Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1993, Side 8
Enn um bæjavísur
Um það leyti sem vísan um bæi í Haukadal í Dalasýslu
birtist í síðasta Fréttabréfi, rakst ég á hana í Handritadeild
Landsbókasafns, Lbs. 4311,4to. Þar er hún skráð, ásamt
margs konar kveðskap, sem Einar Þórðarson frá Skelja-
brekku, hefur safnað saman. Vísan er talin vera ort um
1700, eða fyrr, höfundur ókunnur. Vísan er höfð þannig:
Þorsteinsstirnir, Kaldakinn,
kalla jeg Vatn og Vatnshorninn,
Skinnþúfa, Skriðukot,
Saurstaðir, Jörvi, Hofið hjer,
Hamrar, Núpur og Leikskálir,
breikkar síst byggðarslot,
Smirlahóll, Mjóibóll,
Kross með Skarði,
Granagarði,
Giljalandi,
Villingadalur úr vegi standi.
(uppsetning mín, E.Th.K.)
Þama er vísan aðeins öðruvísi en í hinni gerðinni og
fyrsta nafnið, Þorsteinsstirnir, í stað Þorsteinsstaðirnir,
hlýtur að vera villa. Sennilegt er, að vísuorðið hjer og
breikkar síst byggðarslot, sé þó réttara.
Um Grænagarð eða Granagarð og Hof er lítt eða
ekkert kunnugt, sem nöfn á bæjum í Haukadal.
Hér er önnur vísa úr sama handriti, Lbs.4311,4to, og
fjallar hún um mann sem þótti oft hafa haft jarðaskipti.
Vísan er ort um 1800, óviss höfundur:
Á Mjóabóli fleygir fleina
frækinn gjörði reisa bú,
Kringlu og Hróki greitt skal greina,
geðjaðist honum breytni sú,
Álfatröðum eg vil hjá,
Árnhúsum ei gleyma má,
Þrándarkoti og þar með Spena,
þar mun loksins æfin rjena.
Flestir þessir bæir eru í suðurdölum Dalasýslu, einn á
Skógarströnd, engan veit ég Hrókinn, en trúlega á það að
vera Krókur, bæir með því nafni eru nokkrir og ekki þekki
ég bæ með Spena-nafni, annan en þann, sem er í Húna-
þingi.
Og svona í leiðinni, er hér smávegis til Gunnars Guð-
mundssonar frá Heiðarbrún, vegna fyrirspuma hans í
Fréttabréfinu, 1. tbl. 1993.
Spumingar 3 og 4.
Steinunn var fædd 18. sept. 1765 á Tannstaðabakka í
Staðarhreppi, Hún. Foreldrar hennar voru Guðmundur
Konráðsson og Hólmfríður Jónsdóttir. Vegna vöntunar og
skemmda á kirkjubókum þarna, á þessum tíma, verður
varla séð hvortþau Guðmundur og Hólmfríður voru hjón,
og ekki heldur hvort þau bjuggu þarna á Tannstaðabakka.
Ekki veit ég hverra manna þau voru, né um afdrif þeirra.
í mars 1993
Eggert Th. Kjartansson
Fréttabréf Ættfræðifélagsins. Útg.: Ættfræðifélagið, pósthólf 829, 121 Reykjavík
Ábm.: Hólmfríður Gísladóttir, hs. 74689
Ritnefnd: Guðfinna Ragnarsdóttir hs. 681153, Kristín H. Pétursdóttir hs. 12937, Hálfdan Helgason hs. 75474