Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1999, Qupperneq 5
Hólmfríði þakkað
Fyrir mína hönd og annarra stjórnarmeðlima Ættfræði-
félagsins langar mig til þess að fylgja Hólmfríði Gísla-
dóttur fráfarandi formanni Ættfræðifélagsins úr hlaði og
færa henni innilegustu þakkir fyrir vel unnin störf og gott
samstarf. En maður þakkar ekki slíkri konu sem Hólm-
fríði með svo hversdagslegum orðum og því langar mig
til þess að hafa þessa tölu örlítið lengri og læt þar fylgja
með bæði súrt og sætt.
Við Hólmfríður höfum nú starfað saman í stjórninni í 6
ár, hún sem formaður og ég sem ritari. Eins og flestir vita
er Hólmfríður afar stjórnsöm kona, kraftmikil og dugleg
enda vön að stjóma og ráðskast á stóru og barnmörgu
heimili. Og það má segja að hún hafi haldið þessum
stjórnsemistöktum við okkur samstarfsmenn sína líka.
En sú stjórnsemi hefur nú ekki alltaf fallið í góðan
jarðveg frekar en við er að búast, hvorki hjá mér né
öðrum, enda fleiri stjórnsamir en Hólmfríður. Við höfum
ekki alltaf verið sammála, ég hef hvesst mig við hana og
hún hvesst sig við mig, en það hefur aldrei skilið neitt
eftir sig annað en gott. Því við Hólmfríður erum báðar
málglaðar konur að vestan og getum rætt okkur fram úr
hlutunum þegar öldurnar lægir. Hólmfríður er einnig
með eindæmum þrjósk og fylgin sér og heldur sínu stíft
fram en það er jú aðalsmerki baráttumanna og það
verður ekki annað sagt en að Ættfræðifélagið komi vel
undan hennar verndarvæng.
Eitt gott dæmi um þrjóskima er að á sínum tíma kom
mikið til tals hjá ýmsum stjórnarmönnum, þó ekki mér,
að kominn væri tími til þess að hætta við að gefa út Mt.
1910 á bók en gefa það í staðinn út á geisladiski fyrir
tölvu. Þetta var á þeim árum sem tölvumar voru að verða
að hálfguðum í þjóðfélaginu. En Hólmfríður hélt nú ekki,
bók skyldi það vera, því bókin stæði alltaf fyrir sínu og
hana gæti maður tekið með sér upp í rúm en tölvuna
ekki. Og þar við sat. Og tíminn hefur svo sannarlega
unnið með Hólmfríði í þessu máli þótt á tölvuöld sé.
En þótt Hólmfríður sé nokkuð viss um að villumar
verði vaðandi um allt á tölvudisklingi fremur en á bókum
og þótt henni sé á margan hátt meinilla við þessi miklu
tölvutengsl ættfræðinnar og þótt hún óttist að bæði
nákvæmni, spenna og ánægja líði fyrir það að ættfræðin sé
unnin á tölvu með tölvutengdum gagnagrunni, þá hef ég
fyrir satt að hún sé nú samt byrjuð ef ekki búin að pikka
inn stofninn að niðjatali einnar formóður sinnar á tölvu.
Svo henni er nú ekki alls vamað á þessu sviði þótt mér hafi
oft þótt hún vera ansi aftarlega á merinni í tölvumálunum
enda fagna ég þeim degi þegar öll ættarsúpan kemur út á
geisladiski. En sínum augum lítur hver silfrið.
En það er ekki bara stjórnsemin og þrjóskan sem
einkenna Hólmfríði Gísladóttur. Hún er einnig með
eindæmum samviskusöm og trú þeim störfum sem henni
eru falin og það er ekki lítill fengur fyrir áhugamanna-
félag eins og okkar. Það er meiri vinna en margan grunar
að stjórna ekki stærra félagi og það er sama hvort um er
að ræða útgáfu manntala, sölu á manntölum, fundarstúss
og fyrirlesarareddingar, ferðalög eða fréttabréfið, nú eða
hina ótalmörgu héraðsfundi, allt hefur hún rækt af stakri
samviskusemi og dugnaði. Og óteljandi eru þau samtölin
sem Hólmfríður hefur átt við hinn almenna félagsmann
og greitt úr ættarflækjum af lipurð og þekkingu.
Annað sem mér finnst einkenna Hólmfríði og oft
hefur vakið aðdáun mína er sú ræktarsemi sem hún hefur
sýnt öllum þeim góðu mönnum og konum sem lagt hafa
félaginu og ættfræðinni lið á undanförnum fimmtíu
árum. Þeim hefur hún sýnt virðingu og þökk jafnt lífs
sem liðnum. Og allt byggist það á hennar langa og far-
sæla starfi og því að hún hefur góða yfirsýn og þekkingu
á sögu félgsins.
Guðfinna Ragnarsdóttir fráfarandi ritari í ræðustól.
En umfram allt er hún einlægur áhugamaður um
ættfræði, brennandi í anda og hafsjór fróðleiks um ættar-
tengsl ekki síst í sínu heimabyggðarlagi Snæfellsnesinu.
En það er ekki hægt að þakka Hólmfríði Gísladóttur vel
unnin störf án þess að minnast á hexmar hægri hönd,
eiginmanninn Eggert Th. Kjartansson sem stendur við
hlið hennar í ættfræðistússinu á hverju sem dynur og
hefur unnið okkar félagi ómetanlegt starf í útgáfumálum.
Það er ekki lítils virði að hafa slíkan mann sér við hlið
enda hef ég oft öfundað þau hjónin af þessu sameiginlega
áhugamáli þeirra. En saman spannar þekkingarsvið
þeirra nær hálft Vesturland.
Með slíka þekkingu, áhuga og starfsgleði er ekki hægt
að hverfa á braut þótt formannsferlinum ljúki. Það er
þess vegna ekki bara von mín heldur fullvissa - eftir að
hafa rætt við Hólmfríði sjálfa -að þau hjónin eigi eftir að
vinna Ættfræðifélaginu áfram af lífi og sál um ókomin ár
þótt formannsstarfinu ljúki.
Kæra Hólmfríður, ég þakka þér mörg og skemmtileg
ár í stjórn Ættfræðifélagsins, Jaau hafa verið mér ánægju-
legur og lærdómsríkur tími. Eg vona að við eigum eftir að
eiga saman margar ánægjustundir bæði innan félagsins
og utan. Kærar þakkir!
Guðfinna Ragnarsdóttir
-5