Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010
Þau hjónin Malene og Sivert voru langalangafi og
langalangamma Fred Ekeli sem á heiðurinn af þess-
um ættrakningum. Malene lést 1917.
1939 er talið að allir íbúar Svanelvmoen séu komnir
af Sivert Rusthaug. Sonur Malene og Siverts var Bernt
Andreas sem fæddur var 1864, en þá bjó fjölskyldan á
Svanelvmoen. Kona hans var Simonæthe Pettersdatter.
Dóttir þeirra var Berntine Simonette Berntsdatter
Sivertsen fædd 1894. Hún bjó í Bergen ásamt manni
sínum Bendik Yndestad. Dóttir þeirra er Bergliot
Yndestad móðir Fred og amma Fredriks Laland Ekeli,
Norðmannsins unga sem fyrirspurnina sendi.
Níundi ættliðurinn
Fredrik Laland Ekeli er sem sagt níundi ættliðurinn
frá Vigfúsi Þórðarsyni, festingarþrælnum sem kom
frjáls maður til Finnmerkur árið 1763
Vigfús Þórðarson fæddur um 1717
Þórður Vigfússon fæddur um 1768
Anders Thordarson fæddur um 1800
Malene Kathrine Kirstine Andersdatter Sivertsen
fædd 1834
Bernt Andreas Sivertsen fæddur 1864
Berntine Simonette Berntsdatter Sivertsen fædd
1894.
Bergliot Yndestad fædd 1922
Fred Ekeli fæddur 1949
Fredrik Laland Ekeli fæddur 1979
Vikkus frá íslandi
Það var ekki fyrr en árið 2009 sem Fred Ekeli, norsk-
ur maður á miðjum aldri, fór að huga að forfeðrum
sínum. í gömlum pappírum frá föður sínum fann hann
nafnið Anders sem sagður var sonur Tordel Vikkunson
sem aftur væri sonur Vikkus og að sá Vikkus hefði af
ókunnum ástæðum komið frá Islandi um miðja átj-
ándu öld. Lengra náðu þær upplýsingar ekki.
Frekari athuganir á kirkjubókum sýndu svo að
Anders var ekki Tordelsen heldur Thorderssen og
að sá Thorder var Vigfussen. Fred fann svo Vigfus í
manntali frá 1801 ásamt konu og þrem börnum.
Aframhaldandi leit á netinu og sögusagnir um að
Vigfús þessi hefði komið frá Islandi varð til þess að
sonur Fred, Fredrik, skrifaði Fréttabréfinu og spurð-
ist fyrir um þennan ættföður sinn. Og þá fór boltinn
að rúlla. Niðurstöðurnar voru ef til vill ekki þær sem
búist hafði verið við, í fyrstu nokkuð óþægilegar og
óvæntar.
Þjóðin týnda
í ljósi sögunnar og örlaga íslensks alþýðufólks sem
lenti í klóm réttvísinnar á þessum tímum, verður
að teljast ótrúlegt að komast að slíkri vitneskju urn
forföður sinn. Bjöm Th. Björnsson segir frá því að
íslenskir valdsmenn létu sér ekkert koma við hvað
varð um fólkið sem þeir dæmdu og bendir á að hvergi
sé ýjað að þessu fólki fremur en það aldrei hafi verið
til. „Enginn slíkur er ættfaðir neins, móðir, sonur né
bróðir. í þeim fræðum er þetta þjóðin týnda“.
En Vigfús Þórðarson týndist ekki. I dag er hann
ættfaðir ótal Norðmanna, Fred giskar á að þeir séu
ekki færri en 500 talsins og Vigfús er svo sannarlega
kominn á spjöld sögunnar. Sagan hefur líka kennt
okkur að líta á sakamenn fortíðarinnar ólíkt mildari
og víðsýnni augum en samtími þeirra. Þar á bókin
Haustskip og fróðleikur og staðreyndir þær sem Björn
Th. Björnsson hefur grafið fram stóran hlut að máli.
Sýslumannaæfirnar á Netinu
Lausnin fundin
í síðasta Fréttabréfi Ættfræðifélagsins ræddu Benedikt
Sigurðsson á Akranesi og ritstjóri um vandræði sín
við notkun Sýslumannaæfa á Netinu. En nú er lausn-
in komin. Dóttir Benedikts, Ólöf Benediktsdóttir,
bókasafns- og upplýsingafræðingur við Stofnun Arna
Magnússonar í íslenskum fræðum, komst að vandræð-
um okkar og leysti úr þeim. Eg birti hér bréf hennar til
föður síns (sem hann sendi Fréttabréfinu) og vona að
það komi öllum að gagni:
Ég sá fyrirspurn þína og svar Guðfinnu í Fréttabréfi
Ættfræðifélagsins. Mér fannst rétt að setja slóðirnar í
Gegnisfærsluna og fann öll bindin nema það fimmta
sem er registursbindi á Internet Archive. Ef þú leitar
að ritinu í Gegni og smellir á færsluna sérðu að það er
hægt að smella á bindin og þá birtast bindin á Internet
Archive. Þar þarf að velja (vinstra megin) á hvaða
formi maður vill skoða þau. Ég prófaði að velja Read
online og þá er leitargluggi hægra megin. Það er líka
hægt að fletta ritinu síðu fyrir síðu nreð því að smella
á örvarnar. Ef maður leitar að skírnar- og föðurnafni
þá kemur hvort tveggja en leitin er ekki samsett svo
það koma þá upp öll skírnar- og öil föðurnöfn, svo
það er þá jafn gott að leita bara að öðru hvoru. Það má
ekki nota íslenska stafi í leitinni.
Hér er slóðin á Gegnisfærsluna http://gegnir.is/F/
HVBLJ571YSNQCQ6YC7GITYXNRMS3RRQ
D7K2ESEBGPMS4L6KRD6-00149?func=find-
b&find_code=WOR&request=s%C3%BDslu-
manna%C3%A6fir og þú smellir á titilinn.
Fréttabréf Ættfræðifélagsins þakkar Ólöfu innilega
fyrir þessar frábæru upplýsingar því það er ómet-
anlegt öllum sem leita upplýsinga að hafa aðgang
að Sýslumannaæfum, þessu undirstöðuriti íslenskrar
ættfræði.
http://www.ætt.is
15
aett@aett.is