Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 3. og 4. kynslóð: Einar Steinþór Jónsson og kona hans Valgerður Eyjólfsdóttir ásamt börnum sínum. Frá vinstri: Einar Steinþór, Jón Ragnar, María, (fyrir aftan), Hrefna, Steinþór og Valgerður. (Myndin er tekin um 1940) vakti alltaf eftir honum þegar hann vann við prentverk fram á nætur. Þau Magnús Helgi og Sigurlína byrjuðu sinn búskap í Ebenezershúsi, húsi foreldra hennar við Lindargötu,en fluttu í Lambhól 1924, þegar nýja hús- ið var tilbúið. Þau eignuðust fjórar dætur: Ingibjörgu Ebbu, Ragnhildi Jónu, Unni og Helgu. Magnús Helgi lést aðeins 62 ára gamall árið 1957. Sigurlína kona hans, lifði ekkja í 24 ár. Hún bjó ekkja í Lambhól á annan áratug, framan af ásamt Unni dóttur sinni og Rafni Arild syni hennar. Magnús Grímsson, dóttursonur hennar, bjó einnig hjá henni um tíma í gamla Lambhólshúsinu. Seinustu árin bjó hún hjá Helgu dóttur sinni. Sigurlína lést á Vífilsstöðum 1981. Þau Magnús Helgi og Sigurlína hvíla bæði í Fossvogskirkjugarði. Nýtt hús - tvær frænkur 1952 var byggt stórt hús áfast við gamla Lambhól. Að þeirri byggingu stóðu bræðradæturnar, þær Ragnhildur, fædd 1924, dóttir Magnúsar Helga og Sigurlínu, og María, fædd 1927, dóttir Einars Steinþórs og Valgerðar, ásamt mökum sínum. Þau Ragnhildur og maður hennar Kristján Valdimar Kristjánsson, kjötiðnaðarmeistari og kaupmaður, bjuggu á efri hæðinni ásamt sjö börnum sínum og á neðri hæð- inni bjó María, ásamt manni sínum Olafi Gunnari Jónssyni, bifreiðarstjóra, og fimm börnum þeirra. I risinu bjuggu svo Jón Ragnar, sonur Einars Steinþórs, og Erla Elíasdóttir kona hans ásamt sínum þrern börn- um. Þetta var því sannkallað fjölskylduhús. Lambhólsvörin Einar Steinþór, var næst elstur systkinanna, fædd- ur 1897. Hann fór ungur að heiman til sjós. I heims- styrjöldinni fyrri sigldi hann á seglskipum með salt- fisk til Spánar, Ítalíu og Grikklands. Lengst af vann hann sem matsveinn á togurum. Einnig gerði hann út frá Lambhólsvörinni. Valgerður kona hans var fædd í Skálholti en alin upp á Bóli í Biskupstungum. Þau bjuggu í Lambhól allan sinn búskap. Þau höfðu nokkrar kýr og hænsni. Þegar Valgerður lést 1969 flutti Einar til Jóns sonar síns og Erlu konu hans. Þau Einar og Valgerður eignuðust fjögur börn, Maríu, Jón Ragnar, Steinþór og Hrefnu. Einar Steinþór lést 1993 á 96. aldursári. 4. og 5. kynslóð: Ragnhildur Magnúsdóttir, fædd 1924, húsfreyja í Lambhól, ásamt manni sínum Kristjáni Valdimar Kristjánssyni og fjórum elstu börnum þeirra. Ragnhildur heldur á Magnúsi Helga, Sigurlína Sjöfn stendur fyrir aftan og Sylvía Hrönn fyrir framan. Kristján heldur á nafna sínum Kristjáni. (Myndin er tekin um 1957) http://www.ætt.is 7 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.