Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Page 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010
Texti og myndir: Guðfinna Ragnarsdóttir
Guð blessi minningu þína
elsku amma og langamma
Eftir að móðir mín dó fannst mér ábyrgðin
færastyfirámig,segirBjörgGunnarsdóttir,
sem nýlega hefur sett legsteina á leiði
langafa síns og langömmu. Hún hefur líka
rakið slóð og sögu langömmu sinnar, sem
hún aldrei sá, í kirkjubókum og manntöl-
um. En það er margt erfitt og mikið fyrir
hverju skrefi haft, því nú er enginn lengur
til að spyrja.
Tveir nýir, veglegir legsteinar, sem stóðu inn-
pakkaðir á hlaðinu á kirkjustaðnum Staðarfelli
á Fellsströnd, vöktu athygli ritstjóra Fréttabréfs
Ættfræðifélagsins þegar hann var þar á ferð í sumar.
Ekki varð undrun hans minni þegar hann sá að á þá
var letrað nafn Hallgríms Jónssonar sem fæddur var
1834 og konu hans Valgerðar Jónsdóttur.
I ljós kom að það var barnabarnabarn Hallgríms,
Björg Gunnarsdóttir, fædd 1951, sem hafði látið
útbúa þessa veglegu steina. Ættfræðiblaðið ræddi við
Björg um þessa miklu framkvæmd og þá kom ým-
islegt óvænt í ljós.
Tveir nýir, veglegir legsteinar, sem stóðu innpakkaðir á
hlaðinu á kirk justaðnum Staðarfelli á Fellsströnd, vöktu
athygli ritstjóra Fréttabréfs Ættfræðifélagsins þegar
hann var þar á ferð í sumar. Ekki varð undrun hans
minni þegar hann sá að á þá var letrað nafn Hallgríms
Jónssonar sem fæddur var 1834 og konu hans Valgerðar
Jónsdóttur.
Ólétt vinnukona
Hvað kom til að þú lést útbúa steina yfir langafa þinn
og langömmu, hjónin Hallgrím og Valgerði?
-Þetta er nokkuð flókin saga, segir Björg. I fyrsta lagi
þá er Valgerður ekki langamma mín, þótt hún væri gift
langafa. Hallgrímur var seinni maður hennar. Hún var
áður gift Vigfúsi Bjarnasyni Thorarensen, gullsmið og
bónda í Gvendareyjum. Vigfús var dóttursonur Boga
Benediktssonar, fræðimanns á Staðarfelli. Þau Valgerður
og Hallgrímur áttu einn son sem upp komst, Vigfús
Thorarensen Hallgrímsson. Hann var fæddur 1863.
-Ingibjörg langamma mín varð ólétt eftir Hallgrím,
nteðan hún var vinnukona hjá þeim Valgerði á Staðarfelli,
og fæddi honum soninn Sylveríus árið 1888 þá um 41
árs að aldri. Langamma mín hét fullu nafni Ingibjörg
Sigríður Marísdóttir. Hún var fædd 1847 og var því tutt-
ugu árum yngri en Staðarfellsfrúin Valgerður.
-Ekki leist Valgerði á að hafa vinnukonuna áfram
á heimilinu, svo hún var látin fara, en drengurinn
Sylveríus varð eftir hjá föður sínum og konu hans.
-Það kom því í hlut Valgerðar að ala afa minn
upp til tíu ára aldurs, en þá lést hún sjötug að aldri.
Hallgrímur lést svo 1903, þegar Sylveríus var fimm-
tán ára.
-Hallgrímur langafi minn var merkismaður. Hann
var dannebrogsmaður og hreppstjóri. Hann byggði
kirkjuna sem enn stendur á Staðarfelli á Fellsströnd.
Sagt er að hann hafi vandað svo smíði hennar og gerð
að fágætt var í þá daga. Ég lét þessa alls getið á nýja
legsteininum.
Friðlýstir steinar
Móðir mín talaði oft um fólkið sitt fyrir vestan og
örlög ömmu sinnar sem varð að skilja drenginn sinn
eftir. Eftir að móðir mín dó fannst mér ábyrgðin færast
yfir á mig og ég fór vestur að huga að leiðum þessara
forfeðra minna. Það eru steinar á leiðum Hallgríms
og Valgerðar í gamla kirkjugarðinum á Staðarfelli, en
letrið er orðið mjög máð. Þeir eru auk þess skakkir og
nánast að falli komnir. Upp að legsteini Valgerðar hall-
ast svo laus plata með grafskrift Vigfúsar Bjarnasonar
Thorarensen, fyrri manns hennar.
-Það veitti því ekki af að hressa upp á þessi gömlu
leiði. Ég setti báða eiginmenn Valgerðar, Vigfús og
Hallgrím, á nýja steininn.
-Ég vildi setja plötur framan á steinana yfir
Hallgrím og Valgerði en það mátti ekki, steinarnir eru
friðlýstir. Ég ákvað því að láta gera nýja steina og þeir
http://www.ætt.is
16
aett@aett.is