Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Blaðsíða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010
FRETTABREF
^ETTFRÆÐIFÉLAGSINS
Útgefandi:
© Ættfræðifélagið
Ármúla 19,108 Reykjavík.
S 588-2450
aett@aett.is
Heimasíða:
http://www.ætt.is
Ritnefnd Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
© 568-1153~
gudfragn@mr.is
Olafur H. Oskarsson
© 553-0871
oho@internet.is
Ragnar Böðvarsson
© 482-3728
grashraun@gmail.com
Ritstjóri
Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
Laugateigi 4, 105 Reykjavík
© 568-1153
gudfragn@mr.is
Ábyrgðarmaður:
Anna Guðrún Hafsteinsdóttir
formaður Ættfræðifélagsins
annagunnah@simnet.is
Umbrot:
Þórgunnur Sigurjónsdóttir
Efni sem óskast birt í
blaðinu berist umsjón-
armanni á rafrœnu formi
(tölvupósturldisketta)
Fyrirspurnir
✓
Vestur-Islendingur
Ég hefur verið að leita að foreldrum manns sem hét Pétur Andrésson
og bjó í Churc-Bridge í Canada, en það mun vera um 500 km vest-
an við Winnepeg. Pétur var fæddur 29. júlí 1918. Hann var giftur Rúnu
Magnúsdóttir, sem enn er á lífi. Hún er fædd 6. ágúst 1920. Faðir hennar
var Magnús Magnússon og bjó hann í Churc-Brigde.
Faðir Magnúsar var Magnús Magnússon og mun hann einnig hafa búið
þar.
Foreldrar Magnúsar voru Magnús Einarson fæddur 1822, bóndi á
Hnausi í Villingaholtshreppi. Húsfreyja hans, Ragnhildur Magnúsdóttir,
var fædd 11.9.1819. Þau fluttu til Canada 1887 með skipi frá Reykjavík.
Mér þætti vænt um ef einhver gæti eitthvað liðsinnt mér.
Ég vil taka það fram að ekki þýddi að skrifa Rúnu, því að hún les ekki
íslensku.
Virðingarfyllst
Einar Hjálmtýsson, Netfang: einarhjalm@internet.is
Leit að gröf
Fréttabréfið birti í 1. tölublaði ársins eftirfarandi fyrirspurn sem enn hefur
ekki tekist að svara:
Ég er að leita að gröf langalangaafa míns sem lést á íslandi þar sem
hann var við veiðar. Hann var jarðaður, að því er sagan segir, í nágrenni
Reykjavíkur. Hann mun hafa látist 1908. Þessi forfaðir minn hét Johannes
Johannesson Litlaskog. Hann var fæddur 8. desember 1873 og skipið sem
hann var á hét D/S Skuld.
Mér þætti vænt um að fá aðstoð við að finna þessa gröf.
Stein Aarsland, Noregi
Frá ritstjóra:
Ritstjóri hafði samband við Þorgeir Adamsson garðyrkjustjóra Reykja-
víkurprófastsdæma og bað hann um aðstoð þar sem ekkert var að finna á
garður.is. Þorgeir hefur leitað með aðstoð góðra manna en ekkert fundið
enn. Við höfum þó ekki gefið upp alla von. Þeir sem gætu búið yfir upplýs-
ingum um þessa gröf hafi samband við ritstjóra á netfanginu gudfragn@
mr.is og Stein Aarsland sem hefur netfangið stein@rogalandkrfu.no
Prentun: GuðjónÓ
»W”
Fréttabréf Ættfræði-
félagsins er prentað í 600
eintökum og sent öllum
skuldlausum félögum. Verð
í lausasölu er 300 kr. Allt
efni sem skrifað er undir
nafni er birt á ábyrgð
höfundar. Annað er á
ábyrgð ritstjórnar.
„Hálfur sokkur“
Fríður Pétursdóttir fyrrverandi garðyrkjubóndi í Laugarási er ættuð frá
Rifi á Snæfellsnesi. I bemsku hennar var þar á bænum gömul kona sem
var síprjónandi eins og gamalla kvenna var þá siður. Einhverju sinni spurði
Fríður hana hvað það væri langt út á Hellissand. Gamla konan hugsaði sig
um stundarkorn og svaraði svo: „Ætli það sé ekki svona hálfur sokkur!“
Komið í kútinn
Einar Haukur Kristjánsson viðskiptafræðingur, lengi skrifstofustjóri hjá
Vegagerðinni, er fæddur og uppalinn í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi
á Snæfellsnesi. Hann sagði eftir ömmu sinni eftirfarandi skemmtilega skil-
greiningu á skyldleika fólks: 3-menningar eru mikið skyldir, 4-menningar eru
lítið skyldir, en þegar komið er að 5-menningum „er það komið í kútinn.”
http://www.ætt.is
2
aett@aett.is