Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2010, Side 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2010 Leiðrétting Oft hef ég dásamað Nelson Gerrard og hans mikla og óeigingjarna starf í Vesturheimi. Eg fékk enn eina ástæðuna til þess að gleðjast yfir störfum hans og þekkingu þegar hann benti mér á að mynd sem ég birti í grein minni „Heitrof, dauði, ást og örlög” á bls. 5 í síðasta Fréttabréfi væri ekki af Jens Jónssyni og fjölskyldu hans, heldur af Jóhannesi Magnússyni frá Arnarbæli á Fellsströnd og síðari konu hans, Kristínu Sigurbjörnsdóttur Hallgrímssonar (úr Eyjafirði), en þau voru landnámshjón í Arnesbyggð í Nýja íslandi. Eg hafði velkst í vafa um þessa mynd, þar sem ég fékk engan botn í hverjar stóru stúlkurnar á mynd- inni væru. Eg hafði samband við Valgeir Þorvaldsson á Vesturfarasetrinu en hann kannaðist ekki við fólk- ið Eg hélt að þetta væri fjölskyldumynd frá Jens Jónssyni, en þetta leystist allt með bréfi Nelsons. Það var ekki að undra þótt þessi mynd væri uppi á vegg, ásamt fjölskyldumyndinni af Jens, bæði í Túngarði og síðar í Reykjavík, hjá þeim hjónunum Björg Magnúsdóttur ljósmóður og manni hennar Magnúsi Jónassyni, en Jóhannes var föðurbróðir Magnúsar og hafði flutt vestur um haf. Þeir Jónas og Jóhannes voru tveir í níu barna hópi þeirra hjóna Magnúsar Magnússonar bónda og hreppstjóra í Arnarbæli á Fellsströnd og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Þau voru bæði fædd 1820 og létust frá sínum stóra barnahópi, aðeins 38 ára göm- ul, á sama árinu, 1858. Þá voru þeir Jóhannes og Jónas aðeins sex og fjögurra ára gamlir. Sorgin og foreldramissirinn tengdi þessi systkin afar sterkum böndum sem héldust þótt úthafið skildi sum þeirra að um langan aldur. Þær Guðrún og Vigdís Vigfúsdóttir langamma mín voru þremenningar og síðar ólst móðir mín upp hjá Mynd þessi er af Jóhannesi Magnússyni frá Arnarbæli á Fellsströnd og síðari konu hans, Kristínu Sigurbjörnsdóttur Hallgrímssonar (úr Eyjafirði), en þau voru landnámshjón í Árnesbyggð í Nýja íslandi. Með þeim eru börn Jóhannesar °g beggja eiginkvenna hans. http://www.ætt.is 22 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.