Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1959, Qupperneq 18

Skólablaðið - 01.11.1959, Qupperneq 18
- 46 - Eiginlega er þetta engin saga, heldur bara ofurlítib brot. Og þo er það eftilvill saga, en það skiptir ekki máli. Það var um vor, einn af þessum reykvíksku vordögum, nýþornaðar götur eftir rign- in^u og lykt af úldnum fiski. Þd var það,að ég sá Brand í fyrsta sinni. Reyndar spurði ég manninn aldrei heitis, ég kalla hann bara Brand. Við vorum að vinna saman á Eyrinni. Mér féll hann strax illa í geð. Eiginlega þoldi ég manninn bara aVLsekki. Á hverjum einasta degi varð ég að vinna með honum í tólf tíma, tólf langa tíma, og það er allsekki svo stuttur tími, allra sízt á Eyrinni. Hann var ósköp venjulegur maður í öllu útliti, nema þessi þrjózku svipur, ég get ekki skilið að nokkur maður hafi slíkan. Ég hataði hann, fyrirleit hann, og þó var einsog ég hefði ofurlítinn áhuga fyrir honum, langaði til að sálgreina hann, draga f'ram í dagsljósið hina dýrslegu eiginleika hans, sem ég taldi víst að hann hefði. Hann var lotinn í herðum, silalegur í hreyfingum, brúnaþungur og skaut fram hökunni. Ég þoldi hann ekki. Hann vissi allt betur en ég, allt, allt betur en allir aðrir. En þó fannst mér einsog hann hlyti að vita minna en ég. Já, ég hélt meira að segja.að hann væri ósköp heimskur, auminginn. En þó gat ég ekki fyrirgefið honum ráð- ríki hans og merkilegheit. Alltaf varð það að vera hann, hann var s sá eini, sem mark var á takandi, já, yfirleitt hafði enginn gert nokkurn skap- aðan hlut, nema hann. Brandur var venjulega sá eini, sem var birgur að tóbaki. Meira að segja ég neyddist til að þiggja. aí honum líka. En þó var hann eiginlega ekki örlátur, hann rétti þetta með semingi og sagði eftilvill til svona : "Vantar þig ekki líka? " og lagði mikla áherzlu á orðið "þig". Ég þoldi manninn eiginlega bara alls- ekki, mig langaði til að berja hann, sparka í hann, eða þá bara hrækja á hann. Það var einsog engir mættu tala sam- an í friði fyrir honum, þá var hann þar kominn, vel heima í öllu, og með þrjózku- svip og framstæðri höku, þröngvaði hann reynslu sinni og skoðunum inná mann. Ég þoldi hann ekki, og ég held, að aðrir hafi ekki gert það heldur. Ég hélt að maðurinn væri heimskur, blátt áfram idjót. Dag nokkurn berst talið að kvenfólki og víni. "Látið mig um þetta, ég hef töluvert grúskað í svonalöguðu, " sagði hann. Ég þoldi hann ekki, eiginlega þoli ég hann ekki ennþá, það fer bókstaflega hrollur um mig. En dag nokkurn var okkur sagt upp. Ég fór að vinna annarstaðar og hætti að hugsa um manninn með sjálfbyrgings - svipinn og búralegu hreyfingarnar. Eiginlega var mér alveg sama um mannfjandann. Og eiginlega var ég hætt- ur að hata hann. Meira að segja nærri búinn að gleyma honum. Og svo liðu dagarnir, og ég hafði nóga peninga, skít af peningum, nóg tóbak.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.