Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Þeir sem taka kirkjugarðana í fóstur fá eyðublöð til útfyllingar, en það er útbúið af sænsku ættfræði- samtökunum, Sveriges Sláktforskarförbund. Þar eru skráðar allar upplýsingar um áletranir, staðsetningu, útlit og annað sem máli skiptir. Auk þess eru tekn- ar ljósmyndir af öllum legsteinunum. Niðurstöðurnar eru varðveittar hjá sænsku ættfræðisamtökunum en þær eru einnig aðgengilegar á Netinu, í netblaðinu Rötter, og þar er farið inn á tengilinn Gravsten-sök. Margar sóknir hafa komið sjálfboðaliðunum til hjálpar og láta þá vita þegar á að taka burtu legstein af gröf sem enginn sinnir lengur eða greiðir fyrir. Hægt er að sjá lista yfir alla þá kirkjugarða í Svíþjóð sem búið er að skrá eða sem eru í skráningu á slóðinni www.genealogi.se/gravstenarna. Fréttabréfið hvetur hér með alla sem búa yfir áhuga, tíma og þekkingu sem gæti nýst við varðveislu gam- alla leiða og kirkjugarða til þess að kynna sér málin og leggja þessu verðuga verkefni lið. Guðfinna Ragnarsdóttir LEGSTEINAR - ÖRLÖG OG UMHIRÐA Allir sem komnir eru til fullorðinsára hafa lagt leið sína í kirkjugarða. Sumir til að leita leiða látinna ættingja og forfeðra, aðrir til að skoða og njóta þessara fallegu garða með öllum sínum minningarmörk- um og hinstu kveðjum horfínna kynslóða. Legsteinar geta verið náma fróðleiks, ekki síst gamlir steinar. Þar má lesa aldur fólks og barnafjölda, maka og búsetu. Hönnun steinanna sýnir einnig gamalt handverk og tískusveiflur liðinna tíma. En hver verða örlög gamalla steina? Hvar hvfla forfeður okkar? Eru legsteinar á leið- um þeirra? Hvað stendur á þeim? Slíkar spurningar leita á marga sem sinna ættfræði. Hinsta hvíla flestra er gröf í kirkjugarði, gröf merkt viðkomandi á krossi eða steini. Flestir eru grafnir í sinni heimabyggð en allur gangur er á því hvort legsteinar hafa verið sett- ir á leiðin. Og hver hafa örlög gamalla steina orðið í aldanna rás? Flestir legsteinar alþýðumanna eru úr íslensku grá- grýti sem veðrast mjög hratt. Aletranirnar mást í ár- anna rás og erfitt getur verið að lesa textann þegar steinarnir eldast. Mosi og skófir þekja einnig marga gamla steina og gera áletranirnar illlæsilegar. Vefur Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hjálpar mörgum í leit að legstöðum, þar er hægt að leita að gröfum í öllum kirkjugörðum landsins. Mikið vantar þó á að gömul leiði séu skráð þar. Það á eink- um við um kirkjugarða á landsbyggðinni. Þar sem kirkjugarðar hafa verið fluttir um set eru oft aðeins Hœgt er aö fletta upp í legstaðaskrám víðs vegar að á landinu undir slóðinni gardur.is skráðir þeir sem hvíla í nýrri garðinum. Reynslan sýnir líka að eiginkvenna er ekki alltaf getið þótt þær hvíli hjá vel merktum eiginmönnum sínum. Margur hefur líka reikað um kirkjugarða án þess að finna þann legstein eða þann kross sem hann leitar að þótt hann sé þess fullviss að þar hvíli forfeður hans. Hvaða reglur gilda? En hvaða reglur gilda um grafir manna hér á Islandi? Er gröfin „heilög“ og eign þess sem þar hvflir um ald- ur og eilífð? Eru ekki mörg dæmi þess að grafið hafi verið á ný í gömul leiði? Og hvaða reglur gilda um legsteina og krossa? Megum við búast við að gamlir legsteinar séu keyrðir burt og brotnir eins og sagt er frá í greininni frá Svíþjóð? Hver annast viðhald steina og grafa og hver verða örlög þeirra í aldanna rás? Fréttabréfið leitaði svara hjá Þórsteini Ragnarssyni forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. -Um allt þetta gilda ákveðnar reglur, segir Þórsteinn. * Ur bókinn Minningarmörk í Hólavallagarði eftir Björn Th. Björnsson: Akvördun og Fyrirskipan áhrærandi Reykjavíkur Dómkirkjugard, 5ta Junii 1828. Þareð kirkjugarðurinn forni í Reykjavík er svo útgrafinn, að jafnaðarlega, og víðast hvar í hon- um þá grafir eru teknar, uppkoma heilar líkkistur og ófúinna manna beina Hrúgur, hverjum af graf- ar barnri eptir að Líkið er niðursett tjáist að vera varpað aftur í gröfina með aðsópsmeiri tiltektum en sambýður viðverandi Líkfylgdar kyrlátu sjón og Dauðlegleikans Umþeinkingu. http://www.aett.is 20 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.