Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Síða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Síða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Samantekt: Guðfinna Ragnarsdóttir Lambhóll í Skerjafirði Sjö kynslóðir á sjávarbakkanum Þeir sem ganga sér til ánægju meðfram Ægissíðunni til austurs sjá við enda henn- ar hátt, hvítt og glæsilegt hús. Það er Lambhóll. Lambhóll á sér langa sögu. Hann er byggður úr Iandi Skildinganess um 1870, en talið er að á þessum slóð- um hafi verið lambhús frá Skildinganesi. Gamla Lambhólshúsið stóð, þá sem nú, milli Þormóðsstaða og Garða rétt við sjáv- arkambinn. Austan undir Lambhól er svo Lambhólsvörin, þaðan sem menn sóttu björg í bú öld fram af öld. Meðan aldan hefur hjalað við ströndina við Lambhól á blíðum sumardögum og skollið á hana, hvítfyssandi og þung, á ísköldum vetrardögum, hafa kynslóðirnar runnið fram, á sjávarkambinum, ein af annarri, allar komnar af sama meiði. Allt frá því Magnús Magnússon, frá Engey, reisti þar fyrsta bæinn urn 1870. Mann fram af manni hafa afkomendur hans byggt Lambhólsbæinn, fyrst litla torfbæinn, svo litla, lágreista bæinn með bárujárninu, síðan litla snotra steinhúsið og svo þetta stóra, hvíta og glæsilega hús. Þar gengur nú um garða þriðja Ragnhildurin í Lambhól, 24 ára, nafna langalangömmu sinnar sem var tengdadóttir frumbyggjanna í Lambhól. Hún á dreng á fjórða ári og ber annan lítinn undir belti. Þeir eru sjötta kynslóðin af Lambhólsættinni, sjötta kyn- slóðin sem elst upp með sjávarangan í vitunum og hlustar á þungan nið öldunnar við húsvegginn. Við hvert fótmál andar sagan og sagnirnar og handan við vegginn býr langamma, Ragnhildur, sem man ömmu sína, fyrstu Ragnhildina í Lambhól, sem fædd var 1870. Hún kann líka að segja frá langalang- afa og Magnúsunum öllum sem raða sér upp í Lambhólsættinni. Hér þarf ekki að fara langt til þess að spyrja. Eyleifsætt „stóra“ Eyleifur hét maður Þorsteinsson oft kallaður „stóri“. Hann var fæddur í Hvítársíðu í Borgarfirði 1748. Hann var tómthúsmaður í Skildinganesi við Skerjafjörð fyrir og eftir aldamótin 1800. Við hann er kennd Eyleifsætt „stóra“. í sumum ættarskrám er hann nefndur Eilífur. Eyleifur var hár maður vexti og þrekinn. Hann var atorkusamur, heppnisformaður og sláttumaður mik- ill, svo að orð var á gert. Hann fór oft í kaupavinnu upp í Borgarfjörð á sumrum og var þar orðlagður fyrir dugnað. Hann mun hafa átt heima í Borgarfirði þar til hann flutti suður til búskapar. Hann kvæntist 1795 og er þá talinn yngismaður frá Húsafelli í Borgarfirði, en þar var hann vinnumaður frá 1785-1795. Kona Eyleifs var Jarþrúður Bergsdóttir, fædd 1761, frá Elliðakoti í Mosfellssveit. Þau Magnús bjuggu í þurrabúð í Litla-Skildinganesi í tíu ár en 1805, eftir tíu ára hjúskap, skildi Eyleifur við konu sína og skildi hana eftir með börnin þeirra tvö, Magnús og Hólmfríði. Jarþrúður bjó áfram í Litla-Skildinganesi og þar ólust börn þeirra upp. Eyleifur lést í Borgarfirði 1821. Bóndi í Engey Magnús sonur þeirra fæddist í Litla-Skildinganesi 1797. Hann hafði einnig viðurnefnið „stóri“. Hann var vinnupiltur í Skildinganeskoti 1816. Hann varð bóndi í Ánanaustum 1824-1833 en fluttist þá út í Engey og bjó þar í 24 ár, eða til æviloka. Hann stund- aði jöfnum höndum landbúnað og sjósókn og þótti dugnaðarmaður. Hann var formaður á bátum og smið- ur góður. Hann virðist hafa komist vel af með sinn stóra barnahóp. Magnús átti 14 böm, af þeim komust tíu til full- orðinsára. Sjö bamanna fæddust í Ánanaustum og sjö í Engey. Ein dóttir Magnúsar var Guðrún, móð- ir Þórðar Sigurðssonar, bónda, fræðimanns og ætt- fræðings á Tannastöðum í Ölfusi. Jarþrúður móðir Magnúsar var hjá honum síðustu æviár sín og dó í Gamli Lambhólsbærinn, upphaflega byggður um 1870. Framan við hann stendur húsfreyjan, Ragnhildur Einarsdóttir, önnur frá vinstri, ásamt tveim sonum sín- um, þeim Tryggva lengst tii vinstri og Helga, lengst til hægri og föðursystur sinni Oddhjörgu Sigurðardóttur frá Hólabrekku sem fædd var 1855. (Myndin er tekin um 1917) http://www.ætt.is 3 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.