Skólablaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 12
40 -
BLEKSLETTUR, frh. af bls. 32.
bjargar þeim þó oftast með ötulli fram-
göngu sinni við smölunina. Þorsteinn
Gylfason er næstbezti smalinn, Þráinn
þriðji. Jazzkynningarnar eru aðstandend-
um sínum til mesta sóma. Þær verða
sjálfsagt vinsælar í vetur.
List(snobba)félagið gekk í gegn með
harmkvælum. Margir vildu fella lögin í
heild, en inspector tókst að bjarga á ell-
eftu stundu. Eigi er þó útséð um, hvernig
listum muni reiða af í skólanum, þótt vel
sé til félagsins vandað. Eins og menn
vita, ganga listsnobbar næstir listamönn-
unum sjálfum að mikilvægi, því að þeir
halda lífinu í listinni. Án snobbanna
mundu listamennirnir deyja úr hungri og
ekki geta s'kapað neina list. Hinir, sem
í raun réttri njóta listanna, eru svo fáir,
að þeir geta ekki haldið líftórunni í
listamönnunum. Listsncbbafélög eru því
ákaílega nytsamleg.
Stundum verður félagslífið í skólanum
svo ákaft og öflugt, að námið er algerlega
látið sitja á. hakanum. Þannig líta sumir
nánustu vinir og vandamenn Talíu helzt
ekki í námsbók þá mánuði, sem unnið er
að leikritinu. Talía hefur auðvitað þrosk-
andi áhrif á dýrkendur sína, er áfergjulega
kyssa tá hennar í stað þess að morkna nið-
ur yfir þurrum skræðunum. Því miður
eru þeir allt of fáir, sem verða þessarar
ununar aðnjótandi.
Reykjavík, 15/11.
S.S.
INTELLIGENSINN, frh. a.f bls. 54.
DAUÐINN :
nú ertu mát í næsta leik lagsi
INTELLIGENSINN :
vondir menn eru eins og örvar
sem skotið er ut í dimma nóttina
DAUÐINN :
þú ert mát
INTELLXGENSINN :
ég er sjéní og nú dey ég
MAÐURINN í gálganum gefur upp öndina
RAUÐA milljón-kerta-peran springur
TJALDIÐ fellur
EMBÆTTISMANNATAL, frh. af bls. 43.
Svavar Ármannsson 5. -X
Albert Valdemarsson 5. -Y
Örn ólafsson 5. -Z
Bekkjarráðsmenn :
Ingibjörg Björnsdóttir 5. -A
Þorleifur Hauksson 5. -B
Ásgeir jónsson 5. -C
Kristján Stephensen 5. -X
Halldór Ármannsson 5. -Y
Jónas Gústafsson 5. -Z, formaður
4. bekkur
Umsjónarmenn :
Bergljót Björling 4. -A
Tomas Zoéga 4. -B
Guðbjörg Ingólfsdóttir 4. -C
Ólafur Grímsson 4. -X
Garðar Halldórsson 4. -Y
Arnór Eggertsson 4. -Z
Bekkjarráðsmenn:
Erna Ragnarsdóttir 4. -A, formaður
ólafur Davíðsson 4. -B
Guðríður Friðfinnsdóttir 4. -C
Böðvar Guðmundsson 4. -X
Sverrir Holmarsson 4. -Y
Guðlaugur G. Jónsson 4. -Z
3. bekkur
Umsjónarmenn s
Margrét Sandholt 3. -A
Már Magnússon 3. -B
Kristín Magnúsdóttir 3. -C
Markús Örn Antonsson 3. -D
Margrét Pálsdóttir 3. -E
Tryggvi Karlsson 3. -F
Kristján Ragnarsson 3. -G
Reynir Axelsson 3. -H
Valgerður Ákadóttir 3. -J
Bekkjarráðsmenn :
Margrét Valdimarsdóttir 3. -A
Hrannar Haraldsson 3. -B
Sigríður Hjartar 3. -C
Gunnar Jonsson 3. -D
Auður Ragnarsdóttir 3. -E
Kristján Guðmundsson 3. -F
Páll Stefánsson 3. -G
Hjálmar Diego 3. -H, formaður
Kristín Bjarnadóttir 3. -J