Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010
Konungsbréf um uppreisn æru til handa festingarþræln-
um Þorleifi Jónssyni sem senda skuli til Finnmerkur.
Sarahljóða bréf voru gefin út handa öðrum íslenzkum stokkhússþræl-
um sem þangað voru fluttir.
Bréfin eru undirrituð af konungi tveim vikum eftir að þrælaflutning-
arnir áttu sér stað.
Vi Frederik den Femte &: c. G. A. V. Saasom Vi allern. have funden for
godt, at Forleber Joensen fra Vort Land Island, som for begangne
Tyverie er kagströgen og brændemærket, samt indsat til Fæstnings-
Arbeide paa Livstid, maa nu af Slaveriet löslades, for at forsendes til
Vort Land Finmarken, der paa lovlig Maade, enten ved Fiskeriet eller
anden Haandtering at vinde sit fomödne Ophold: saa ville Vi ved
dette Vores aabet Brev af sær kongelig Mildhed allem. have skjænket
og givet, ligesom Vi hermed skjænker og giver bemeldte Forleber
Joensen igjen hans Æré, som han ved den over ham ergangne Dom
og ovenmeldtc udstandne Straf er frakjendt, saa at samme Dom og
Straf ikke skal komme ham paa ærlige Navn og Rygte til Forkleinelse
eller Præjudice i nogen Maade; hvorfore Vi hermed forbyde Alle og
Enhver, hannem eller hans Familie denne Sag, eller den derfor ud-
standne Straf at bebreide og forekaste, eller i andre Maader, imod hvis
som forskrevet staaer, nogen Hinder eller Forfang at gjöre, under
Vor Hyldest og Naade.
Skrevet &c. Fredensborg den 17 Junii 1763.
Frederik V.
Allir fyrrum festingarþrælarnir fengu sitt náðunarbréf.
Hér er náðunarbréf Þorleifs Jónssonar sem mikið kem-
ur við sögu í Haustskipum. Fred Ekeli ætlaði að láta það
verða sitt fyrsta verk að fá afrit af náðunarbréfi forföð-
ur síns.
Blóðskammarþulan
úr forordningu Kristjáns konungs
sjötta frá 18. janúar 1737
Blóðskammarvítin
Móðir manns
Systir manns
Dóttir manns
Stjúpmóðir
Sonar-kona
Bróður-kona
Sonardóttir
Stjúpdóttir
Dótturdóttir
Systurdóttir
Bróðurdóttir
Móðurmóðir
Föðurmóðir
Móðursystir
Föðursystir
Móðir konu manns
Systir konu manns
***
„Ef nokkrar þær persónur so nákomnar að
frændsemi eður mægðum sem strax voru taldar
hafa holdlegt samræði sín á millum, þá fremja þær
blóðskömm og eiga eftir Guðs og kongl. Majest.
lögum að missa lífið.“
vannærðir og langsoltnir og mun næmari á alls kon-
ar smitandi sjúkdóma svo sem kóleru, berkla, bólu,
taugaveiki og mislinga. Auk þess þurftu þeir sem
ærulausir fangar að þola kaghýðingu við komuna í
fangelsið. Kaghýðingin fór fram á Kongens Nytorv,
við Ráðhúsið. Af þeim 18 íslendingum sem komu í
Stokkhúsið í september og október 1757 dóu ellefu
innan sex mánaða en fjórtán innan árs. Þó voru þetta
allt ungir menn.
Stokkhúsið var þrælafangelsi, Slaverie, ætlað karl-
mönnum einum og þá einkum þeim sem dæmdir
höfðu verið til ærumissis eða fyrir blóðskömm. Þar
báru allir fangar járn.
Ekki er ljóst hvort Vigfús Þórðarson kemur strax
í Stokkhúsið eða hvort hann hefur fyrst verið hafð-
ur í Citadellet i Fredrichshafn- Friðrikshafnarvirki, og
þá trúlega notaður í að vinna við fallbyssusteypurnar
miklu.
Frjálsir menn
Svo er það árið 1763 að fólk vantar til Finnmerkur í
Noregi til þess að vinna m.a. við Lissabonsfiskinn.
Rentukammerið skrifar þá amtmanninum á Finn-
mörk bréf, þar sem segir að tólf íslendingar, sem
nú eru í Kaupmannahafnar virkisþrældómi og í
Friðrikshafnarvirki, lýsi sig fúsa til þess að láta flytja
sig til Finnmerkur, sem frjálsa menn en ekki þræla, og
skal því farið með þá sem slíka.
Konungurinn ákveður að þeir skuli leystir úr fest-
ingarþrældómi og skuli dreift á þá staði sem amtmann-
inum finnast þarflegastir til fjölgunar landsmanna.
Þessir tólf íslendingar áttu því að fara til Finnmerkur
sem frjálsir menn og sjá sér þar farborða á löglegan
hátt eins og aðrir almúgamenn.
Það er amtmannsins að flytja þessa frjálsu menn til
Finnmerkur og ákveða þeim staði úti á landi þar sem
þeir geta sest að og unnið sér fyrir lífsframfæri hvort
heldur er við fiskirí eða í vinnumennsku, gegn sömu
launum og goldin eru öðru þjónustufólki þar í landi.
Hér á Kongens Nytorv, við Ráðhúsið, fóru kaghýðing-
arnar fram. Hér voru misindismenn bundnir, hlekkj-
aðir og hýddir með hrís, kaðalsvipu eða hnútasvipu, allt
frá 1660 til 1761. Höggunum var oft skipt niður, 20 högg
á dag, nokkra daga í röð.
http://www.ætt.is
12
aett@aett.is