bu.setu hefur í hvol einum miklum, er Meintó nefnist. Draga innbyggjarnir nafn sitt af hvoln- um og nefnast Meintæingar meCal hinna frumsteeðari þjóðflokka, er. landið byggja, en sjálfir nefna þeir sig Meintlinga. Er hvoll þessi ævagamall og haía þar megnazt svo sterkir andar af langvarandi rápi Hðinna stórmenna, að það er hvers manns keppikefli á eylandi því að hljóta búsetu í hvol þessum og yfirskyggjast af vísdómsanda og virðingu. En þar sem þar mega fyrir landþrengsla sakir eigi fyrir komast, er vildu, hefur það ráð verið tekið, að engir fá inngöngu, nema að hafa af höndum leyst hinar erfið- ustu þrautir, sem eru aðeins á ofurmenna færi. En svo sem misskipt er vísdómi milli hvolbyggja og skrælingja þeirra, er umhverfis bua, er sýnu misskiptara millum þeirra innbyrðis. Skiptast hvolbyggjar í tvo flokka, og er annar þeirra sínu vitrari að eigin sö|n, og nefnast þeir menn kænárar ( et. kænari). Eru þeir æðri Meintæingum og miðla þeim vizku og valdi. Nafngreina mætti marga kænára, en eru þó þrír sýnu frægastir á vorum tímum sakir atgerfis og drýgðra dáða. Skal fyrstan frægan telja Limaskaka, er þeirra fræknastur er að líkamlegu atgerfi og dregur nafn af færni handa og fóta ( limas'kaki sbr. verktaki ). Rís hann upp árla hvers dags og eggjar landslýð mjög úr gjallarhorni til limaskaks og er af því ástsæll meðal piparkerlinga. Hann rennur á skíðum og syngur manna mest. Annar er nefndur Þokuskeggur og dreg- ur nafn af skeggi sínu, sem er svo fagurt og fíngert, að líkt er við dalalæðu eða þoku og nefnt þokuskegg. Sá hinn þriðji og þeirra æðstur og fjöl- kunnugastur er Hlustaskafi. Svo er vizku- þorsti hans mikill, að hann skefur hlustir sínar jafnan í ergi, til þess að hann geti sem gerst fylgzt með öllu, er í Meintó fer fram og þótt víðar væri leitað. Mjög eru kænárar þessir frægir að vísdóm sínum og fyrirhyggju, og ber þar hæst Hjarastriplsmálið, sem er einn merkasti atburður vorra tíma. Þar er til máls að taka, að Meintæingar áttu höll mikla handan fjalla, er Seila nefndist og hurfu þangað oftlega til leika. Stærð Seilu má marka af því, að þar sem dyr Valhallar hafa taldar verið 640, hefur aldrei verið komið tölu á dyr Seilu eða hurðir. Höfðu það margir kænára reynt, en engum tekizt og þótti svo miður, að þá sótti áhyggjur stórar. Kom þar að lok- um, að þeim þótti sem við svo búið mátti ekki lengur standa. Gái'u sig fram Lima- skaki, Þokuskeggur og Hlustaskafi og stigu á stokk og strengdu þess heit að leysa þraut þessa og lögðu við sæmd sína. Sté þá Limaskaki á skíði sín með Hlustaskafa og Þokuskegg á baki og rann yfir fjöll og firnindi, sem fuglinn fljúg- andi, og létti ekki fyr en í Seilu. Hög- uðu þeir svo til, að Meintæingar voru heima og hlustuðu á Kanann. Skók Limaskaki þar limu á hurðum og linnti ekki fyr en af gengu hjörunum, en Þokuskeggur skar hár úr skeggi sér fyrir gætt hverja. Kom þar, að strípaðar stóðu allar hjar- ir, en hurðir lágu sem hráviði um gólf víða. Fengu þeir þannig kastað tölu á hurðirn- ar, þótt óbeint væri. En er til skyldi taka og setja þær hverja á sinn stað, þorðu þeir það hvergi, því að í ákáfa sínum hafði Limaskaki hurðum á dreif drepið, svo að þeir vissu eigi á hvaða hjarir hver hurð skyldi koma. Þögðu þeir þá fast og lengi, en þar kom, að Hlustaskafi mælti: "Ráð sé ég við þessu, er ég hygg að duga skyldi. Skulum vér nema hurðirnar á brott og grafa í jörð niður, en eigi setja þær á hjarir aftur. " Létti þá Limaskaka stórum, en Þoku-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.