Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010
Hver gröf á sér 75 ára friðhelgi. í reynd er sú friðhelgi
mun lengri, því segja má að hvergi hafi verið endur-
grafið í neina kirkjugarða á Islandi allt frá landnáms-
öld. Sem dæmi má nefna að þegar grafirnar í gamla
Víkurgarðinum í miðbæ Reykjavíkur fóru að rekast
á var hafist handa við að útbúa Hólavallagarðinn.
Landrými hefur alltaf verið nægt hér á íslandi.
Minjavernd
-Aðstandendur bera ábyrgð á umhirðu grafa og þar
er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort legsteinn,
kross eða annað er sett á leiðið, en kirkjugarðarnir
veita margskonar þjónustu sé þess óskað. Boðið er upp
á að leiði séu tyrfð og blómabeð útbúin, sömuleiðis er
sett möl eða sandur á leiði þar sem skuggi er mikill og
sigin leiði eru lagfærð.
-Þar sem slíkt er mögulegt er leitast við að hafa einn
tengilið innan ættingjahópsins við kirkjugarðana, svo
kallaðan leiðishafa. Það kernur að sjálfsögðu oft að
því að erfitt verður að finna slíkan leiðishafa, stund-
urn er komið allt að 5. kynslóð og ættartengslin eru
farin að þynnast út. Þá sjá kirkjugarðarnir um leiðið.
-Hvað við kemur legsteinum þá falla allir legstein-
ar og önnur minningarmörk í kirkjugörðum undir
minjavernd um leið og þeir eru orðnir 100 ára gaml-
ir. Við höfum aldrei hent eða fargað neinum legstein-
um, jafnvel þótt yngri séu, og þeim „heimilislausu"
steinum sem við höfum tekið til handargagns bæði í
Hólavallagarði og í Fossvogskirkjugarðinum er raðað
upp við vegg í görðunum.
Götóttar legstaðaskrár
-Ég veit að víða í Evrópu eru gamlir legsteinar brotn-
ir niður og malaðir og mulningurinn notaður í gang-
stíga. Þar er auðvitað oft mun minna landrými og
fólksfjöldinn annar og meiri.
Á vef Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma kemur
fram að kirkjugarðarnir taka að sér lagfæringar á leg-
steinum og steyptum reitum, gegn greiðslu, en öllum er
velkomið að standa sjálfir að lagfæringum grafanna.
Ef hætta stafar af minnismerki eða umbúnaði graf-
ar, eða hann er til óprýði, á að gera umráðamanni
grafarstæðisins aðvart. Ef það ber ekki árangur, eða
ekki næst til hans, má fjarlægja umgjörðina eða
minnismerkið. En sé minnismerkið uppistandandi
eða umbúnaður legstæðisins í góðu ásigkomulagi
skal ekki flytja það eða raska umbúnaði legstæðisins.
Þetta gildir eins og áður sagði líka þótt 75 ára graf-
arfriðunin sé útrunnin.
-Hvað varðar legstaðaskrárnar, segir Þórsteinn, var
mikill metnaður í byrjun og vonir stóðu til að hægt
væri að ná meiri hluta allra skráðra leiða á öllu land-
inu. Þegar til átti að taka kom í ljós að víða var pottur
brotinn í skrásetningunni og hafa heimtur því miður
verið mjög slæmar. Legstaðaskrárnar eru þess vegna
mjög götóttar.
Guðfinna Ragnarsdóttir
Legsteinn í
Astralíu
Peter Levarre-Waters starfar sjálfstætt sem ljós-
myndari í New South Wales í Ástralíu meðal
annars fyrir FHS og ýmsa aðila sem tekið hafa
þátt í stríði. Hann rakst nýlega á legstein á gröf
Islendings í Rookwood kirkjugarðinum í Sidney
í Ástralíu. Hann tók mynd af legsteininum og gaf
Ættfræðifélaginu góðfúslega leyfi til að birta þessa
mynd og sagðist gleðjast yfir því ef hún kæmi ein-
hverjum að gagni. Hann skrifar einnig að hann
geti hjálpað til við að finna grafir í Sidney, og taka
myndir af þeim, ef einhver óskar þess. Netfang
Peter Levarre-Waters er:levarre@gmail.com
Ritstjóri reyndi að rýna í textann á legstein-
inum og sýnist standa þar eftirfarandi:
In Loving Memory Of
My Dear Husband
JOHAN PETER
THORARENSEN
Native of ICELAND
DIED 11 MAY 1911
AGED 81 YEARS
ALSO
AGNESTHORNE REBECCA
widow of the above
DIED 15 SEPTEMBER 1920
AGED 73 YEARS
i ic * 1
{Í820
Hér má sjá legsteininn yfir Jóhanni Pétri Þórarins-
syni, sem dó 1911 81 árs að aldri, og konu hans
Agnesi Þórnýju? Rebekku sem lést 1920, 73 ára að
aldri.
http://www.ætt.is
21
aett@aett.is