Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1986, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1986, Blaðsíða 4
- 4 - Viðaukar hans eru mjög þýðingarmiklir fyrir ættfræðinga á líðandi stund. Þar eru á stundum raktar ættir til samtíðarmanna hans og lagður fastur grunnur að því hvernig á að nota bókina. - Merkingar Snóksdalíns eru á stundum fremur óglöggar en með æfingu og lærdómi er hægt að ráða flestar gáturnar. Mest virði eru ætt- rakningarnar hans á ættum á 18. öld og jafnvel á 17. öld. Honum tekst hvortveggja að rekja ættir fram til 16. aldar manna og hitt að rekja þær til 18. aldar fólks sem kemur fyrir í manntalinu 1703. Þetta er mikils virði fyrir fólk sem stundar ættfræði. MANNTALIÐ 1845 Jón Gíslason Sú þjónusta í þágu félagsmanna Ættfræðifélags- ins að senda þeim manntalsbækurnar heim burðar- gjaldsfrítt hefur mælst mjög vel fyrir. Þetta gerist með eftirgreindum hætti: 1. Félagsmaður hringir í einhvern stjórnarmanna og tilgreinir hvaða bindi manntalsins hann vill kaupa. Bréfleg pöntun er enn betri. 2. Að pöntun móttekinni fær félagsmaðurinn sendan útfylltan gíróseðil. bindi Manntalsins 1845, ekki aðeins handa sjálf- um sér heldur öðrum. Verð bókanna er nú sem hér segir: Suðuramt kr. 1.200,oo Vesturamt kr. 1.200,oo Norður- og Austuramt kr. 2.000,oo Athugið að öll eintökin saman fást nú í gjafa- 3. Félagsmaður fer í banka eða póststofu og greiðir þá upphæð sem tilgreind er á gíró- seðlinum. 4. Pöntunin er afgreidd um leið og afrit af seðlinum hefur borist gjaldkera félagsins. 5. Starfsfólk pðststofu tilkynnir kaupanda um sendinguna. Svona einfalt og útgjaldalítið er þetta. Við viljum hvetja félagsmenn til að kaupa öll ***** Nú fást blokkir með 25 ættartréseyðublöðum á kr.75,oo til félagsmanna. Ödýrara en ljósritun!!! umbúðum úr plasti og með fylgir stutt grein- argerð um manntalið eftir Bjarna Vil- hjálmsson fv. þjóð- skjalavörð. FÉLAGSFUNDUR veröur haldinn að Hótel Hofi, Rauöarárstíg 18 fimmtudaginn 20. mars 1986 kl. 20,30. Dagskrá: 1. Formaður setur fund. 2. Erindi: Ólafur Jensson læknir og forstöðu- maóur Blóðbankans fjallar um nýlegar framfarir i mannerfðafræði. 3. Umræður 4. önnur mál. Stjórnin. Húsiö veróur opnað kl. 19,30 fyrir félagsmenn sem kynna vilja það semþeir eru aó starfa að. Einnig er ætlunin að á þessum |yj- tíma frá kl. 19,30 til 20.30 liggi frammi nýútkomin ættfræói- rit og upplýsingar um þau frá útgefendup. Manntölin veróa til sölu fyrir félagsmenn eins og venjulega. I__________________________________________________________________________J FRÉTTABRÉF ÆTTFRÆÐIFÉLAGSINS. Otgefandi: Ættfræðifélagið, Pósthólf 829, 121 REYKJAVÍK. Ritnefnd/ábyrgðarmenn: Arngrímur Sigurðsson, Keilufelli 2, 111 REYKJAVlK, s. 78144, og Einar Egilsson, Digranesvegi 56, 200 KÖPAV06UR, s. 40763-

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.