Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Hér er Ragnhildur Einarsdóttir að gefa hænsnunum í Lambhól, ásamt Jóni Ragnari Einarssyni, sonarsyni sínum. (Myndin er tekin um 1931) Magnús Helgi var elstur systkinanna. Hann var fæddur 1895. Hann var fríður maður sýnum, hár vexti og höfðinglegur í framgöngu. Hann hafði ríka mennt- unarþrá og átti snemma gott bókasafn. Eftir sum- ardvalir vestur á Mýrum heillaði sveitalífið hann þó svo mikið að hann vildi gerast bóndi. Þá var það að þau hjónin Skúli Thoroddsen og kona hans,Theodóra, buðu foreldrum hans að taka hann í læri í prentsmiðju Þjóðviljans og þar hóf hann nám í prentiðn árið 1911. Minntist Magnús samvistanna við þau hjónin og börn þeirra ætíð með mikilli hlýju. Hann lauk svo nám- inu í prentsmiðjunni Gutenberg en vann síðan í prent- smiðjunni Odda til dauðadags. Framfaramaður Magnús Helgi var víðsýnn og hugsjónaríkur framfaramaður og stefnufastur baráttumaður, en um leið var hann þekktur fyrir lipurð og samningsvilja. Hann var góðum gáfum gæddur, gætinn og hjálp- samur og mjög starfsfús. Hann var heiðursfélagi Hins Islenzka prentarafélags og gegndi trúnaðarstörf- um fyrir félagið í 36 ár og var formaður þess í 18 ár. Stefán Ögmundsson prentari segir um Magnús í minningargrein að hann hafi verið svo mikil líkn- arstoð sínu fólki í þungum raunum að fáum muni til jafnað. En Magnús studdi bræður sína og fjölskyldur þeirra í erfiðum veikindum og síðar mágkonur sínar og móður við fráfall fjögurra bræðra sinna. Sigurlína Ebenezersdóttir, kona hans, var fædd og upp alin í Ebenezershúsi á Lindargötunni. Sigurlína var hlédræg kona, hógvær og fámælt. Hún var hjartahlý, æðrulaus og fáguð. Þau Magnús Helgi kynntust í prentsmiðjunni Gutenberg. Þau giftu sig 1922. Hjónaband þeirra var afar farsælt og Ingibjörg Ebba dóttir þeirra minntist þess oft að móðir hennar 3. og 4. kynslóð: Magnús Helgi Jónsson prentari og kona hans Sigurlína Ebenezersdóttir ásamt þrem elstu dætrum sínum.Talið frá vinstri: Unnur, Sigurlína, Ragnhildur, Magnús Helgi og Ingibjörg Ebba. Fjórða dóttirin, Helga, fæddist 1931. (Myndin er tekin um 1927) http://www.ætt.is 6 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.