Skólablaðið - 01.11.1959, Qupperneq 17
- 45 -
eins og ótíndum þjófi, hugsaði ég.
Hverjum heiðvirSum kvenmanni hlaut aíS
falla það miður.
í anddyrinu höfðu tveir lögregluþjónar
tekið sér stöðu ásamt dyraverði hússins.
Þeir voru afar Ijúfmannlegir og kurteis-
ir til orðs og æðis. Þetta var ekki nánd-
ar nærri eins nærgöngul athöfn og ég
hafði gert mér í hugarlund. Samt sem
áður reyndi ég að sýnast móðgaður og
önugjur að dæmi Láru, og hafði á orði,
að eg mundi síður en svo venja komur
mínar í þetta hús eftirleiðis.
Að rannsókninni, sem raunar virtist
mest til málamynda, lokinni, gengum við
út í næturhúmið. Ekki höfðum við lengi
gengið eftir votri gangstéttinni, er leigu-
bifreið bar að. Ég gaf stöðvunarmerki
og bifreiðin renndi að hlið okkar.
Við settumst í aftursætið, og ég bað bif-
reiðarstjórann að aka um stund í mið-
bænum, áður en ég æki heim með Láru.
Við hreiðruðum um okkur í notalegu
sætinu, hjöluðum margt og virtum fyrir
okkur hinar örfáu hræður, er ennþá voru
á rjátli um strætin. Mér virtist Lara
óvenju óró. Hún reykti hverja sígar-
ettuna eftir aðra, þreyjulaus.
Skyndilega sagði hún hvíslandi :
"Er óhætt að trúa þér fyrir leyndar-
máli? "
Þar sem ég var staðráðinn í, að öll
leyndarmál hennar skyldu einnig verða
mín og gagnkvæmt, játti ég.
Mér til mikillar furðu bar hún hend-
ina upp að hálsmáli sínu, og ég sá á
eftir henni niður í barm hennar.
Ég fékk ekki skilið upp né niður í hátt-
erni hennar, andaði að mér sætlegri
hörundsilman og þrýsti mér að funheit-
um líkama hennar. Ég varð höggdofa
af undrun, þegar hún lét seðlavöndul
falla í kjöltu sér.
Hvað var á seyði?
"Nú skiptum við til helminga, " hvísl-
aði hún að mér heitri og ákafri röddu.
Leiftursnöggt skildi ég rás viðburð-
anna og annarlegur skjálfti fór um mig.
"Elsku bezta Lára mín, hvernig gaztu
gert annað eins og þetta? Þú ert ekki
með sjálfri þér. Hvernig ga. ..?"
"Ekkert heimskuþvaður
" Já, en. ..."
"Svona ekkert "já en"."
"já, en þetta er að afla peninga með
óheiðarlegu móti. Gerðu þér grein fyr-
ir því, elsku bezta Lára mín".
"Æ, þegiðu. Þú ert asni. Ég hefði
sosum mátt vita að þú ert heybrók.
Bölvaður sveitalubbi og heybrók".
Ég var orðlaus og gjörsamlega lé-
magna og virti fyrir mér ásjónu hennar
í þögulum ótta. Farðinn sat í klessum
á vöngum hennar vegna svitaútstreymis.
Fölrauðar varirnar skulfu af geðæsingu.
Andlit hennar tók á sig torkennilega
mynd. Mér virtist henni á þessu andar-
taki svipa meira til drósar úr undir-
heimum Lundúnaborgar en þess synd-
lausa, frónska kvenengils, sem hafði
fangað hug minn og hjarta.
Gat átf sér stað að stúlkan, sem sat
þarna við hlið mér og virtist svo fram-
andi og ókennileg, hefði verið náinn fé-
lagi minn um margra ára skeið?
Ekki var um að villast. Ég var illa
settur. Ég var svo illa settur, að mér
var fyrirmunað að hugsa rökrétt; jafn-
vel raddfæri mín voru lömuð.
Líklega hafði bílstjórinn heyrt á tal
okkar, hvað síðar reyndist rétt vera,
því að hann gaf okkur auga í speglinum.
Ég var of rænulítill til að skeyta um
það. Lára var hins vegar of áköf.
Bílstjórinn hemlaði skyndilega.
Áður en við gætum áttað okkur, heyrð-
um við hurðina skella á hæla hans.
Þegar ég leit út um rúðuna sá ég,
að hann hafði numið staðar við lögreglu-
stöðina í Pósthússstræti.
Niðurlag þessarar dapurlegu sögu
birtist í dagblaðinu "Vísi" daginn eftir.
G. A.
"Það er tungunni tamast....."
íslenzka í V.-bekk:
Kennari: "Hver eru helztu verk Sig-
hvatar Þórðarsonar?"
Nemandi: "Skrifaði hann ekki Bersöglis-
mál? "
Frelsarinn og frakkneska
Nemandi nokkur, sem var byrjandi í
frakknesku, og hafði lítið kynnt sér fram-
burðarreglur tungunnar, var beðinn um að
segja ég er (je suis ) á framangreindu
sproki.
ÍJtkoman varð - JESÚS.