Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 2. og 3. kynslóð. Jón Magnússon og Kagnhildur Einarsdóttir ásamt börnunum sínum átta, talið frá vinstri: Tryggvi (við hlið föður síns), Helga Sigurbjörg (fyrir aftan), Sigurrós, Magnús Helgi, Ragnhildur, Einar Steinþór, Eðvarð (fyrir aftan), Benedikt og Helgi (lengst til hægri). (Myndin er tekin 1917) aðar- og kjarkkonu. Faðir Helgu var svonefndur Horna- Salómon eða Salómon svarti, Bjarnason. Helga var afasystir Helga Hjörvar rithöfundar og útvarpsmanns. Móðir Ragnhildar, var Steinþóra, fædd í Reykjavík 1839, Einarsdóttir frá Tjarnarhúsum við Seltjörn á Seltjarnarnesi, Kortssonar sem Kortsætt er við kennd. Sólveig, systir Einars Kortssonar, var langamma Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og þeirra mörgu og þekktu systkina. 42 ár í Lambhól Þau Ragnhildur og Jón gengu í hjónaband 1894. Lengst af bjuggu þau við mikla fátækt. Þau eignuðust níu börn sem öll komust til fullorðinsára, nema einn sonur. Ragnhildur, sem var afar sterk og dugmikil kona, með óbifanlegt þrek og skapfestu, varð fyrir þeirri þungu sorg sem ekkja að sjá á eftir fjórum sonum sínurn í blóma lífsins. Tveir dóu úr berklum, með dags millibili 1930, þeir Helgi bifreiðarstjóri og Benedikt stýrimaður. Ragnhildur bróðurdóttir þeirra man enn svörtu kisturnar tvær, hlið við hlið, við hús- kveðjuna í litla Lambhólshúsinu. Þriðji sonurinn, Tryggvi, vélstjóri, dó einnig úr berklum árið 1944. Sá fjórði, Eðvarð, matsveinn, drukknaði þegar tog- arinn Skúli fógeti strandaði við Grindavík 1933. Allir skildu þeir eftir sig lítil börn. Dæturnar tvær, Helga Sigurbjörg, húsmóðir, og Sigurrós, sem lengi var hár- greiðslumeistari Þjóðleikhússins, voru móður sinnni hlíf og skjöldur í ellinni. Þau Jón og Ragnhildur bjuggu saman í Lambhól í 27 ár en eftir að Jón lést 1921, aðeins 52 ára, bjó hún þar ekkja í 15 ár. Hún lést hjá Sigurrós dóttur sinni á ísafirði árið 1948, 78 ára gömul, og hvílir nú í Hólavallagarði hjá eiginmanni sínurn og fimm sonum. Nýtt hús - tveir bræður 1922 var gamli bærinn í Lambhól rifinn og tveir elstu synir þeirra Jóns og Ragnhildar, Magnús Helgi og Einar Steinþór (heitinn eftir móðurafa sínum og ömmu), hófust handa við byggingu nýs tveggja hæða steinhúss. Það var fullbúið 1924. Þar áttu þeir bræð- ur síðan heimili sín með fjölskyldum sínum þar til yfir lauk. Magnús Helgi og Sigurlína Ebenezersdóttir, kona hans.bjuggu áefri hæðinni,en EinarSteinþór og Valgerður Eyjólfsdóttir, kona hans, á neðri hæðinni. Lýsing á Lambhól og umhverfinu úr minning- argrein Stefáns Ögmundssonar um Magnús H. Jónsson prentara, árið 1957 í Þjóðviljanum: Skerjafjörðurinn, með útsýn til Bessastaða, Keilis, Lönguhlíðar og Reykjanesfjalla. Esjan í norður, Skerjafjörður lygn og blíður svo Hólmarnir og Löngusker eru ævintýraeyjar, lítill bátur í vör og fiskur í soðið. Svo rauk hann upp og fjörð- urinn skóf. Særokið hélaði baðstofugluggann í Lambhólsbænum,brimið fráklettunum fyrirneðan hófst og lokaði allri útsýn. Þar bjuggu Ragnhildur og Jón og bömin átta. http://www.ætt.is 5 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.