Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1985, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1985, Blaðsíða 2
- 2 - Innréttingarnar. Þær voru undirstaðan að þróun fiskiþorpsins í glæsilega borg. Ættfræðifélagið hefur ákveðið að vina þetta verk í hópvinnu. Allir félagsmenn þurfa að leggjast á eitt, leggja hönd á plóginn við afritun og jafnvel samanburð. Við verðum að hjálpast að og leggja metnað okkar og þrótt í að gera þetta verk sem allra best úr garði. Þá fáum við fleiri verkefni á komandi árum. Það mun efla fræðigrein okkar. Kæru félagar. Eg skora á ykkur að spara ekki krafta ykkar og sýna í verki að við séum verðug þess mikla trausts sem borgarstjórinn í Reykjavík og borgarráð sýnir okkur. Vinnum að varðveislu heimilda um sögu borgarinnar. Það verður til eflingar upprunalegustu fræðigreinarinnar í sögu lands og þjóðar í sambandi við 200 ára afmæli höfuðborgarinnar. Heil til starfa. Jón Gíslason NIOJATAL Sigurðar Þorbjörnssonar og Ingigerðar Björnsdóttur frá Króki i Ölfusi. Eins og lesendur ef til rekur minni til hvatti ritnefndin félaga til að láta af hendi rakna nýútkomin niðjatöl til þess að ekkert færi fram hjá okkur í þeim efnum. Okkur hafa borist tvö ný niðjatöl. Höfundur niðjatals Sigurðar og Ingigerðar frá Króki er Magnús Þorbjörnsson. Bók hans er prentuð á góðan pappír, bundin inn og öll hin smekklegasta að frá- gangi. Bókin skiptist í þrjá meginhluta: Formála, niðjatal og ágrip framætta, en aftast er nafnaskrá. Hér verður enginn dómur lagður á ættfræðilegt ágæti verksins en engin ástæða er til annars en að telja það gott. Framættatalið hefði mátt vera greinilegar upp sett, t.d. með tilvísunartölum. Höfundur merkir annars einstaklinga með tölu og bókstaf. Eg hef áður látið þá skoðun í ljós að ég er óánægður með merkingar sumra niðjatala sem þannig eru merkt. Eg er alls ekki einn um þá skoðun og er ekki vansalaust að ættfræðingar skuli nota svo margs konar merkingar sem raun ber vitni. Það er staðreynd að margar merkingar eru afar ruglingslegar. Menn hafa þetta bara eins og þeir vilja, segja menn. Sem betur fer er viljinn frjáls, en það má ekki gleyma því að allt sem út kemur um ættfræðileg efni verður að vera ljóst og greinilegt. Það eru svo margir aðrir sem nota slíkt efni. Það er mjög fráhrindandi rit sem menn botna ekkert í vegna ruglingslegrar framsetn- ingar. Við óskum Magnúsi til hamingju með fallega bók. a.s.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.