Landneminn - 01.12.1938, Blaðsíða 3

Landneminn - 01.12.1938, Blaðsíða 3
LANDNEMINN 3 Guðmmidur Vígiússon Tuttugu 1. des. j TUTTUGU ÁR hefir 1. des. verið 1 hátíðisdagur íslendinga. 1 tuttugu .ár hefir þessi skammdegisdagur verið fagnaðarhátíð þjóðar, sem endurheimti sjálfstæði sitt þennan dag fyrir tuttugu árum síðan. Þessir tveir áratugir hafa án efa ver- Jdai Sigurðsson ið mesta framfaratímabilið í sögu okk- ar lands. Þjóðin hefir á mörgurn svið- um brotið af sér aldagamla hlekki kúgunar, vana og þrældóms. Hún hefir tekið nútímatækni í framleiðsluháttum í þjónustu sína og hagnýtt sér betur möguleika landsins og gæða þess en áður þekktist. Að vísu eru gæði okkar auðuga lands enn lítt nýtt og enn bíða óteljandi verkefni liuga og handa, en á þessu tímabili hefir þjóðin þó óneit- anlega rétt úr kútnum iog sannað óvé- fengjanlega rétt sinn til að stjórna eigin málum. Það hefir oft’ verið á það minnzt, að sjálfstæðisbarátta okkar íslendinga hafi verið þrautaminni og ekki jafn fórnfrek og margra annara smáþjóða. Þetta er vafalaust rétt. A. m. k. þurft- um við íslendingar ekki að heyja blóð- ugt stríð til að ná viðurkenningu senr sjálfstæð þjóð. En á þessum tímamótum — eftir tuttugu ára sjálfstjórn — er rétt og skylt að minnast þeirra manna, sem helguðu alla krafta sína hugsjón sjálf- stæðisins. Ber þá fyrst og fremst að geta Jóns forseta og Skúla Thorddd- sen. Æfistarf Jóns Sigurðssonar, bar- ;átta hans, þrautseigja og óeigingirni, verður seint metið að verðkckum. ‘Sama er að segja um Skúla Thorodd- | ára sjálfstæði. 1918. — 1 des. 1938. sen, foringjann í fullveldisbaráttunni. Stefnufestu hans og harðfylgi ier það framar öllu öðru að þakka, að ekki var gengið að frekari afslætti af Is- lendinga hálfu 1918. Báðir uppskáru þessir menn að launum andúð og mót- stöðu hins dansksinnaða höfðingjavalds, en alþýðan virti starf þeirra að verð- leikum. Nú, á tuttugu ára afmæli íslenzks sjálfstæðis, er arfur Jóns Sigurðsson- ar og lífsstarf í hættu. Yfir íslenzku lýðræði o g sjálfstæði grúfir skuggi hinnar verstu harðstjórnar, sem ver- aldarsagan þekkjr. Með fasismann að leiðarstjörnu undirbýr stór hluti aftur- lraldsins valdatöku sína í landinu og algert afnám lýðréttinda og þjóðfrels- is. í þessari baráttu hafa heildsalarnir arftakar einokunarkaupmannannia dönsku forystuna. Og þetta eru sömu mennirnir, sém aldrei þreytast á að lofa sjálfstæðisást sína og hafa stolið nafni Sjálfstæðisflokksins gamla á flokk sinn og stefnu. pegar arfur Jcns Sigurðssonar er í hætlu, þá á þjóðin að sameinast. Undir forystu framsæknasta hluta þjóðarinnar verður hún að vernda sjálfa sig og frelsi sitt fyrir vágesti fasismans./ Sjálfstæði vort er ungt og óþroskað og stendur til bóta á mörgum sviðum. En glötun þess í hendur innlends eða erlends einræðisvalds myndi þýða stór- kostlegan afturkipp og hrörnun, eins og dæmin sanna, þar sem fasisminn drottnar. Hlutverk æskulýðsins á næstu árum er að vernda og cfla sjálfstæði og þjóð- frelsi íslands og Islendinga á öllum sviðum. Sé þjóðin frjáls og óháð, á hún sér bjarta framtíð. En bún verð- ur sjálf að skapa örlög sín. Hverskon- ar sljóleiki og tómlæti um málefni Iandsins, skapar fasismanum aukna möguleika. Aðeins harðsnúið viðnám og sókn fyrir auknum réttindum, get-. ur heft áform afturhaldsklíkunnar og gert v aldavonir hennar að engu. Og þegar aflgjafi allrar framsóknar, frelsið sjálft, er í hættu, þá stendur það eng- um nær en hinni uppvaxandi kynslóð, að taka í taumana á drengilegan og djarflegan hátt. Tuttugu ár er skammur tími í lífi þjóðar. En á þessum tuttugu árum höf- um við íslendingar öðlazt þá reynslu af fullveldinu, ,að þorra þjóðarinnar ætti að ver.a það ljóst, hvað er í húfi ef sjálfstæðinu verður glatað. Og það er vissulega hart að þurfa að gera þann möguleika að umræðuefni við þetta tækifæri, þegar öll þjóðin ætti, af ein- lægum hug, að fagna sjálfstæðisafnfæl- inu og horfa vonglöð ojg bjartsýn til framtíðarinnar. En það væri glæpur gagnvart þjóð- inni að leyna hana sannleikaqum um á- standið. Og því aðeins að hún viti, að hverju er stefnt, getur hún gqrt sínar ráðstafanir til aðvernda frelsi sitt. Sú alþýða íslands, sem nú berst fyr- ir frelsi sínu, er hinn sanni arftaki Jónsi Sigurðssonar, Skúla Magnússonar og Skúla Thoroddsen. Og sú yfirstéttarklíka, sem nú sit- ur á svikráðum við sjálfstæði lands- ins, er náskyld dönsku og hálfdönsku höfðingjastéttinni gömlu. Á altari eigin- hagsmuna og fjárgróðabralls, hyggst afturhaldið að fórna því, sem þjóð- Skúli Thonoddsen inni er dýrmætast. En slíkt má aldrei ske. Þetta fullveldisafmæli á að verða til þess að þjappa öllurn þjóðhollum kröftum saman, skipa í eina sveit öllú því fólkti í landinu, sem ann frelsishug- sjóninni, og vil|, að íslendingar verði frjáls þjóð um ókomin ár og aldir. > En þyngsta skyldan hvílir á æsk- unni. Hún á að erfa landið og liennar er framtíðin. Þessvegna á hún að vera sú forystusveit, sem jafnan stendur fremst í vörn og sókn fyrir sjálfstæði og þjóðréttindum íslands og íslend- inga.

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.